Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1923, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.06.1923, Blaðsíða 15
BJARMI 107 sagði hún. »Mjer finst þetta vera fyrsta skrefið mitt til lífsins aftur«. Seint um kveldið færði Gróa Helgu brjefsefnið, með þeim ummælum að hún yrði að skrifa lítið í einu. »Það er gagn að hann Grímur veit það ekki«, tautaði hún við sjálfa sig, á meðan hún var að hátta um kvöldið, »sá segði eitthvað!« Kyrð var og þögn, er ekkert rauf annað en skrjáfið í pennanum, sem þaut um hvítan pappírinn í hendinni á Helgu, og birti hugsanir, sem hún um langa hríð hafði byrgt í hugar- fylgsnum sinum; hvílík svölun að fá enn þá einu sinni að ljetta á byrði hugans og trúa góðri vinkonu fyrir raunum sínum| Helgu fanst nærri því Soffía standa við hlið sina, — hlýleg og móðurlega viðkvæm með opið hjartað fyrir öilum hennar raun- um. Brjefið varð lengra og lengra uns pappírinn þraut. Þá gekk hún frá því, ritaði utan á það og lagði það hjá rúminu; svo lagðist hún til svefns óvenjulega ljelt í skapi. Framtíðin var ekki jafn döpur og áður af því að nýtt vonarljós var tendrað í hug- skoti hennar. Hún fórnaði hvítu, mögru höndunum lil hljóðrar bænar í húmi næturinnar, en feginstár féllu henni um brár. Sú svölun að gráta og biðja Guðl Svo sofnaði hún með tárvotar brár, eins og þreytt barn. Grímur var seint á ferli kvöld þetta sem oftar. Hann labbaði í hægðum sínum heim að húsinu og varð all starsýnt á Ijósglætu í glugganum hjá Helgu. »Hverju sætir slíkt«?« sagði hann við sjálfan sig. »Ljós svona seint. Bærilega gætir Gróa að stein- olíunni! Eins og jeg hefi þó brýnt fyrir henni að spara ljósmalinn! Og hvað á frúin eiginlega að gera við ljós?« Hann gekk hljóðlega inn í húsið og læddist á sokkunum inn í her- bergið þar sem Helga svaf. Það log- aði ljós á stærðar borðlampa rjett við höfðalagið á rúmi hennar. Hann þokaði sjer nær borðinu og ætlaði að slökkva á lampanum, en kom þá auga á brjefið, sem lá á borðinu, Varð hann nú æði forvitnislegur. Hann Ieit sem snöggvast á Helgu, hún steinsvaf, þá á Gróu, sem hvildi í rúmi gegnt Helgu, hún svaf einnig fast, svo öllu var óhælt. Þá þreif hann hvorttveggja jafnt brjefið og lampann og hafði burtu með sjer. Hann var hróðugur á svipinn þegar hann var sestur inn í herbergið sitt og smeygði umslaginu gætilega utan af brjefinu, án þess að það skaddað- ist hið minsta, og mátti sjá að þá list hefði hann fyr leikið. Þá tók hann að lesa brjefið, en gekk það seint; var auðsjeð að vanari væri Grímur öðru en brjefalestri: Að loknum lestri lagði hann brjefið frá sjer, strauk hendinni fram og aftur um höfuð sjer og tautaði íbygginn: »En sú heppni. Þetta skal verða notaðl« Aftur tók hann brjefið og fór yfir það af nýju, og gekk lesturinn nú öllu greiðara en áður. (Framh.). Kristur. Hann kendi, og gjörði kraftaverk, hans kenning, hún var sönn og hrein. Og dauðans böndin braut hann stcrk, liann bætti lífs og sálar mein. — En launin voru háð og hróp og högg og slög og formæling, með dauðadómsins ógnar-óp — já, útskúfun og krossfesting. Hans eigin pjóð ei pekti hann, hún pekti ekki sjálfan Krist; hinn sanna Guð, sem öllu ann og allra nauðum sampýndist.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.