Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 4
192 B J ARMI rænna þjóða. Gandbi svaraði hon- um og reis þar bin einkennilegasta blaðadeila, því að báðir keptust við að lofa hvorn annan og voru þó al- veg ósammála. Árið 1921 gerðist margt sögulegt í sjálfstæðisbaráttu Indverja. Fjölda Indverja þótti Gandbi of hægfara, og kusu heldur að láta vopnin skifta við ensku stjórnina. Urðu uppreisnir hjer og hvar, en Gandhi reyndi að bæla þær niður, og tók jafnframt á sig alla ábyrgð á þeim; hann kvaðst fús til að líða fyrir syndir þjóðar sinnar. Landsstjórnin beitti sjálfstæðismenn hinni mestu harðneskju framan af Gömlum lagaákvæðum gegn stjórn- leysingjum var beitt gegn fulltúum er sóttu þing sjálfstæðismanna. Var þeim varpað í fangelsi þúsundum saman, í janúar 1922 urðu það 25 þús. — en alt af komu aðrir í skörð- in. Gandhi ætlaði hvað eftir annað að boða allsherjar verkfall til and- mæla, en i hvert skiftigerðu óróaseggir indverskir upphlaup litlu áður, og kvaðst Gandhi þá sjá, að þjóðin sín væri ekki nógu þroskuð til að leggja út í verkfallið. En jafnframt var hann þungyrtur um stjórnmálaaðfarir lands- stjórnarinnar svo hún þóttist tilknúð að stefna honum fyrir lög og dóm í mars 1922. Var hann dæmdur í 6 ára fangelsi, en var slept þaðan aftur eftir 2 ár. Gandhi var sárveikur er hann kom úr fangelsinu, en tók þó brátt að fást aftur við þjóðmál. Margt hafði farið öðruvísi en hann vildi meðan hann var í fangelsi. Gamla hatrið milli Hindúa og Múhameðsmanna var endurvaknað, og meiri hluti þjóð- ernissinna bafði fallist á samvinnu við ensku stjórnina í þjóðfjelagsmál- um, og höfðu þeir náð meiri hluta á ýmum löggjafarþingum indversku fylkjanna. Hann leitaðist nú við að sætta Hindúa og Múhameðsmenn, og þeg- ar það mistókst, tilkynti hann al- þjóð að hann tæki á sig 3ja vikna föstu fyrir syndir þjóðar sinnar. í Norðurálfu hefði að likindum verið brosað að slikri sáttalilraun bjá stjórnmálamanni, en Indverjar brostu ekki. Þeir vissu að Gandhi, sem þeir virtu allir og elskuðu flestir, varekki búinn að ná fullri heilsu og að slík fasta, var hans hættuleg, en sprott- *n af brennandi ættjarðarást. Ætt- jarðarvinir margra aðaltrúarflokka rjeðu ráðum sínum í skyndi, og á 10. degi föstunnar hittust fulltrúar þeirra til að ræða um ágreiningsatriðin. — Voru Hindúar og Múhameðsmenn fjölmennastir, en frá kristnum Ind- verjum kom meðal annars erkibiskup biskupa-kirkjunnar þar í landi. Sam- komulagið varð furðu gott. 25-manna nefnd var sett til að leggja úrskurð á ágreiningsmál framvegis, og sam- þykt var meðal annars þessi tillaga: »Vjer viðurkennum rjett einstakl- ingsins til að breyta um trú, sje það algerlega af frjálsum vilja gert, en engin annarleg þvingun nje loforð um bættan efnahag sem valda. Vjer viðurkennum og að slíkur einstaklingur á heimtingu á að vera laus við hverskonar ofsóknir frá þeim trúarflokki er liann hverfur frá«. Fegar þess er gætt, að Múhameðs- menn hafa talið trúarfráhvarf dauða- sök, og Hindúar lagt mannrjettinda- missir við, þá er auðsjeð hvílík skoð- anaskifti var á ferðinni. Pjóðernissinnar hafa ekki lekið upp aftur stefnu Gandhis í stjórn- málabaráttunni; þeir eru í samviunu við stjórnina og versla við England eins og áður. En engu að síður fylgja

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.