Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.02.1928, Blaðsíða 6
46 BJARMI velti sjer yfir jarðföstu björgin f ár- botninum, og brunaði áfram með háværum söng, og áin minti mig á að »straumur tímans stöðvast eigi«, og hugur minn barst til horfinna stunda. Jeg sá hversu sá straumur hafði borið á brolt svo marga, sem áður höfðu fagnað mjer á þessum slóðum. Jeg gekk heim að bænum um gróðurríkt tún, sem bar þess menjar að iðjusamar höndur höfðu árum saman birt það og ræktað. Gulir sóleyjakollarnir bærðust i sumarblænum, sem bar með sjer ilm og angan. Jeg nam staðar utanvert á hlað- inu. — Mjer finst jeg standi þar aft- ur núna og sjái vinkonu mina koma á móti mjer með bros 4 brá og blíðu svipinn i góðlega andlitinu, með friðarmerki Drottins i dökku, djúpu augunum. Jeg bjóst við henni svona. Jeg þekti hjartalag hennar og trú- artraustið. Jeg vissi að hún átti ör- ugt hæli í öllum þrautum og sorg- nm, jeg vissi að hún átti Jesúm Krist fyrir »einkavin i hverri þraut«. Við leiddumst eins og systur inn i bæinn, litla bæinn hennar, þar sem hún var borin og barnfædd. Á stofuþilinu gegnt dyrunum hjengu tvær myndir af ungum, fallegum pilt- um. Jeg nam staðar andspænis þeim — jeg spurði einskis, jeg vissi að þetta voru myndir af drengjunum hennar, sem höfðu báðir druknað sama daginn fyrir skömmu. wÞetta eru blessaðir drengirnir mín- ir«, sagði hún þá. Og við seltumst saman og hún sagði mjer frá drengj- unum, sem kvöddu föður og móður og systkinahópinn, en — komu aldrei heim aftur. Báðir í einu voru þeir kvaddir burt — heim, af honum, sem gefur og tekur, — og hún bælli við: Lofað veri nafn hans! Indislega ánægjustund dvaldi jeg á heimili hennar. — Ógleymanlegar friðarstundir, þar sem Guði er falið alt I Og sú stund kom mjer í huga, er mjer barst andlátsfregnin hennar í simskeyti, að kveldi þess 30. des. s. 1. Skeytið var stutt: »Kristrún Bóas- dóttir andaðist i dag«. — Öifá orð, sem sögðu þó svo mikið! Módir er Iátin, eiginkona, húsfreyja er horfin sjónum, elskuleg dóttir, systir og holl- vina er dáin I Með henni er horfin ein af lands vors beslu dætrum, kona, sem með daglegri framkomu ávann sjer hylli og traust allra, sem til þektu. Kristrún Bóasdóttir var fædd 23. des. 1882 i Borgargerði í Reyðarf. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Bóas Bó- asson, látinn fyrirnokkrum árum, og Sigurbjörg Halldórsdóttir Jónssonar, bróður sra Hallgrims heitins prófasls að Hólmum í Reyðarfirði; voru þeirbræður af hinni góðkunnu Reykja- hlíðarætt. Kristrún var komin af á- gætisfólki í báðar ættir, og sameinaði hún vel kosti forfeðra sinna. Hún var prýðisvel gefin í hvivetna, og að öllu drengur hinn besti. Ljósmóðir Reyðfirðinga (á inn- sveit) var hún því nær 25 ár, hefði hún lifað til vorsins væri þau fulln- uð, og hafði hún þá á orði við vini sína að lyfta sjer upp og bregða sjer til Reykjavíkur. En förinni var heitið annað fyrir hennar hönd. Ljósmóðurstörfin fórust henni af- bragðsvel. Hún átli bæði þrekmikla lund og brast þvf aldrei áræði, en engu síður viðkvæma og hlýja lund, sem tók innilegan þátt í kjörum allra bágstaddra. Kristrún giftist um tvftugsaldur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.