Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 07.04.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 93 leika til mannanna, er þau þroskast og verða fulltíða menn. Jeg efast ekki um, að vjer finnutn öll sárt til þess, að vjer, sem þó höf- um notið góðs uppeldis góðra for- eldra, erum langt frá þvi takmarki, sem Guð vill og ætlast til að maður- inn nái, vjer hugsum ekki eingöngu gott, mörg verk vor eru alt annað en kærleiksverk, og gáleysi vort í orðum veldur oss sjálfum daglegs sársauka, og vjer álítum víst öll, eða flest af oss, að uppeldi barna hafi ekki batnað yfirleitt síðasta aldar- fjórðung, hvernig mun þá fara um þjóð vora á komandi tímum? Hvern- ig munu æfikjör barna vorra og barnabarna verða, ef ekki verður neitt aðgert? Jeg veit reyndar að þeir menn eru til, sem álíta að það sje best að venja börnin nógu snemma við hið lága og ljóta, svo þau verði nógu harðgerð og kærulaus þegar út í lifið kemur, en hve vanskapaðar og kærleikslitlar hljóta ekki þær sálir að verða, og hvort mun það hugs- anlegt að þær geti oiðið nothæfar I eillfðatinnar heim, þar sem kærleik- urinn er eina og æðsta lögmálið, kærleikur sem getur fundið til sárs- auka engu síður en gleði, kærleikur, sem elskar alt, sem Guð hefir gert og lætur sjer ant um? Vjer þurfum með einhverjum ráð- um að veita svo miklum kærleika inn í líf bvers einasta barns á landi hjer, að þau geti orðið þroskuð I honum, að þau geli elskað alt hið góða og barist gegn öllu illu, að þau geti náð sannri manndómstign. Ef það tækist, þá yrði gott að lifa á Is- landi, þá mundi öfund og tortryggni hverfa, þá mundi dýrkun auðs og valda hælta, og landsins börn lúta Guði einum, föður Drotlins vors Jesú Krists. Að vísu ber jeg engan veginn þær tálvonir í brjósli, að hvert einasta barn, sem komið yrði á góð heimili i sveitum eða barnaheimili, næði þess- um þroska, sem vjer óskum, heldur mörg þeirra, og það einkum þau, sem annars mundu fara á mis við það dýpsta og besta sem lífið veitir, kær- leiksþroskunina í Kristi; eða svohefir reynsla annara þjóða veriö, og gæti jeg nefnt þess mörg dæmi, vil þó að eins segja frá einum dreng, sem aldrei komst þó á slíkt heimili, held- ur að eins á laun i sunnudagaskóla þar sem hann fyrst heyrði um Krist og að eins þar. Maður nokkur var á gangi í einni af stórborgunum til þess að skygnast eftir þeim, er þyrftu hjálpar við. — Hann kom að gömlu og hrörlegu húsi, sem virtist vera alveg mann- laust. Hann sá stiga sem lá upp á »hanabjálkaloft«, og hjelt að verið gæti að eitthvert húsdýr gæti máske verið þar bjargarlaust, klifraði því upp stigann og við skímu frá ofurlitlum glugga, sjer hann þar allskonar skran og ónýtt rusl og innan um það lá drengur, hjer um bil 10 ára gamall, og við hann átti hann þetta samtal: »Hvað ertu að gera hjer, drengur minn?« — »Uss, segðu engum frá injer?« — Hvað ertu að gera þarna?« — »Jeg er að fela mig, en þú mátt enguin segja frá því«. — »Fyrir hverj- um ertu að fela þig? — »Góði, segðu engum frá mjer«. — »Hvar er móðir þín?« —»Mamma er dáin«.— »Hvar er faðir dinn?« — »Uss, þú mátt ekki segja honum frá mjer. Sjáðu hjerna«. Hann velti sjer á grúfu og gegn um skyrturæfilinn, sem hann var í, sá inaðurinn að alt bakið var blóði- stokkið og eitt opið sár eftir högg. »Hvað er þetta barnið mitt, hver barði þig svona?« — »Pabbi gerði það, herra minn«. — »Hvers vegna barði pabbi þinn þig svona?« —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.