Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1923, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.06.1923, Blaðsíða 4
§6 BJARMÍ Pá var það að síra Ásmundur skólastjóri á Eiðum, sendi mjer þessa ræðu, er hann flutti við skólasctningu i haust, að jeg gæti af henni sjeð stefnu skólans. Mjer fanst ástæða til að fleiri sæu erindið og fjekk leyfi til að birta það hjer. — All- lengi hafa kirkjur verið mjög illa sóttar víða hvar í Múlasýslum, og trúmálakæru- leysi alment, en því ánægjulegra er að vita áhuga skólastjórans á Eiðum, á því, að skólinn vinni kristindóminum gagn, og efli heimilislrúrækni. í skólanum eru bænir haldnar kvölds og morguns, sungnir sálmar og lestnir stuttir kaflar úr nýja testamentinu, og á raorgnana talar skólastjóri nokkur orð á eftir. Á sunnudögum eru lestnir húslestrar eða hlýtt messu, sjálfur messar skóla- stjórinn stöku sinnum. Guð gefi að það beri alt sem bestan ávöxt. Ritstj. Bjarma. Kristilegt barnauppeldi. Eftir prófessor Ilallesby, dr. theol. I. óvita-íir barnsins. Líf mannsins er tvennskonar: óvit- undarlíf og vitundarlíf. Pessu tvennu mætti likjá viö tvo sirkilhringa, er báöir hefðu sama miðdepil, en væru þó misstórir. Óvitundar hringurinn er stærri. Hvert augnablik lífs míns ger- ist miklu meira innra hjá mjer en það, sem jeg þekki deili á eða veit um. Þelta kemur greinilega i ljós er vjer sofum. Lifið heldur áfram sinn vana- gang, þó að svefninn stöðvi starf vit- undarinnar. Vitundin er því að eins hluti af heildarlifi inínu. Enn berlegar kemur þó þelta í ljós á fyrstu barns- árunurn. Vjer lifum sem sje minst tvö fyrstu ár æfinnar áður en vit- undin tekur til starfa, — áður en oss er það sjálfum ljóst, að vjer lifum. Þannig nær þá óvilundin ekki að eins yfir meiri hluta lífs vors, held- ur og yfir fyrsta hluta þess. Vitund- arlíf vort vex upp úr óvitundinni. Og svefninn sýnir oss, hvernig vitundar- lífið verður ávalt eins og að sökkva sjer niður í djúp óvitundarinnar, til að endurnýja afl vitundariífsins Þetta óvitundar-djúp er venjulega nefnt und- irvitund. Líf vort með Guði er með sama hætti: bæði óvitundarlíf og vitundar- líf. Og einnig þar er óvitundin í meiri hlula. Líf mitt nieð Guði inniheldur miklu meira en það, sem mjer á hverri stundu er ljóst eða jeg veit um. Lífið með Guði heldur áfram á nóltunni, þegar jeg sef. Já, einnig á daginn, þegar vitundin er önnum kaf- in við daglegu störfin. Fyrsti hluti lífs vors með Guði er einnig á vegum óvitundarinnar. Á yf- irnáttúrlegan hátt nær Guð sambandi við hinn óvitandi hluta persónu vorr- ar. Áður en vitundarlíf barnsins vakn- ar, snertir Guð óvitundarlíf þess með sfnum lífgandi anda. Dýpstu og smá- gerðusítu rætur lifs vors eiga upptök sfn inni í Guðs eigin lifsfyllingu. Þessa snertingu framkvæmir Guð við barnið í skírninni. Þar með er hin lilla mannvera sett i lifsviðskifta- samband við Guð. En óafvitandi, það er að segja: viðskiftin gerast í hinum óvitandi hluta persónulífsins. Vitund- arlíf nýfædda bamsins er sem sje ekki vaknað enn. Látum oss nú hafa það hugfast, að hinn óvitandi hluti persónu vorr- ar er i sífeldu og fjörugu viðskifta- sambandi við umheiminn, bæði við Guð og mennina, já, jafnvel einnig við engla og ára. Með þessum hlula persónu vorrar höfum vjer hið eðli- iega meginsamband við alt lff um- hverfis oss. Vitundarlíf vort er þá sá hluti lífsins, sem telja má ein- staklingseign vora. Óvitundarlifið ber

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.