Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1923, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.06.1923, Blaðsíða 7
BJARMI 99 að ungbörnin sjeu syndlaus, svo að þau geti gengið inn í guðsríki án hjálpræðis. Hinsvegar bendir hann á það, að móttækileiki barnsins fyrir hjálpræði og samfjelagslíf með Guði sje svo mikiil, að hinir eldri verði með afturhvarfi og trú að verða eins og börn, til þess að mögulegt sje að þeir geti orðið bjálpræöisins aðnjót- andi. Látum oss nú athuga nánar þenn- an móttækileik barnanna. í fyrsta lagi: hinn dýrðlega hæfi- leik barnsins til að trúa og treysta þeim, er það umgengst. Hafir þú sjeð barnið þitt hlaupa upp í fangið á ókendum misindismanni þegar er hann ljet vel að því, þá hefir þú þar sígilda sönnun fyrir því hreina og geiglausa trausli, sem býr í eðli barns- ins. Varastu að misbjóða þessum hæfi- leika barnsins með þvi að hrekkja það eða draga það á tálar. Það er einn hinn versti glæpur gagnvart barn- inu. Með því varpar þú tortryggninni inn í bjarta þess, og þar með er spilt því fegursta og dýrðlegasta í lífi barnsins. Þegar nú barnið finnur Guð, treysl- ir það honum blált áfram og skilyrð- islaust. Syndin hefir ekki enn náð að hamla því. Að vísu ber það erfða- syndina alt frá fæðingu. En með eig- inn vilja hefir það ekki aðhyllst synd- ina, eins og hinn fullorðni. t*ess vegna er svo miklu auðveldara að endur- reisa hið eðlilega traustssamband milli Guðs og barnssálarinnar. í öðru lagi: hve barninu er það eiginlegt, að gefa sig öðrum á vald. Og hvernig það getur beint allri sinni athygli í ákveðna átt, án þess að gefa nokkru öðru gaum. Litla stúlk- an fær ónýtt umslag úr pappírskörfu pabba síns. Parna situr hún og hand- leikur það. Og á meðan er eins og enginn hlutur sje til í heiminum, nema umslagið. þessi hlið hins óspilta sálarlíf barns- ins er afar-mikilsverð fyrir samband þess við Guð. Guð verður barninu »hið eina nauðsynlega,« miklu frem- ur en hinum fullorðna. Og á guð- ræknisstundum er barninu miklu eig- inlegra að beina óskiftum huga til Guðs, en hinum eldri, þar sem svo margar annarlegar hugsanir og hug- armyndir trufla samveruna með Guði. í þriöja lagi: hreinn og einlægur skilningur barnsins. í frjósömum jarð- vegi hugarins gerir það sjer glöggar og ákveðnar myndir af umheiminum. Og þá einnig lifandi hugmyndir um Guð og hina yfirnáttúrlegu hluti. Oss hættir við að skoða Guð sem hugarburð (ópersónulegann). En hjá börnunum er hann miklu fremur sem áþreifanlegur veruleiki. Þetta stafar fyrst og fremst af því, að börnin þekkja ekkert til þeirrar aðgreining- ar, sem vjer gerum milli þessa heims og annars, Sú aðgreining er í raun og veru ekki til, nema í rangri ímynd- un hinna fullorðnu. Hjá börnunum renna þeir saman í eitt, þessir tveir heimar, hinn sýnilegi og hinn ósýni- legi, alveg eins og þeir gera í raun og veru. Þess vegna geta börnin verið sam- vistum með Jesú og englunum, alveg eins og með öðrum heimilisvinum. t*au tala um þá alveg eins og þau tala um afa og ömmu. Og himininn er þeim svo nálægur, að þau eru ekki hið minsta hrædd við að ílytja þangað. Nýlega sagði litli drengurinn minn ofur-eðlilega, að hann vildi gjarnan deyja, því að þá flytti hann bara inn í stóra húsið til Jesú og englanna. Hjer er oss hættast við að hindra börnin. Sje frelsarinn ekki tneð ostj

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.