Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 4
92 B JARMI að hræða litla drengi til þess að ræna ávöxtum fyrir sig, vissu að eftir þeim mundi síður verða telúð. Þrátt fyrir ógnun þeirra ljet Knútur engan bilbug finna á sjer, svo strák- arnir rjeðust loks á hann, drógu hann að ánni, og þrált fyrir hljóð hans og baráttu steyptu þeir honum út í ána. En þótt hetjan litla væri nærri köfnuð, er þeir drógu hann upp úr ánni aftur, þá var ekki að tala um að hann vildi fara að óskum þeirra, | hann vissi að boð Guðs var þetta: »Þú átt pkki að stela« — en Guðs lög hafði hann gert að sínu eigin lögmáli, svo engar formælingar, hót- anir eða grimd stóru strákanna, gat komið honum til þess að láta undan og framkvæma þjófnaðinn. Aftur stungu þeir honum niður í ána og enn heyrðist skýrt af vörum Knúts: »Nei, nei« — um leið og höf- uðið hvarf undir yfirborð vatnsins, þar hjeldu þeir honum þrátt fyrir hljóð hans og umbrot, því þeir ætl- uðu að neyða harin til þess aö hlýða sjer, en engan bar þar að, til þess að hjálpa honum. Brátt urðu hljóð hans veikari og veikari, baráttan minni og minni — drengurinn var drukknaður. — Hann gat dáið, en hann gat ekki stolið. Frásagan um hetjudauða þessa litla drengs, um siðferðisþroska hans og hina sönnu andans tign, barst á skömmum tíma um öll nálæg hjeruð; fagurt minnismerki ljetu auðmenn reisa honum, og með tárvota brá sögðu margir, er þeir heyrðu sögu þessa: »Lof sje Guði fyrir þennan dreng«. — Og mörg móðirin hefir óskað og beðið alt til þessa dags: »Jeg vildi óska að drengurinn minn gæti líkst honum«. Því það er og verður æfinlega takmarkið með oss mennina, að sál vor og hjarta geti náð fullum þroska í sannri mann- dómstign, geti borið þjáningar og of- sóknir, hatur, fyrirlitningu og smán, án þess að bugast eða víkja af vegi sannieika og rjetflætis, geta reynst sjálfum sjer trúr til dauðans. Og það eru einmitt svona drengir, sem vjer óskum að geta alið upp, því um þá vitum vjer, að þeir munu verða landi og þjóð til blessunar, munu móta hugsjónir framtíðar sinnar, munu lyfta þeim byrðum, sem urðu oss of þungar. En vjer vitum að það eru margir drengir og margar stúlkur í landi voru, og fer sifelt fjölgandi, sem ekki fá það uppeldi, sem með þarf, til þess að þau geti náð þessum þroska, og hina eldri greinir á um það, hver leið sje heppilegust til þess. Jafnvel uppeldisfræöingar vorra tíma geta engin föst lögmál gefið, sem duga, og jeg veit ekki um neinn veg til þess, nema hægt sje að opna sál- irnar fyrir æðra krafti, hægt sje að fá björtu hinna ungu til þess að elska frelsarann Jesúm Krist, og laga líf sitt eftir hans hugsjónum og hans vilja. En það geta þau ekki, nema hinir eldri sýni þeim með sinni eigin breytni, orðum og athöfnum, að þeir vilji og þrái að gera Guðs vilja, og að kærleikurinn er göfgasta aflið i mannheimi, sem öllum ber að ná fullum þroska í. Með því að sýna þeim að vjer berum umhyggju fyrir framtíðar-velferð þeirra og látum oss ant um þau, ekki með orðum að eins, heldur sýnum þaö fyrst og fremst í verkum, í daglegri breytni vorri og með starfi þeim til blessunar. Það er ekki hægt að vænta þess, að börn t. d., sem fara á mis við alla kærleikshlýju, ekki fá einu sinni nóg að borða og enginn hugsar um, eins og er um mörg börn í þessum bæ, og sennilega öllum bæjum heims, að þau verði fylt himneskum kær-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.