Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 2
Sö BJAKMl Stundum árar illa eða verslunar- sambönd við aðrar þjóðir eru óhag- stæð, og það hefir altaf sín áhrif á efnahaginn. En verstu erfiðleikarnir eru venjulega af manna völdum. Stundum geta þeir, sem af einlægni vilja beina þjóðlifinu á hollar og far- sælar brautir, ekki orðið sammála um stefnur og starfsaðferðir. En versta meinið verður altaf mannleg eigingirni. Meinsemd í hverju þjóð- fjelagi eru þeir menn, sem hugsa eingöngu um eigin hagsmuni og láta þá sitja fyrir öllu. Og þegar þessir menn verða áhrifamiklir og bindast öflugum samtökum, þá myndast and- stæðir flokkar, bæði. í stjórnmálum og atvinnumálum, sem togast á um völd og hlunnindi; og úr því verður tortrygni og óvild, hatur og deilur, sem eitrar hugsunarhátt manna, tefur fyrir nytsömum framkvæmdum, og leiðir oft mikla ófarsæld yfir fjölda manns. Við þessu böli er engin bót til önnur en fagnaðarerindi Jesú Krists. Ekkert getur betur en það, ef það fær vald yfir sálum mannanna, jafn- að miskllð, eflt samlyndi og leitt þjóðllfið inn á brautir sannra fram- fara og velmegunar. Jesús Kristur gaf þetta boðorð fyrir allri framkomu manna hver við annan: »Eins og þjer viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þjer sömuleiðis þeim gera« (Lúk. 6, 31). í þessu boðorði er fólgin hin æðsta stjórnspeki og leið til úrlausnar á erfiðustu vandamálum mannkynsins. Fyr en menn fara að lifa eftir þvf, verður ekki friður í landi nje heilla- vænleg samvinna að þvf, sem til góðs má verða. Hatrið þarf að víkja úr sessi fyrir kærleikanum, tortrygnin fyrir virðingu og trausti, rangsleitnin fyrir rjettlætinu, flokkadrættir fyrir samvinnu, miskunnarleysið fyrir mannúð, sjálfræðið fyrir löghlýðni, lygin fyrir sannleikanum, sjerdrægnin fyrir fórnfúsri velvild. — Að sama skapi sem þessar hugsjónir verða ráðandi í þjóðlífinu, — að sama skapi sem þeir verða fleiri, sem vilja af einlægni f lífi sínu sem einstak- lingar og störfum sínum sem borg- arar og starfsmenn þjóðfjelagsins leita ríkis Guðs og rjettlætis hans, þá færist alt smámsaman, fyrir bróðurlega samvinnu, f betra og rjett- lálara horf; þá verður ráðin bót á þvf sem aflaga fer, og þá finnast nýjar leiðir til farsældar og gæfu fyrir land og lýð. í því efni eru hinir kjörnu full- trúar þjóðarinnar og embættismenn hennar allir, stjórnendur og dómarar, læknar, prestar og kennarar sjálf- sagðir forgöngumenn. Þjóðin hefir trúað þeim að svo miklu leyti fyrir velferð sinni: og hún ætlast til þess af þeim, að þeir annist um margvfs- leg velferðarmál hennar á þann hátt, að heill hennar og farsæld verði sem mest. Þess vegna er það heilög skylda þeirra, að vinna að því af heilum hug, að hugsjónir Jesú Krists verði leiddar til öndvegis í þjóðlífinu. Þær eru merkið, sem allir góðir leiðtogar eiga að halda hátt á lofti fyrir þjóð sinni. Sá er sannastur ættjarðarvinur og þjóð sinni þarfastur, sem best vinnur að þvi, að efla rjettlæti, sann- girni og mannúð í landinu. Þetta skilst mjer vera þýðing þess, að Alþingi er sett með guðsþjónustu. Þingsetningar-athöfnin hefst hjer í kirkjunni með því að ákalla hann, sem er konungur konunganna og faðir þjóðanna. — I því felst fögur og rjettmæt viðurkenning þess, að honum eigi allir að Iúta, æðri sem lægri, að vilji hans eigi að vera ráð-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.