Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 3
BJARMI
51
andi í löggjöf þjóðarinnar og stjórn,
og að honum eigi allir að gera
reikningsskap ráðsmensku sinnar.
En í því felst líka játning þeirrar
trúar, að honum sje ant um velferð
þjóðarinnar, og að hann vilji leið-
beina og hjálpa hverjum þeim, sem
vill af einlægni þjóna þjóð sinni í
trausti til hans og hlýðni við vilja hans.
Löggjafarstarfið er þýðingarmikið
starf. það hefir afarmikla þýðingu
fyrir velferð barna þjóðarinnar, að
lög hennar sjeu viturleg og rjettlát.
Fyrirmæli laganna snerta að ein-
hverju leyti hvern einstakling þjóðar-
innar; því þau ákveða bæði skyldur
haus viö þjóðfjelagið og rjettindi
hans. Þess vegna þurfa lögin að vera
rjettlát, þannig að einstaklingunum
sje gefinn kostur á að njóta sín sem
best í lífsbaráttu sinni, og að sam-
eiginlegar byrðar komi sem sann-
gjarnast niður á þeim hverjum og
einum. Og það verður að sama
skapi sem hugsjón Guðsríkis er vak-
andi fyrir löggjöfunum. Andi Drott-
ins á að ríkja, engu siður í þingsöl-
unum en í kirkjunni. Hann á að
móta umræðurnar á þingfundum og
störf þingmanna milli þingfunda. Þá
hugsa þeir ekki fyrst og fremst um
eigin hagsmuni eða að efla velgengni
einhverrar einnar stjettar manna á
kostnað annara; heldur bera þeir
velferð allra jafnt fyrir brjósti og
setja þau lög, sem eftir bestu vitund
þeirra megi helst efla velfarnan ger-
vallrar þjóðarinnar.
Þá verða þeir þjóð sinni að blessun.
Þá rætast á þeim hin fornu orð Jesaja
spámanns (32, 1—2): »Þegar kon-
ungurinn rikir með rjettlæti og höfð-
ingjarnir stjórna með rjettvísi, þá
verður hver þeirra sem hlje fyrir
vindi og skjól fyrir skúrum, sem
vatnslækir í öræfum, sem skuggi af
stórum hamri í vatnslausu landi«.
Af öllu hjarta vil jeg biðja algóðan
Guð um það, — og undir þá bæn
veit jeg að margir taka, — að störf
þessa þings, sem nú er saman komið,
megi verða til gæfu og blessunar
fyrir þjóðina okkar í öllum greinum.
Og þá get jeg einskis betra árnað
ykkur, háttvirtu alþingismenn, en
þess, að andi Drottins megi stjórna
ykkur hverjum og einum, og leið-
beina í öllum störfum ykkar, — að
þið megið allir bera gæfu til þess.
að leita i öllum störfum ykkar ríkis
Guðs og rjettlætis hans, eftir fyrir-
mynd og kenningu Droltins Jesú
Krists.
Þá mun ykkur líka fyr eða síðar
veitast það, sem þið allir þráið, og
er hverjum góðum manni eftirsóknar-
vert og dýrmætt hnoss: virðing og
þakklæti landsins barna fyrir vel
unnið verk. — Viðurkenningin kemur
að vísu ekki altaf undir eins. Menn
hafa oft barist fyrir góðu málefni, í
óþökk annara, og orðið að þola
misskilning og ofsóknir fyrir það, að
þeir lögðu sig fram til þess að efla
málstað rjettlætisins og sannleikans.
En minnist þá þess, að frelsarinn
sagði: »Sælir eru þeir, sem ofsóttir
verða fyrir rjettlætis sakir, því að
þeirra er himnaríkia (Matt. 5, 10).
Velþóknun Guðs og blessun er yfir
hverjum þeim, sem lætur ekki
hræðslu við menn aftra sjer frá þvf,
að breyta eftir því ljósi sannleikans,
sem í honum býr. Og rjettlætið og
sannleikurinn sigrar altaf að lokum.
Fyr eða siðar verður alt gott og ein-
lægt starf viðurkent.
Íslenska þjóðin geymir í þakklátri
minningu nöfn margra góðra drengja,
setn þjónuðu henni með trúmensku
og unnu henni gagn. Guð gefi ykkur
öllum, háttvirtu alþingismenn, náð til
þess, að vera í þeim hópi. — Amen,