Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.01.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 07.01.1928, Blaðsíða 3
BJARMI 11 í gáieysi, ljeltúð, eigingimi, fjegræðgi, losta og lögbrotam, saurlífi og drykkjuskap, hafi hrundiö mörgum í hinn kalda val heimsins, þá halda þó ylgeislar hinnar himnesku kær- ieikssólar þeim þar með lífsmarki. Öllum er hægl að bjarga, ef að eins er með nógu ákveðnum huga kept að því lakmarki. Nú heyrum vjer neyðarópin frá heimsvalnum. Erum vjer orðin svo vön þeim ópum, að vjer sjeum hætt að gefa þeim gaum? Hej^rum vjer ekki að það er verið að kalla á oss, að gerast sjálfboðaliðar í björgunar- liðinu? Og nú verðum vjer, ef vjer höfum nokkra samvisku, að gefa björgunar- starfinu alvarlegan gaum. Eu hvernig getum vjer hjálpað? Þú og jeg ? Að eins með því í kær- leika að bera hina föllnu til Jesú, í trú og trausti á hjálp hans, sem frelsara vors og Drottins. Án trúar verðum vjer ekki að liði, því oss vantar þá trúna á því, að starf vort beri nokkurn árangur. Eins og þeir, sem báru lama mann- inn, voru sannfærðir um að Jesús myndi hjálpa, eins á sannfæringar- vissa vor að vera sterk. Hugsaðu þjer, hvílík hamingju- stund það væri fyrir einhvern synd- spiltan vin þinn, ef Jesús segði við hann, er hann sjer hvað þin trú er mikil og sterk: »Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrir- gefnar«. Gætir þú öðlast nokkra gleði meiri en þá, að sjá lamaðar sálir vina þinna verða aftur heilbrigðar; að sjá það, að Jesús, sálnalæknirinn eini, hefir gefið þeim þrek og krafta aflur, þrek til að standast allar árásir óvinar sálnanna? fú gætir ekki öðlast neina gleði meiri en þá. En ef nú sálarlíf vinar þíns er komið undir þinni trú, þinni hjálp, þá máttu ómögulega láta standa á þjer lengur. það eiga fleiri vini en þú. Ef þú ert faðir eða móðir, og ert að hugsa um barnið þitt, sem er að farast í stríði og spillingu heimsins, þá mundu eftir þvi, að það eru margar mæður og margir feður, sem standa í þínum sporum. Er þá ekki skylda þín að setja þig í spor þeirra, og reyna að hjálpa þeirra börnum líka, og bera þau til Jesú. Pó vjer eigum ekki neinn vin, sem oss sýnist brýn þörf að hjálpa, þá gætum vjer samt sett oss í spor móðurinnar, sem veit að. barnið sitt hefi vilst, sjúkt í hríð á eyðiheiði, og hnigið þar niður, af því að það orkaði ekki að halda áfram lengra. Vjer getum vitað hve glöð og sæl hún verður, er hún frjettir að menn, sem um veginn fóru, fundu barnið hennar og báru það til bygða. Öllum ber oss að hjálpa, allir eru í rauninni vorir vinir. Slíkt er nú hið mikla andlega hlutverk vort. En oss vex það í aug- um. Pað er erfitt hlutverk. Margar hindranir og hættur verða á veginum. Vjer verðum því að leggja á oss þrautir og erfiði. Pað var næðisam- ara að vera kyr heima á heimili sínu, en að veia i Rauða kross sveitunum við björgun á vigvöllunum. Pað er víst, að ein aðal-þrautin, sem fyrir oss verður, er skothrið sú, sem al- menningsálitið beinir að andlegu björgunarmönnunum. Líklega hefir einhver í mannfjöldanum mikla, er horfði á, brosað að ákafa mannanna, sem rufu gat á húsið, til að láta manninn síga niður. En ef starf vort á að lánast, þá megum vjer sist af öllu láta háðbros og raddir hinna vantrúuðu manna, sem sífelt ganga fram hjá öllum hinum lömuðu sál-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.