Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 5
B J A R M I 169 er, að biblíulausir menn geta haft hugboð og dálitla þekkingu um Guð. En sú guðsþekking, er trúræknir spekingar margra kynslóða og alda, geta eignast við ihugun eina, er þó rökkri sveipuð, i samanburði við þá skinandi birtu, er veitist 1 biblíunni. Vjer þurfum leiðsögn til að finna Guð, alveg eins og sveitamaður, sem kemur til Búdapest, þarf leiðsögn til að rata um borgina. Þar að auki getur persónuleiki einn leiðbeint öðr- um persónum til Guðs, og það er hið mikla þakkarefni, að í biblíunni er hin dásamlega saga um líf Krists, er hann dvaldi meðal karla og kvenna, er voru lík oss. — Biblían segir oss frá því, sem vjer vissum ekki ella, að Guð er kærleikur og nafn bans er faðir. Ef menn og konur vilja skilja biblíuna eða Guð opinberaðan í Jesú Kristi biblíunnar, þá verðum vjer að opna biblíuna með kærleika í hjarta. Kærleikur einn finnur kær- leika, og Kristur tekur sjer þar bú- stað, sem kærleikur ríkir. Biblían er bók allra þjóða og stjetta, því að kærleikur gerir ekki greinarmun á þjóðerni, stjettum eða flokkum«. — Spyrja mætti bvað hann hefði fundið í bibliunni, er hefði gert hann mótmælendatrúar. — Þár gæti hann nefnt margt. En eitt kvaðst hann vilja leggja áherslu á: hann hefði fundið fyrirhugun Guðs f biblíunni, og það hefði orðið sjer til mikillar hjálpar, stutt að því að gera sig evangeliskan. Sjer væri minuisstætt, sagði hann, að á meðan Bolsjevikka- stjórn var í Búdapest hefði sjer verið varpað í fangelsi og verið dæmdur til dauða. Nóttina fyrir aftökuna kvaðst hann hafa sofið mjög vært, eins og ekkert væri að. Hvers vegna? »Það var trúin, sem studdi mig og veitti mjer jafnaðargeð«, sagði hann. Hvaða ástæðu hefði hann haft til að óttast dauðann? Alt væri í hendi Guðs, og Guð mundi sjá um næsta dag, sem aðra daga. — Jeg trúi for- sjón og fyrirhugun Guðs, og þar er ein orsökin að mótmælendatrú minni. Lif vort er í hendi Guðs. Öll tilveran fer að rjettu lögmáli, og þvi skyldi mannslífið vera þar undan skilið ?« En margt gæti bann fleira nefnt, sem hann hefði fundið í biblíunni. Ef vjer t. d. lesum biblíuna frá upp- hafi til enda með gaumgæfni, sjáum vjer þar ólík þroskastig eða ólik stig andlegrar reynslu. Jarðfræðingar tala um mörg ólik jarðlög hnattarins, og því innar sem kæmi, þvi nær mið- depli, því heitara yrði. Likt væri með bibliuna. Þunga- miðja hennar væri opinberun kær- leika Guðs í Jesú Kristi, og þar væri allra bjartast. Hugsum um kærleika Krists við börnin. í þvf efni er Kristur alveg einstæður meðal trúarleiðtoga mann- kynsins. — Þótt ekkert væri annað, væri það eitt nóg til að gera biblíuna alveg ómetanlega bók. Hún sýnir að hjarta frelsarans var gagntekið af kærleika til barnanna. Hann telur barnslundina fyrirmynd í trúarlegu tilliti. — Það er bersýnilegt, að hver sannur lærisveinn Krists hlýtur að unna börnum. Hann sjer eitthvað af anda Krists og lunderni i augum þeirra. Þegar þú horfir 1 barnsaugu, sjerðu endurspeglun kærleika Guðs. Horfðu í augu barna, og þú færð hvöt og styrk til að breyta svo, að augu sakleysisins geta á það horft«. (Pýtt úr ensku timariti). Við ársfund heimatrúboðsins í Stockholm var frá því skýrt, að árs- útgjöld hefðu orðið 500 púsund kr., en eignir voru utn 2’/» milljón króna. — hramkvæmdastjórinn heitir síra Johnson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.