Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 5
B JARMI 45 söfnuðurinn fámennur. Verið var að reisa kjallara mikinn undir aðaU skólakúsið, svo að framvegis verður húsrúrn skólans stórum betra en áður. Var margt að sjá á Núpi og margt að skrafa, og held jeg hvorugum hafl þólt betur, að þau prestshjónin urðu að fara snemma næsla morguns út að annexíunni á Ingjaldssandi. — En jeg hafði ráðstafað sunnudeginum á Þingeyri. Flutti Krislinn Guðlaugs- son mig á hestum inn á móts við kaupstaðinn, og fjekk jeg svo ferju yfir fjörðinn. Tók prófasturinn, sra Þórður Ólafsson, mjer næsta vel, »lánaöi mjer stólinn« við messuna, bauð mjer til fundar í unglingafjelag- inu kristilega, sem hann hefir starfað að í mörg ár, og fylgdist með mjer um kvöldið snöggva ferð yfir fjörð- inn að Höfða, til að heimsækja öld- unginn Sighvat Borgfirðing, sem þar situr háaldraður við að skrifa presta- æfir. Björn, kennari að Núpi, var með í þeirri för, og hefði jeg gjarnan kosið að lrynnast honum meira, því að oft heyrði jeg hans getið að góðu í Dýrafirðinum. Sighvatur Borgfirðingur er hinn mesti vinur Bjarma og fagnaði mjer vel; en sorglegt þótti mjer að hann skyldi ekki búa við betri húsakynni með allar bækur sínar og skjöl, og að hann skyldi vera svo fjarri bóka- söfnum höfuðstaðarins. Miklu hefir hann safnað og margt skrifað, en þó mundi það starf hans meira og ávaxtaríkara, ef hann hefði getað búið áhyggjulausu lífi í námunda við skjalasafn ríkisins. Daginn eftir fór jeg með »Esju« áleiðis til Reykjavíkur og hilti 5 presta á þeirri leið. En verð rúmsins vegna að sleppa að tala bjer nánar um þá samfundi. — Veður var hið besta í allri förinni að eitthvað þrem dögum fráskildum; og hefðu ekki ýms aðkallandi rit- störf beðið heima, — þar á meðal að svara nokkrum tugum brjefa frá vinum Bjarma, — þá hefði jeg farið af »Esju« í Stykkishólmi og landveg þaðan heim til mín. — Hestana átti jeg vísa, ef á hefði þurft að halda, því að marga góða vini á blað mitt á þeirri leið. Hjartans þakkir lil yðar allra, sem greidduð þessa för okkar hjónanna á ýmsar lundir; og þjer, sem síðan hafið spurt: »Því komuð þið ekki við hjá okkur?« megið búast við heimsókn síðar, ef æfin endist enn nokkur ár. S. Á. Gislason. Yið andlát Yinkonu minnar. Jeg kom til Reyðarfjaiðar sumaiið 1926, þar eru æskustöðvar minar og þær heilsuðu mjer með blíðu og glaða sólskini. Fjöllin gnæfðu há og tíguleg og spegluðu sig í lygnum firðinum. Ó- teljandi myndir frá æskudögum mín- um komu mjer í hug, jeg hefði vel getað talið sjálfri mjer trú um að jeg væri aftur orðin barn. Lífið er stundum vakandi draumur. Jeg leit yfir bygðina. Sólin faðmaði hana að sjer í ástúð Guðs eigin kærleika — Kyrðin var fögur. — — Undir háu klettóttu fjalli slendur lítill bær í grænni laut. Hamraborgir risavaxinna kletta lykja hann örm- um, hvítfyssandi elfur steypast ofan háa stalla, vökva grænar brekkur og breiðast um grýttar sandbornar eyrar, uns þær ná takmarki sínu og blandast hinum blálygna sæ. Jeg gekk upp með ánni. Jeg hafði gaman af að horfa á hvernig vatnið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.