Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1927, Blaðsíða 7
B J A M R I 227 hoil, því aö hún sýnir hvað fánýtt er að búast við nokkurri góðri trúmálasamvinnu milli stefnanna. ]Meira]. S. Á. Gislason. Alvörumál. Ágrip af ræðu Guðrúnav Lávnsdóttnr á sóknanefndafundinura 19. okt. 1927 (Skrifað 14 dögum síðar). — — Jeg hefl eigi numið guðfræði og aldrei gengið í skóla, en jeg lærði að þekkja Guð og frelsarann Jesúm Krist hjá sannkristnum föður og móður, og jeg vil halda fast við það, sem jeg lærði þá; það eru eiginlega nokkur orð, sem ungur prestur mælti áðan, sem knýr mig til að taka hjer til máls. Hann spurði á þá leið, hvort nokkur móðir mundi sparka i barn- ið sitt, þótt það færi afvega. Jeg veit að mjer er alveg óhætt að svara hjer fyrir hönd mæðra, bæði þeirra, sem hjer eru viðstaddar og annara, og segi hiklaust: engin sönn móðir snýr baki við barni sina þótt það villist, eða fari afvega. Hún mun elska það enn meir, þegar hin sanna með- aumkvun blandast hinni sönnu elsku. Móðurástin er náskyld kærleika Guðs — já, sprotlinn af honum, ofurlitill geislastafur hinnar alskæru eldheitu sólar. En móðurástinni fylgir oft sorg og sársauki. Og nú snýjegmáli mínu til yðar, ungu vinir mínir, þjer náms- menn, sem eruð að búa yður undir þau störf að leiðbeina sálum, bæði ungum og gömlum. Leið yðar liggur bráðum upp í kennarastólinn — ræðustólinn. Minnist þess þá hver ábyrgð á yður hvílir. þjer eigið með- al annars að uppfræða ungmenni og börn í kristilegum efnum. Það er háleitt hlutverk. Þjer eigið að gróðursetja orð lífs- ins í ódauðlega mannssáll — Farið gætilega með verkefaið. Sálin, ekki síst sál barnsins, er viðkvæm jurt. Við sendum yður börn vor, börn- in, sem við elskum, og sem við höf- um reynt að gefa hið allra besta, sem við þektum, reynt að leiða þau lil Krists, reynt að kenna þeim að biðja Guð eftir því sem við gátum. Við erum fæstar fróðar mjög eða lærðar, en í einfaldleik barnslegrar trúar á Guð og írelsarann Jesúm Krist, höfum við þó lifað dýrðlegar, ógleymanlegar samverustundir með barninu okkar, sem við svo leiðum til yðar, fáum yður í höndur til frek- ari fræðslu á andlegum málum eigi síður en mörguin öðrum. Fáið þjer skilið sorg vora, sárs- auka og gremju, þegar barnið kem- ur heim af- fundi yðar, úr kenslu- stundinni og talar á þessa leið: Mamma, kennarinn segir að jólasag- an í Nýja-lestamentinu sje tilbún- ingur — kennarinn segir að sköpun- arsagan sje skáldskapur — kennar- inn segir alt annað um trúmál en þú, mamma, og hann veit það alt miklu beturl Getið þjer sagt mjer hvað það er, sem skeð hefir í sál barnsins? Er það mjög ólíklegt að hjer hafi fyrsta vantrúarsæðinu verið sáö í akur barnssálarinnar? — Fyrsta hjelu- nóltin lagst yfir bjart og sólríkt ak- urlendi barnshjartans! það var litill drengur á heimili for- eldra sinna. Honum var gefin bók, sem honum þótti óvenjulega mikið til koma. Það voru biblíusögur með litmyndum. Barnsaugun Ijómuðu af gleði og lotningu þegar pabbi eða mamma, afi eða amma sýndu hon- um myndirnar og útskýrðu þær fyr- ir honum. Og nú var að eins eitt eftir til þess að gera gleði barnsins fullkomna, hann átti eflir að sýna honum frænda sínum bókina. —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.