Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 8
172 B J AR M1 Hinn almenni fundur presta og sóknarnefnda verður haldinn 15 -17. oklóber n. k„ og helst með guösþjónustu og altarisgöngu i dómkirkiunni í Reykjavik kl. 1 e. h, þriðjudaginn 15. október. Dagskrain er ekki fullsmíðuð, en óhætt að segja, að hún verður margbreytt. — Allir Reyk javikur prestai nir flytja erindi, síra Árm Sigurðssou talar um lif og lífs- skoðanir, sira Bjarni Jónsson um Olfert Ricard, og síra Friðrik Hallgrímsson um kirkjusiði. — Síra Eirikur Albertsson á Hesti hefur umræður um kristindóm og bókmentirnar, og fr. Halldóra Bjarna- dóttir, ritstj. »Hlínar«, um samvinnu heimila og skóla. Verður öllum. barna- kennurum, sem til næst, boðið að taka þátt í þeim uinræðum og ekki óliklegt að þær snúist talsvert um kristindóras- fræðsluna. Væntanlega verða sagðar minningar frá lútherska þinginu, erindi flutt um kristniboð og nýjustu guðfræðistefnuna þýsku, sem kend er við Barth, prófessor í Miinster. í tundarbyrjun verður kosin nefnd leikmanna og presta, til að íhuga áskor- anir prestastefnunnar til kirkjumala- nefndarinnar, og þeirri nefnd ætlað að sjá um næg umtalsefni síðasta fundar- daginn. Atkvæðisbærir fundarmenn verða eins og fyrri: prestar, safnaðarfulltrúar, sóknarnefndamenn, kirkjuorganleikarar, meöhiálparar og 2 kosnir fulltrúar frá kristilegum fjelögum og kvenfjelögum, er árlega styrkja kirkju sína. Ekkert sjerstakt fundarboð verður sent söfnuðuin nje fyrtöldum fjelögum, en ætlast er til að prestarnir, og aórir lesendur Bjarma, veki eftirtekt á þessu og brýni tyrir hlutaðeigendum, sem ferð eiga til Reykjavlkur í október, að reyna að sameina förina við fundinn. Það eru svo mörg veður í lofti nú á kirkjumálasviðinu, að full ástæða er til að vera vakandi og láta trúmálin til sln taka. Reynslan hefir og sýnt að þessir fundir eru vel fallnir til sóknar og varnar í því tilliti. Veggalmanök með litprentuðum biblíumyndum og bibliuorðum, á norsku, hvern dag, heflr Bjarmi á boðstólum fyrir næsta ár. — Pau kosta 2 kr. — En verða gefin nýjum kaupendum að þessum árgangí, sem nú er meira en hálfnaður. Ættu vinir blaðsins að hagnýta sjer þetta tiiboð og skrifa eftir fáeinum almauökum til að seíja eða gefa. Pau eru ekki nema um 200 eint. til, svo að best er að hraða sjer. — Þeir, sem safna nýjum áskrifend- um að Bjarma, geta fengið krónuvirði í góðum bókum fyrir hvern, sem þeir skila ársgjaldi frá. í næsta blaði verða þær bækur taldar, sem velja má um. Aðalfundur Sambands Kristni boðsfjelaganna verður haidinn í Reykjavík 26. og 27. þ. m. — Hann hefst raeð guðsþjónustu í dóm- kirkjunni fim udagskvöldið 26. þ. m., þar sem síra Friðrik Hallgrimsson prjedikar. Daginn eftir hetjast umræður kl. 1 e. h. um fji-lagslögin og framtíðarstarfið. Ungfiú Margrjet Sveinsson, kristniboði frá Indlandi, verður á fundinum og ætlar að flytja erindi. Rjett til fundarsóknar hafa rneðlimir Krisiniboðsfjelaga og aðrir þeir, sem 2 undanfarin ár hafa gefið til kristniboðs- ins, en ei u þar búsettir, sem ekkert kristníboðsfjelag er. Atkvæðisrjett hefir íjelagxstjórnm, og kosnir fulltrúar, einn fyrir hveija 20 meðlimi, og 2 frá úverju öðru tjelagi, er knstniboðið stjTður, þótt ekki sje beinlinis i Sambandi.nu. Par sem þetta er lyrsti aðalfundur og grundvöli á að leggja að þýðingarmiklu framtíðarstarfi íslenskrar kristni, er harla nauðsynlegt að vinir kristniboðs geri meira en sækja fundinn, þeir þurfa að biöja íyrir honum og leiðtogum Ijelags- skaparins aó alt snúist til blessunar. Sira Kristinn Ólafsson, forseti isl. lútherska kirkjufjelagsins vestra, og trú hans, hafa dvalið hjerlendis rúman mánaðartíma. Hann mun ekki hafa prje- dikað nema á Hálsi í Fnjóskadal og i Reykjavik, — var ekki beðinn um það viðar, þótt undarlegt sje. — Samkvæmt alyktun síða>tu safnaóarfundar í dóm- kirkjunni bauð sóknarnefndin í Rvík þeim hjónum í bifreiðarför til Fljots- hlíðar. — Væntanlega getur Bjarnri flutt grein frá sira K. Ó. i næsta blaði. R i t s t j. B j a r m a og k o n a h a n s fóru i sl. ágústmán. til Norðurlands og flnttu kristileg erindi á Sauðárkrók, Siglufiröi og Akureyri. Margrjet Sveinsson kristniboði, varð þeim samferða suður, í bifreið frá Akureyri. — Ferðaminningar birtast i næstu blöðum. Sagan. Að ósk margra kaupenda Bjarma verður aftur farið að flytja sögur i blaðinu að staðaldri. Tekur það að vísu rúm frá löngum ræðum og rilgerðum, eða útilokar þær alveg; en gerir blaðið aðgengilegra unglingum og öðrum, sem »þola ekki megna fæðu«. Grjalir. t Jólakveðjnsjóð 50 kr. (afh. af síra Jóh. Briem, Melstað). — Prests- launasjóð Strandarkirkju 5 kr. (G. Bóas- son, Rí.). — Til Etliheinulisins (áheit) 10 kr. — Þegar bifreiðin var nærri hröpuð í gljúfrin, 10 kr. (»velkomin heim«). Útgefandi: Sigurbjörn Á. Gíslasou. Prentsmiöjan Gulenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.