Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1923, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.06.1923, Blaðsíða 13
BJARMI 105 Eftir þingiö hjeldu 300 prestar sjerfund og álíka margar prestskonur annan fund. Er það fyrsti preslskonufundur Svía, en í Danmörku hafa þeir verið haldnir nokkur ár. Óvist er talið hvort safnaðafólkið sænska sættir sig við þessi málalok pró- fessoradeilunnar, og er nú talsvert skrif- að með og móti prestaskólastofnun. Er talin aðalhindrun i því máli livað Sviar eiga fáa vel lærða guðfræðinga, sem alt biblíustefnu fólkið beri fult traust til. Skömmu eftir þetta þing hjelt heima- trúboðstjórn Dana aöalfund sinn, og var þar samþykt að leggja væna fúlgu í sjer- stakan »prestaskólasjóð«, sem grípa mætti til þegar þörf krefði slíkra framkvæmda í Danmörku. .... -..=^v Heimilið. Delld þessa aunast Guðrún Lúrusdóttlr, ^............................ Brúðargjöfin. Saga eftir Guðrúnu Lárusdóltur. ---- (Frh.) »GottI Og hún má helst aldrei frjetta neitt um liann. Hún var al- veg frá í laugunum, jeg var í stand- andi vandræðum með hana, — í- myndanir af öllu tagi sóttu á hana, og má hamingjan vita hvað hún færi að hugsa, ef hún frjetti um húsbrun- ann. Jeg hefði svo sem ekki farið að láta hana fara burtu af heimilinu, ef jeg hefði ekki verið orðinn öldungis ráðalaus með hana. En nú vona ieg að hún átti sig. Það er ekki vert að jeg komi inn til hennar fyr en síðar meir, hún var mjer altaf erfið- ust, auminginn. í*ú hefir hana þá þangað til jeg læl þig heyra frá mjer, og hjer eru nokkrar krónur upp í viðskiflin«. Hann rjetti Grími allmarga bankaseðla, sem óðar hurfu í vasa hans, en um varir hans ljek kulda- legt glott þegar hann tók í hendina á Hákoni og sagði: »Maður gjörir ýmislegt fyrir fornkunningja sina, sem öðrum þýddi ekki að fara fram á«. »Og svo gætirðu þess að hún hafi fullkomið næði — fullkomið næði, skilurðu?« hvislaði Hákon í eyrað á Grími um leið og hann kvaddi hann og hvarf á braut. Gróa stóð hjá glugganum og horfði á eftir Hákoni þegar hann gekk hurt frá húsinu, hún glotti kuldalega og tautaði eitthvað í hálfum hljóðum, svo fór hún inn til Helgu, sem var vöknuð og horfði þögul spyrjandi augum á hana. Gróa fór að taka sitt- hvað til handar gagns í herberginu, það var eins og hún vildi komast hjá þessum stóru, skæru augum, sem horfðu á hana án aíláts. »Kom nokkur?« spurði Helga alt í einu. »Ekki held jeg það?« sagði Gróa. »Jeg heyrði þó mannamál hjerna fyrir framan, og það var svo líkt röddinni hans Hákonar — mannsins mins —« bætti hún við hikandi. Gróa svaraði engu. »Hefir hann ekki komið?« spurði Helga aftur. »Jeg þekki ekki manninn yðar í sjón, frú mín góð«, svaraði Gróa fremur stutt í spuna. »Ekki það!« sagði Helga og varp öndinni mæðilega, »og hefir þá eng- inn spurl eftir mjer?« »Ekki svo jeg viti«, svaraði Gróa. »En Grímur veit betur um það, hann hittir íleiri að máli en jeg«. »Grímurl Er það maðurinn yðar?« spurði Helga. »Ónei, ekki er það nú reyndar«, svaraði Gróa kýmin, »þó við höfum hafl sitthvað saman að sælda«. »Hvað er jeg annars húin að vera hjerna lengi?« spurði Helga eflir litla þögn. BÞað er ekki svo langt síðan þjer komuð hingað«, sagði Gróa.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.