Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1929, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.10.1929, Blaðsíða 1
XXIII. árg. 15. okt. 1929 24. tbl. Vissa og óvissa. Eftir síra Kristinn K. Ólafsson, Glenboro, Manitoba. 1 mörgu því sem nú er ritað um trúmál, kemur fram mjög ljós þrá eftir vissu, um leið og þar verður vart þungrar undiröldu óvissunnar. Margir þeir, sem hugfangQÍr eru af boðskap nýja testamentisins, eru í vandræðum með að eignast i sálu sinni fullnægjandi vissu um sann- söguleik og gildi hans. Þeir vilja í svo þýðingarmiklu máli krefjast hinn- ar öruggustu vissu, og er það í raun rjettri vel farið, nema svo fari, að menn krefjist vissu sem ekki er fáan- leg — en missi sjóuar á vissu, sem hægt er að ná, og er fullnægjandi grundvöllur til að byggja á í lífinu. Einungis hinir fáu eiga kost á þvi að kynna sjer til hlýtar rannsóknir og niðurstöður fræöimanna, hvað snertir nýja testamentið og sögu þess. Þær rannsóknir hafa sitt mikla gildi, þó að þær niðurstöður, sem þar er komist að, fái oft ekki staðist lengi óbreyttar. En vegna þess hve mjög • þær eru háðar breylingum, vekja þær ósjaldan þá tilfinningu hjá mörgum, sem þeim kynnast, að tæpast sje nokkra vissu að öðlast í þessum efn- um. Ekki síst verður þessa vart þegar i boðskap kennimanna kirkjunnar gætir fremur óvissu en vissu — hins neikvæða, fremur en hins jákvæða. í*á verður óvissu blær oft á öllu lifi kristninnar og kristnihaldi, og í þvi ástandi birtist aldrei þróttmikið kristindómslíf. Þvert á móti hefir öruggleiki viss- unnar ætíð verið einkenni á þrótt- miklu kristindómslífi. Þannig var það i frumkristninni. Gleðirík fullvissa um sannsöguleik og sigurkraft boð- skaparins lýsir út frá lifi og kenn- ingu þeirra, sem þá báru fram erindi kristindómsins. Þannig hefir það verið, og er, hjá þeim, sem mest og best hafa vitnað, og vitna, um kraft kristindómsins. Er þetta einkenni, sem hlýtur að tapast? Þannig virðist vera litið á af mörgum. Þeir eru hikandi f því að bera fram nokkuð, sem þeir játa, en miklu ákveðnari í því, sem þeir neita. Alt verður þokukent og óvíst, og það sem bygt er ofan á slíkan grundvöll, ber ætfð keim sömu óviss- unnar. En sú kirkja og kristni, sem á að geta lifað, verður að bera fram jákvæðan boðskap, með gleðihreim vissunnar. Getur þelta fengist án þess að útiloka sig frá ljósi þeirrar þekk- ingar, sem nútíminn hefir yfir að ráða? Það er sannfæring mikils og vax-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.