Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 9
B J A R M I 5 rúmgóðum stofum og forstöðumanni, sem gæti alveg varið sumrinu til að leiðbeina og hlynna að aðkomnum íslendingum. — Væri eðlilegast og æskilegast að söfnuðurinn á Siglu- íirði gengist fyrir því starfi, en vel mætti hann njóta stuðnings til þess frá vinum sjómanna víðsvegar um land, þvi að viða kemur tjónið niður af því ástandi sem þar er á sumrin. Bæjarbúar á Siglufirði eru um 1600 manns og margfalt fleiri á sumrin. En þar sem vöxtur kaupslaðarins hefir verið mjög hraðfara, hefir verk- efnum fjölgað svo að erfitt er að sinna þeim öllum. En mjer virtist fullur áhugi væri á hjá mörgum að endurbæta og laga eftir föngum. — Verið var í sumar að reisa myndar- legt sjúkrahús, og bæta götur, sem verið hafa illræmdar i rigningum. Sömuleiðis er í undirbúningi að reisa nýja kirkju, sem síst er vanþörf á, þar sem gamla kirkjan er alt of lítil orðin, og að sumra áliti á óhentug- um stað. Ekki kunni jeg vel við það að sjá fólk ganga hundruðum saman út bænum rjett áður en átti að fara að messa, en orsökin var sú, að suudpróf var sett inn með firði rjett fyrir messuna. Þótti mjer meir en von að sóknarpresti mislíkaði sú ráðstöfun stórlega. — Og það hafði jeg ekki búist við að jeg mundi fá fæsla áheyrendur í Siglufjarðarkirkju af þeim 5 kirkjum sem jeg talaði í í þessari för minni. En sú var bótin að konur fjölmentu um kvöldið til að hlusta á erindi sem konan mín flutti í samkomusal sjómannaheimil- isins norska. Mun það vera í eina skiftið sem þar hefir verið flutt er- indi fyrir kvenfólk eitt. Good-Templar-Reglan hefir stórum eflst á Siglufirði síðustu árin og virt- ist mjer þeir templarar, sem jeg hitti á stúkufundi, vera áhugasamir um mörg góð málefni, og mikil var mjer ánægja að rekast á, að sumir leið- togar verkamannahreyfingarinnar í kaupstaðnum voru einlægir kristin- dómsvinir og vildu fúsir að því styðja að kristileg sjálfboðastarfsemi kæmist þar á frekar en verið hefir. Krossherinn. Boje Holm fyrverandi aðalleiðtogi Hjálpræðishersins á ís- landi hefir starfað að barnaguðs- þjónustum á Siglufirði síðan hann fór úr Hjálpræðishernum, og var auk þess í samvinnu við norsku sjómannamis- síónina í sumar. Mun hann hafa fengið hús hennar til samkomuhalda í vetur. Kennir hann starf sitt við »Krossherinn« og hefir nú fengið fá- eina Siglfirðinga til samstarfs við sig. Góðar minningar. — Jeg þarf ekki hjer að fjölyrða um góðar viðtökur hjá presthjónunum á Hvanneyri, gest- risni þeirra er svo góðkunn áður, og þeir, sem lesið hafa Prestahug- vekjurnar nýu, vita að okkur sra Bjarna muni hafa komið vel saman, er talið barst að ný-guðfræði og öðr- um nýmælastefnum í trúmálum hjer- Iendis. Einkarvel fjell mjer og að tala við hæjarfógetann á Siglufirði, hann ann mörgum góðum málum og var kunnugri blaði mínu en ýmsir aðrir stjeltarbræður hans. Ýmsa fleiri gæti jeg nefnt, sem vel tóku aðalerindum okkar hjónanna. Engar óspektir varð jeg var við á Siglufirði þessa daga, og enginn var handtekinn, — enda er »fangahúsið« þar gersamlega óhafandi. — Eins og kom á daginn siðar í sumar þegar mannhjálp þurfti til að ná fanga úr glugga þess. »Nova« flutti okkur frá Siglufirði heim á leið til ísafjarðar. Par fór jeg í land, en konan mín og Gísli hjeldu áfram með skipinu til Reykja- víkur. (Meira).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.