Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 8
56 BJARMI Vegna veikindanna gálu veiðimenn ekki íarið til veiða og fór fólkið þá á mis við flest fyrst i stað, enda full- komin neyð sumstaðar, sjerstaklega meðal fólksins hjá Steward-höfða. Við höfum öll ástæðu til þess að vera þakklát fatagjöfunum, sem íbú- arnir á Ísafirðí á íslandi gáfu okkur á norðurleið, því mörgum kom þetta nú í góðar þarfir. Nýlendufólkið segir sjálft: »Ef íslendingar hefðu ekki gefið okkur þessa hluti, þá hefðum við orðið illa úti vegna fataskorts«. Veikindin og alt, sem þeim fylgdu, þrengdi vissulega mjög hart að fólki. Hjá Steward-höfða varð fólkið jafn- vel að leggja sjer gömul tjaldaskinn til munns, og þó veiðimönnum sje sárt til hunda sinna og vilji ekki missa þá fyrir nokkurn mun, þá vissi jeg þó um einn veiðimann, sem varð að slátra tveimur hundum til þess að seðja hungur barnanna sinna. — Einn nýlendumanna frá Tobin-höfða sagði mjer, að hann hefði orðið að nærast á soranum frá grútartýrunni sinni svo dægrum skifti. En nú er þetta liðin tíð, því skap- arinn hefir úthelt gjöfum sínum yfir þetta land. Þjáningarnar eru um garð gengnar og nú vegnar nýlendufólk- inu vel. Hvernig framtíðin verður, getur enginn um sagt. Þótt veikindin hafi valdið miklum þjáningum meðan þau dundu yfir, þá hefir þrengingartíminn reynst mörg- um annan veg en eintómar hörm- ungar. Jeg hefi orðið þessa var hjá fólkinu í heimsóknum mínum, og i samtali við það hefir mjer orðið það ljóst, að þjáningarnar hafa verið verkfæri i hendi Guðs til þess að benda fólkinu á að treysta á hann og án hans getum við svo óendan- lega litið. Jeg hefi orðið þess var alt fram á þennan dag, að fólkinu hefir ekki gleymst þessi reynsla, heldur heldur hún vakandi og styrkir trú og kristilega breytni fólksins. Jeg lýk svo þessum línum og þakka trúboðsfjelaginu einu sinni enn fyrir jólagjafirnar og jeg bið velvirðingar á því, að jeg verð stundum að fara bónarveg að fjelaginu. Kærar kveð- jur frá konu minni og mjer. Guð blessi trúboðsfjelagið. Yðar einlægur Seier Abelsen. Nokkrir vinir Bjarma í Rvlk hafa aukið svo kaupendatölu blaðsins í pessum mánuði að útgef. sjer sjer fært að fjölga tölublöðum blaðsins m. k. um þetta tölublaö. Njóta allir kaupendur blaðsins gott af áhuga þeirra, því nú verða tölublöðin m. k. 33 þ. á. Vilji ein- hverjir aðrir vinir blaðsins bæta enn við 30 kaupendum bráðlega, bætist 34. blaðiö við. Rannig ætti að halda áfram uns Bjarmi er orðinn vikublað. — Hitt má búast við að ýmsum þyki varasamt að hækka svo verð blaðsins, t. d. í 8 kr., að sú verðhækkun beri viðbótina, 19 tölubl. Væri samt fróðlegl að heyra álit útsölu- manna blaðsins á þvi máli að þvi er næsta árg. snerti, því án þeirra meðmæla verður verðið ekki hækkað. Auðvitað væri það harla ódýrt að fá 52 tölubl. eða heilan árgang, með 416 bls. i Bjarmabroti, fyrir átta krónur. — En hitt væri alls vegna miklu skemtilegra að fjölga skilvisum kaupendum um 600 og láta svo 52 tölubl. fyrir 5 kr. — Jeg sagði »skilvísum«, því að við síðustu áramót varð að strika út um 50 kaupendur, er skulduðu blaðinu alls yfir 700 kr. Sra Jón Porsteinsson á Möðru- völlum heflr fengið lausn frá prestskap frá næstu fardögum. Fjórir guðfræðingar liafa ný- verið tekið embættispróf frá háskólanum: Björn Magnússon, piófasts á Prestsbakka, Helgi Konráðsson frá Syðra-Yatni í Skaga- firði, Jón Pjetursson, fyrv. prests á Kálfa- fellsstað, og Sigurður Stefánsson úr Rvík. Útgefandi: Sigurbjörn Á. Gfslason. Prentsmiðjan Guteuberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.