Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 3
BJARMI 91 öruggir þess að Drottinn annast jafnt hjúkrunarliðið sem framherja, — og á litlu stendur hvort nöfn vor kom- ast í veraldarsögu eða ekki, aðalat- riðið hitt, að nöfn vor sjeu í lífsins- bók. Innan stundar er mitt jarðlíf horfið, — innan stundar blasir eilífðin við. Kviðalaus fer jeg yfir landamæiin i trausti þínu, Jesú minn, — og þó er eitt sem kvíða veldur, ef jeg skyldi þar hitta nokkurn, sem ástæðu hefði til að segja við mig: »þú vanræktir að leiðbeina mjer, vanræktir að binda um sár sálar minnar, og því er mjer nú ofraun að líta ljóssins sali«. Ó, lát þá hugsun hrekja burt hálfvelgju en glæða sanna auðmýkt. Bænheyr það mikli Drottinn lífs og dauða. — Amen. Barnahjálpin. Erindi flutt í Frikirkjunni í Reykjavík 19. okt. 1927, isambandi við sóknarnefnda- fundinn — af sra Guðmundi Einarssyni á Pingvöllum. Niðurl. Þetta, að vekja þjóðina til með- vitundar um, að það sje ekki nóg að veita börnum hennar fæði og klæði, er því eitt af aðal-tilgangi vorum, því sálin er meira virði en líkaminn, og þroskun hinnar sönnu manndómstignar engu þýðingar- minni en þroskun líkamans, sem vjer þó öll játum að sje mjög nauð- synleg. Jeg skal fúslega játa það, að jeg vænti engrar fullkominnar þjóðar, þótt vjer öll sameinuðumst nú um, að ala börn vor upp í þessum anda, og legðum fram krafta vora til þess, en jeg held að við mundum samt ala upp betri þjóð en við erum sjálf, og þjóð vor kæmist á framfara og þroska braut, í stað þess að nú öl- um vjer upp kynslóð, sem verður oss í engu betri eða andlega þrosk- aðri. Má vera að hún verði oss fremri í að affa fjár og notfæra sjer hin ýmsu öfl náttúrunnar og þekk- ingu vísindanna, en þó ekki fremri í sannri manndómstign og andans göfgi, ekkert betur hæf fyrir eilifðina og ekkert þolnari í þrautum og strfði. En þið vitið máske ekki vel hvað jeg meina með þessu: að vera þol- inn í þrautnm og stríði, sem sönnun fyrir andans göfgi og þvi, að vera vel hæfur fyrir eilífðarheimana. Þess vegna skal jeg segja ykkur frá ung- um dreng, sem var svo skýrt dæmi um þetta. Hann hjet Knútur ívars- son og var norskur að ætt, en for- eldrar hans bjuggu í Chicago, sem þá var að eins lítið þorp, þegar saga þessi gerðist 9. ágúst 1854. Undir kvöld þann dag fór hann kálur og glaður að leita að kúnum, því veður var golt og leiðin kunn. Eftir stundarkorn kom hann að lítilli á, þar höfðu nokkrir dreng- ir safnast saman, þeir voru orðnir hálfvaxnir flestir þeirra, en höfðu ekkert að starfa og lentu því athafnir þeirra í því að gera ýms strákapör, og jafnvel voru stórglæpir þeim ekki ókuunir. Þegar þeir sáu Knút litla komu þeir til hans og vildu fá hann til þess að læðast inn í aldingarð manns nokkurs, er þar bjó nærri og hjet Elton, til þess að stela eplum handa þeim. »Nei«, sagði Knútur hiklaust; »jeg get alls ekki stolið«. »En þú verður að gera það«, sögðu þeir ógnandi. Meira að segja, þeir hótuðu að kæfa hann, ef hann ekki gerði það, því þeir voru vanir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.