Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII. árg. Reykjavík, 15. febr. 1928 6. tbl. „Jeg nseiii mjer að vita ekkeri meðal yðar nema Jesútn Krist og hann krossfestan". I. Kor. 2, 2. Dr. Valdimar Briem vígsluhiskup áttræður. Hinn 1. febrúar s. 1. átti Dr. theol Valdimar Briem vígslubiskup á Stóra núpi áttræðis-afmæli. Um leið og Bjarmi samfagnar honum og þakkar honum alla vinsemd á liðnum árum, hefir hann þá ánægju að geta flutt eftirfarandi fregnir: Þeir prestar úr Árnesprófastsdæmi er því gátu viðkomið, og nokkrir sveitung- ar hans og sóknar- börn, sóltu hann heim þenna dag. Guðsþjónusta var haldin í kirkjunni, og prjedikaði þar prófasturinn, síra Ól- afur Maguússon i Arnarbæli, og hafði að texta : Jóh. 21, 15—17. Talaði hann um störf og skyldur presta yfirleitt, og leiddi út frá þvi tal silt að kirkjulegri og kristilegri starfsemi hins ágæta öldungs, hvernig hann hefði verið eitt af hinum björtu Ijósum innan kirkju lands síns, er bæri birlu út til safnaðanna í nútið Dr. tbeol, Valdimar Briem vigslubiskup. og framtíð. — Sungnir voru eingöngu sálmar eftir vigslubiskupinn. Að lokinni guðsþjónustu dvöldu allir viðstaddir heima á Stóranúpi langa hríð. Höfðu afmæisbarninu borist nokkur heillaóskaskeyti, þar á meðal frá biskupi íslands svohljóðandi: »Vigslubiskup Dr. Valdimar Briem, Stóranúpi! Hugheilar ham- ingju- og blessunar- óskir á áttræðis- afmæli þinu. íslensk kristni og kirkja fær aldrei fullþakkað þjer það, sem þú gafst henni í sálmum þín- um og trúarljóðum, en mun varðveita nafn þitt um aldur í blessun og heiðri, sem eins sinna bestu sona. Góður Guð blessi þjer allar ólifaðar æfistundir og geri þjer þær indælar og ánægjuríkar. Hans friður og náð í Drotni vorum Jesú Kristi sje með þjer. í kærleika og þakklæti Jón Helgasona. Þá færðu prestar prófastsdæmisins

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.