Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1929, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.10.1929, Blaðsíða 2
182 B J A K M I andi fjölda hinnar starfandi kristni samtíðar vorrar. Án þess að útiloka sig frá ljósi nökkurrar þekkingar, er henni Ijóst, að engir atburðir eins langt aftur i tíinanum og þeir sögu- legu atburðir, sem liggja til grund- vallar kristindóminum, eru eins vel staðfestir og þeir. Guðspjöllin og rit nýja testamentisins eru vitnisburður þeirra manna og þeirrar kristni, sem innsigluðu vitnisburð sinn meö því, að leggja í sölurnar fyrir hann meira en dæmi eru til. Og með allri virð- ingu fyrir rannsókn og þekkingu, er augljóst að nýja testamentis ritin, eins og þau eru, eru ábyggilegur grundvöllur sögu og boðskapar; að rannsókn varpar yfir þau ljósi meiri skilnings, en skyggir ekki á sann- söguleik þeirra og gildi. — Þessi já- kvæða vissa á biýnt erindi til að styrkja boöskap nútiðar kristninnar. Án hennar vantar allan grundvöll undir boðskap og líf. En þegar ræða er um vissu og óvissu á sviði kristindómsins, ber ekki að gleyma, að gildi kristindóms- ins og sannleikur hvílir ekki ein- vörðungu á sannsöguleik nýja testam. og þeirri staðfestingu, sem hann fær í sögulegri rannsókn, heldur stendur öllum opin leið til að reyna gildi og kraft kristindómsins i nútiðarlífi. sþjer skuluð öðlast kraft« var fyrir- heiti sem fiumkristninni var gefið. Henni . var sýnd leið, sem hún átti að ganga með Guði sínum, fyrir Jesúin Krist. Og henni var heitið nálægð hans og krafti hans anda í lífi sínu, ef hún gengi þá leið. — Enginn öðlast verulega vissu um gildi kristindómsins, nema hann sje fús til þess að prófa hann í lifinu. Og söguleg rannsókn, fráskilin því að leggja út á þá leið, sem kristindóm- urinn bendir, veitir mjög einhliða sjón á þvi, sem kristindómurinn hefir til sins ágætis. Orð og ummæli nýja testam. verða ekki á annan veg skilin en að Kiistur hafi heitið nálægð sinni og áhrifum lærisveinum sínum um allar aldir, eins raunverulega og meðan hann umgekst þá að sýnileg- um návistum. þetta verður ekki reynt nema þannig, að maður í allri auðmýkt vilji hagnýla sjer þær leiðir til þess, sem hann bendir oss á. Vissa frum- kristninnar hvíldi ekki einungis á vissu um, hvað Kristur hafði verið og gert, heldur líka á því, hvað hann var henni áfram, og hvað hún fram- kvæmdi fyrir hans áhrif. t*essi vissa, sem byggist á reynslu, stendur jafnt til boða nú og áöur fyrri. Þegar alt lif kristninnar og kristnihald skoðast i því ljósi, að það eigi að færa kraft Guðs, fyrir Jesúm Kiist, inn i mann- legt líf, til að umbreyta því í sam- ræmi við hans vilja, blasir það við oss í nýju ljósi, sem færir frið og fullvissu. Þannig eignast menn ekki einungis sjálfir fullvissu um gildi kristindómsins, heldur færa menn líka þannig öðrum heim hinn örugg- asla vitnisburð uin kraft fagnaðar- erindisins. Hjá engri þjóð hefir það ef til vill loðað við fremur en hjá oss Islend- ingum, að brjóta megi til mergjar gildi kenningar kristindómsins, með beilabrotum einum saman. Ekki ber að gera lítið úr þýðingu alvarlegrar og djúprar umhugsunar, en á hitt má ekki skyggja, að umhugsun og lff má ekki vera fráskilið hvað öðru. Sá lykillinn, sem hvað helst opnar leið til verulegs skilnings á kristiu- dóminum, er að sækja fram á leið þess lífs, sem krisli dómurinn inn- rætir. þá lýsir hvað öðru, djúptæk umhugsun og persónuleg reynsla. Vakandi kiikja og kristni finnur til þess alstaöar sem heilags hlut-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.