Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 3
B J A R M I
167
það, sem Guð hefir skapað, er gott.
Það er ekki notkunio, heldur van-
brúkun, sem óhamingju veldur.
Faðir minn óskaði þess, skömmu
fyrir dauða sinn, að jeg keypti hús
og tæki við dálitlu fje, til þess að
lifa á, þegar jeg yrði gamall. — Jeg
sagðist ekki verða gamall, svo jeg
þyrfti engan »ellistyrk«.
Samt arfleiddi hann mig að helm-
ing eigna sinna. Bróðir minn hefir
tekið við jarðeignunum, en pening-
arnir eru í sparisjóð, nema það sem
fór fyrir húsið. Jeg hefi ákveðið í
erfðaskrá minni, að eigum mínum
verði varið sumpart til kristniboðs í
Tibet og Himalaya-hjeruðum, og
sumpart til að menta fátæk börn og
veita verðlaun fyrir biblíukunnáttu.
Jeg hefi aldrei beðið neinn um fje,
en fjeð hefir komið, og komið að
góðu haldi, einkum er veikindin
ásóttu mig. — En jeg er viss um,
að þótt jeg hefði ekki fengið pen-
inga, hefði góður Guð á hæðum sjeð
um mig. — Lærisveinarnir fengu
enga peninga í fyrstu, en þegar þeir
höfðu reynt að Guð sá fyrir þeim,
fengu þeir leyfi til að hafa fje með
höndum. Svipuð hefir reynsla mín
verið. Jeg leið engan skort, þótt jeg
ætti lengi ekkert fje.
Heilsan er biluð, svo að jeg á
stundum jafnvel erfitt með að fara
hjerna niður í þorpið, til að vitna
um Krist, hvað þá lengra. I þess stað
verð jeg að nota þá litlu krafta, sem
eftir eru, til að skrifa bækur. Mjer
kom ekki til hugar í fyrstu, að það
yrði gróðavegur, en nú fer það fje,
sem útgefendur greiða mjer, til efl-
ingar Guðs ríkis« — — —
Sundar Singh er ekki fullra 40 ára,
en er þó farinn að verða gráhærður
og sköllóttur. í 23 ár hefir hann
starfað að trúboði, ferðast mikið og
þolað margt. »En það er betra að
brenna fljótt«, segir hann, »og bræða
marga, en brenna hægt og bræða
engana.
Hjartað er bilað og augun, en
framkoma hans öll ber vott um
sama sálarfrið og áður.
Iðjuleysi á ekki við hann, og
þegar Drottinn gefur honum dýrð-
legar stundir við bæn og íhugun, þá
finst honum hann mega til að fara
eitthvað og segja öðrum frá, þótt
dauðveikur sje stundum.
Hann fer stutta prjedikunarferð,
2 eða 3 daga, í hverjum mánuði, en
þess utan er hann önnum kafinn
við bænahöld, ritstörf og brjefa-
skriftir. Hann fær alls konar brjef-
legar fyrirspurnir um trúmál úr
mörgum löndum heims, og svarar
þeim öllum tafarlaust.
Fjölda margir heimsækja hann, og
hann hlustar þolinmóður á gestina.
Einhverju sinni kom til hans kunnur
ræðumaður, áhangandi indversks
sjerflokks er »Arya Samaj« nefnist.
Erindið var að hefja kappræðu um
trúmál, og komu nokkrir vinir hans
með honum, sem áttu að vera til
vitnis um »ófarir« Sundar Singh’s,
Komumaður flutti langa ræðu, og
þar eð Sundar Singh greip ekki
fram í, taldi hann sjer sigurinn vísan.
Þegar hann loks þagnaði, sagði
Sundar Singh góðlátlega: »Jeg er
líklega ekki fær um að rökræða við
þig í kappræðu, en jeg get sagt þjer
frá hvað jeg hefi reynt«.
Svo sagði hann honum í fám orð-
um frá afturhvarfi sfnu og ýmiskonar
bænheyrslu síðar. — Ymsir viðstaddir
gátu sannað það mál með honum,
og endirinn varð sá, að kappræðu-
maðurinn gekk þegjandi á brott, í
mikilli geðshræringu.
Ekki virtist Sundar Singh taka
sjer nærri árásir rómversk-kaþólskra