Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.12.1927, Blaðsíða 4
B J A R M I 24 0 flækst víðsvegar og auðvitað marg- oft strokið, lent í fangelsum, losnað þaðan til þess að komast í ný æfin- týri. Það er sömuleiðis gamla sagan endurtekin. þjer þekkið það víst. Það er áreiðanlega ekki í fyrsta skifti, tem þjer hittið mann á minu reki«. Hann þagði um hríð. Svo bjelt hann sögu sinni áfram; í lágum róm og hryggum sagði hann: »Nú eru liðin 13 ár síðan jeg fór að heiman, og aldrei skrifaði jeg heim. — Tvisvar sinnum hefi jeg sjeð nafnið mitt á prenti. þá voru þau heima að spyrja eftir mjer á þenna hátt. t*jer þekkið það. í fyrra skiftið hafði það talsverð áhrif á mig. Jeg las það yfir hvað eftir annað: »27 ára«, stóð þar, »hár, ljóshærður. Fór með »Merit« frá Friðrikstad. Strauk af skipinu í Penta Cuba, og hefir ekk- ert spurst til hans síðan. Foreldrarnir spyrja um hann«. Það var eins og jeg gæti ekki haft augun af þessari auglýsingu eftir sjálfum mjer. Petta ert þúl — hugsaði jeg. — Foreldrar þínir eru að leita að þjer.- Þú hefir lengi verið þeim erfiður Og að þú skulir nú gera þeim þessa smán og sorg, að vera settur á þenna lista, með öllum þeim ræflum sem þar eru I — Jeg fór inn i næstu vín- sölukrá, til þess að drekka burt áhrifin. í seinna skiftið blótaði jeg, þegar jeg sá að auglýst var eftir mjer á þenna sama hátt. Því mátti jeg ekki vera í friði? Jeg varð ekki talinn með mönnum Iengur!« Það kom hörkusvipur á andlitið, og jeg skildi á vetfangi hve langt hann hafði verið leiddur afvega, en' hörkusvipurinn smáhvarf og hann hjelt áfram sögu sinni: »Nú er jeg búinn að skrifa heim, og jeg sagði þeim það altsaman, — hvað líf mitt var ógæfusamt, fátækt og spilt, — og jeg bað þau að fyrir- gefa mjer, — jeg hefi verið þeim til sorgar og skammar. Jeg skrifaði þeim á jóladaginn. Jeg var lasinn fyrir jólin. Jeg hafði enga matarlyst og mjer var broll- kalt, en jeg gekk samt að vinnu minni eins og vant var. Svo var það á jólanóltina, það var spurt hvort við vildum koma aftur i káetuna til skipstjórans; við fórum allir, nema þeir sem voru á verði. Pjer þekkið skipstjórann, hann er góður maður, sem okkur þótti öll- um vænt um. Hann las jólaguðspjall- ið og svo voru sungnir sálmar, og viö gengum að því búnu til hvíldar; fjelagar mínir sofnuðu allir, en jeg gat ekki sofnað. Hugsanirnar komu. Jeg sá sjálfan mig aftur, lítinn dreng heima. Og jeg lifði upp aftur jólin heima. Einkum ein þeirra. Yið bjuggum upp í sveit, og það var ætíð sett dálítil greni- viðarhrísla fyrir utan gluggann, handa litlu fuglunum. Þetta var kaldur vetur og mikill snjór, jeg man það nú reyndar ekki vel, en litlu fuglarnir voru svangir. í rökkrinu, áður en kveikt var á lampanum, kallaði pabbi lil okkar fram í eldhúsið: »Komið þið börn, og þið skuluð sjá verulega fallegt jólatrje!« Við stukkum út að gluggannm, systir mín og jeg. Greniviðar-hríslan var alveg þakin af litlum fuglum, við sáum ekki annað en grá og gul bökin á litlu fuglunum, sem tíndu og tindu laufið af hríslunni. Pá sagði pabbi, og rödd hans var svo einkennilega klökk: »Guð skreytir fegurstu jólatrjen«. Pabbi var ekki vanur að tala um Guð, þess vegna hafa orð hans kanske fest sig enn betur í meðvitund

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.