Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1928, Blaðsíða 10
6 B J A R M I Lúterski biblíuskólinn i Grand Forks, N. Dakota. Skóli þessi var stofnaður í bænum Wahpeton N. Dak. 1903. af »the church of the Lutheran Brethern«, (Kirkja lútersku bræðranna) sem er norskt kirkjufjelag. Seinna flultist skólinn til Grand Forks, og er þar nú. Bræðrafjelagið sjálft sjer skól- anum fyrir rekstursfje. Skólanum má skifta í fjórar deildir. Ein þeirra er fjögra ára miðskóli. Bar er fullkomin kensla i öllum þeim námsgreinum, sem kendar eru á slík- um skólum í þessu landi. Hljómfræðisdeildin veitir þriggja ára kenslu. Guðfræðisdeildirnar eru tvær. Hver um sig veitir tveggja ára kenslu. »The Parochial course« (safnaðar- deildin) er fyrir unga pilta og stúlkur, sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á guðsorði og undirbúa sig til kenslu i sunnudagaskólum. Hin guðfræðisdeildin undirbýr karl- menn til trúboðastarfs. Þeir sem út- skrifast þaðan fá ekki prestsembætti nema í Bræðrafjelaginu. Flest önnur kirkjufjelög heimta m. k. ársnám til viðbótar. Margir hafa lílið álit á þessum skóla. Orsökin til þess er, að þeir vita lítil eða engin deili á honum. En þeir, sem hafa verið hjer og lítils- virða samt stofnunina, gera það af þeirri einföldu ástæðu, að þeir van- virða það málefni, sem skólinn vinnur að. Jeg ætla ekki að fara að bera þennan skóla saman við aðrar stofn- anir af sama eða öðru tagi. Heldur vil jeg blátt áfram skýra frá málefni og verkefni skólans, svo getur hver um sig, sem les þessa grein, dæmt um hvort andrúmsloftið er heilnæmt eða ekki. Aðalmáleíni skólans er trúarvakn- ing, vakning einstaklingsins til lifandi trúar á persónulegan Guð. Almenningur, myndi lítt skilja, þótt jeg segði að biblían væri bókslaflega kend, því að allir, sem kenna biblí- una þykjast kenna hana bókstaflega eða rjetta, þótt hver sje upp á móti öðrum. Fyrsta spor mannsins til Guðs er endurfæðingin. »Enginn getur sjeð guðsríki, nema hann endurfæðist« — og þá ekki þangað komist. Við erum öll fædd I synd, og öll syndarar. í okkar náltúrulegu ástandi erum við blind gagnvart sannleikanum. Þess- vegna er endurfæðingin nauðsynleg, til skilnings á guðsorði. Hjer er eng- inn undanskilinn. Sá sem er endur- fæddur hefir meðtekið heilagan anda til inngöngu í guðsríki og lifs í Jesú Kristi, sem friðþægt hefir fyrir syndir vorar með sínu eigin blóði. Þeir sem ekki hafa endurfæðst, eða meðtekið heilagan anda í hjarta sitt og Jesúm Krist sem persónulegan frelsara sinn, eru fyrir utan hjálpræðið og á vegi glötunarinnar til eilífrar vansælu. Að fylgja þessari kenningu og öðru í sam- ræmi við hana er að »kenna biblíuna bókstaflega«. Þeir, sem lítilsvirða þessa kenningu, lítilsvirða málstað skólans og ekki einungis það, heldur og sjálft guðsorð. Guð kennir svo skýrt og greinilega, að hvert barn sem getur stafað sig fram úr prentuðu máli, getur lesið þetta í guðsorði og skilið það með bjálp heilags anda. Trúarlífið hjer er lifandi. Eitt skóla- fjelagið er »bæjartrúboðafjelag« (A City Mission society) meðlimir þessa fjelags fara út á götur bæjarins á sunnudögum og prjedika guðsorð á einn eða annan hátl. Yngri og eldri skammast sín ekki fyrir að standa

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.