Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 4
168 B J A R M I manna. Honum skilst það, að of-trú þeirra á kirkju þeirra glepur þeim sýn, svo að þeir vilja ekki trúa að nokkur geti lifað sönnu trúarlífi utan kaþólsku kirkjunnar. — Og eins sje við því að búast að »módernistar« eða svæsnir nýguðfræðingar vefengi frá- sögur hans, úr því að þeir hafna kraftaverkasögum biblíunnar. — En vænt þykir honum þó um hvað pró- fessor Heiler, og margir aðrir Norður- álfumenn, hafa tekið drengilega mál- stað hans, »Jeg hefi verið spurður«, segir dr. Áppasamy, »hvort Sundar Singh sje alveg óbreyttur í trúarlegu tilliti, frá því hann ferðaðist um Norðurálfuna. — Sje þar nokkur breyting á, þá er hún sú, að hann dvelur enn nieira en áður við lífið í öðrum heimi. Hann finnur að dagarnir fækka óð- um hjer á jörðu, og fer sem Páli postula, að hann fagnar því að los- ast úr jarðnesku tjaldbúðinni og fá að vera alveg með Kristi, en feginn vill hann vinna meðan dagur er«. Gyðingaland hefir tekið miklum stakkaskiftum síðan pað losnaði úr klóm Tyrkja. Akuryrkju og iðnaði hefir fleygt fram, og aðfluttir Gyðingar hafa flutt stórfje með sjer til allskonar fram- kvæmda. Árið 1925 fluttust inn í landið yfir 33 þúsundir Gyðinga; en Múhameds- trúarmönnum af arahiskum ættum, er fyrir voru, var ekki rótt í skapi. Höföu þeir áður ráðið þar einir öllu og vildu ekki vikja, og hjetu svo á trúbræður sína í nágrannalöndum að hagnýta sjer gæði landsins. Innflytjendur ekiftust svo í trúarlegu tilliti: Árin 1922—1927 63893 Gyðinsiar, 57600 Múhamedstrúarmenn og 3815 kristnir menn. — í árslok 1927 voru um 649 þús. Múhumedstrúarmenn af íbúum landsins, 79 þús. kristnir og 148 þús. Gyðingar. — En síðan hafa fleiri farið en komið, og þó einkum Arabar, er þykjast ekki njóta sin fyrir Gyðingum. Frá Ungverjalandi. Dr. Roland Hegedus, fyrv. fjár- málaráðherra Ungverjalands, hefir tekið mikilli andlegri breytingu fyrir nokkru. Hann var að missa heilsu og lá lengi í sjúkrahúsi. Hjúkrunar- konan færði honum biblíu, en hann varpaði bókinni gramur út í horn og kvaðst ekki lesa »skröksögur Gyðinga«. Hjúkrunarkonan ljet samt biblíuna vera i herberginu, og nokkru siðar fór hann að lesa hana. Sá lestur gerbreytti öllu lífi hans. Hann fjekk aftur heilsuna, og hefir nú um hríð ferðast um Ungverjaland til að prje- dika, og þúsundir hlusta á hann. Honum er ljúfast að tala um þá breytingu, er verði á mannsbjartanu er Kristur fær að tala við einstakl- inginn í orði sínu. Fyrir skömmu flutti hann ræðu í þjettskipuðum samkomusal »skotsku missiónarinnar« í Búdapest. Hjer er ofurlítið ágrip af orðum hans, sem gagntóku alla, því að dr. Hegedus er meðal kunnustu mælskumanna þjóðar sinnar. Texti hans var Jóh. 7 : 37. Jesús stóð og kallaði: »Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til min og drekki«. Dr. Hegedus sagðist vera vanur að tala um, hvað sjer hefði veitst við biblíulestur. Sú gjöf hefði verið á þann veg, að hann hefði sjeð og reynt, að ekki væri unt að gera of mikið úr gildi Guðs orðs. Biblían hefði leitt hann til Guðs. »Frá alda öðli hefir mannleg sál spurt um: Hvernig er unt að finna Guð? Hvernig er unt að komast í nána sameiningu við alheims and- ann, hjarta tilverunnar? — Biblian svarar þeirri spurningu fyllilega, að minu áliti. Þar birtir Jesús Kristur Guð. Satt er það að vísu, sem sagt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.