Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 07.01.1928, Qupperneq 1

Bjarmi - 07.01.1928, Qupperneq 1
BJARMI XXII. árg. Reybjavíb, 7. jan. 1928 2. tbl. Jeg vil gjöra þá sterka í Drotni, og af hans nafni skulu þeir hrósa sjer, segir Drottinn. — (Sak. 10, 12). Burðarmenn. Ræöa við setningu hins almenna sóknarnefnda- fundar i Rcykjavík. — Flutt í dómkirkj- unni i Reykjavík 18, okt. 1927 af sírn Magnúsi Guðmundssyni i Ólafsvik. B ae n. Algóði, himneski Guð og faðir vor allra. Vjer, börnin þín, komum hjer fram fyrir þig, til þess að lofa þig fyrir hina óum- ræðilegu náð og blessun, sem þú veittir oss sekum, með gjöf þíns eingetna sonar, Jesú Krists. Vjer vegsömum þig fyrir það, að hann er vor læknir, sá læknir, sem vill lækna öll vor sár. Vjer þökkum fyrir það, að hann styrkir oss og gerir oss öflug og þróttmikil í stríði lífsins og haráttu þess. Vjer þökkum þjer einnig, að þú hefir lagt oss skyldur á herðar, sem vjer eig- um að rækja. Og vjer biðjum þig, gef oss styrk og náð til þess, að rækja þær af öllum huga og allri sál. Gef oss meiri sálarkraft. Gef oss þrek til að bera bræður vora og systur til frelsarans. Æ, Drottinn, fyrirgef oss, alt vort lóm- læti i starfi voru fyrir þig hingað til. Fyrirgef oss allar vorar syndir, og, iyrir- gef öllum þeim, sem þrá fyrirgefningu. Gef oss öllum þá náð, að verða þín hörn í sannleika. Fyltu sálir vorar með kærleika þínum og kærleika frelsarans, svo að alt vort líf hjer eftir beri þjer og honum vitni. Bænheyr oss i hans blessaða náðar- nafni. Amen. Texti: Mark. 2, 1—12. Margir menn hafu dáðst að starfi Rauða krossins á vigvöllunum. Mynd nokkur, er jeg hefi sjeð, slendur mjer oft fyrir hugskotssjónum. Hún var af burðarmönnum Rauða kross- ins. Hún var af þeim mönnum, sem báru særða og lemstraða menn burt úr valnum til sjúkrahúsanna, Það var mynd þeirra manna, sem voru að bjarga lííi þeirra, sem orðið höfðu fyrir því óláni, að særast og lemstrast. Þeir höfðu sett sig sjálfa í hættu til að bjarga. Þeir hugsuðu ekki um erfiðleikana. Þeir hugsuðu að eins um það að koma þeim særðu þangað, sem lækningar er að vænta, þangað sem þjáningarnar eru linaðar. Þeir hugsuðu um það eitt, að gera þá kcerleiksskyldu sina, að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa, þangað, sem hjálp er að fá. Hinn heilagi texti, er jeg las upp, segir oss frá mönnum, er þannig störfuðu; mönnum, sem ekki ljetu eríiðleikana, er á vegi þeirra urðu, aftra sjer frá að bera þann, er hjálp þurfti, til hins eina, sem hjálpað gat. Burðarmenhirnir sem textinn segir frá, trúðu því, að Jesús gæti og vildi hjálpa. Óg einmitt sökum þess, hve ríkt traust þeirra var til Jesú,' þá gáfust þeir ekki upp, þótt mannfjöld- inn hindraði þá, að komast með hinn lama mann lil Jesú. Hvort þeir hafa vitað að i hinum lamaða lik- ama bjó lömuð sál, er ekki hægt að

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.