Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1931, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.02.1931, Blaðsíða 3
BJARMI 27 í tíma og ótíma. ii. Ræningjaóeiróir hafa tafió flestu öóru fremur fyrir kristniboðinu hjei' í Teng- chow, eins og reyndar víóast hvar annar- staðar um alt land, en í Honanhjeraói einkanlega. Síðast liðið ár, voru ræningj- arnir svo uppvöóslusamir hjer um slóðir, að af hví bárust símfregnir alla leið til Islands. Sem stendur hafa ræningjarnir fremur hljótt um sig. Mun ba.ð vera af freirri ástæðu, að borist hefir fregn um að hjer- aósstjórnin hafi sent allmikinn liðsafla á hendur heim. Leita nú ræningjaflokkarn- ir sátta við varðlió bæja og þorpa og heita öllu fögru um framtíóina, ■ að því áskildu þó, að þeim sje goldið ærió fje. Jeg er nýkominn heim úr trúboðsferð noróan úr hjeraói. Þar hafa ræningjar mjög látið til sín taka og ráóió lögum og lofum i mörg ár. Þangaó eru rúmlega 40 km. frá Tengchow. Þá leió hefi jeg fariö fjórum sinnum fótgangandi síóan jeg skrii- aði ykkur síðast. Dvaldi jeg þar á annan mánuð ásarnt samverkamönnum sex, í Jang-jing-djæ þorpi, sem kalla mætti á íslensku Jóns- þorp. Lig'gur jiað í útjaðri Ilonan-sljed- lendisins vestarlega. Þjettbýli er þar óvenjulega mikió, enda mikil gróóursæld. En hvergi hefi jeg' þó sjeó meiri fátækt nje lakari siómenningú á ferðalögum ann- arstaóar í hjeraðinu. Og' aldrei á æfinni hefi jeg heyrt Ijótara orðbragð, hjá börn- um jafnt og- fullorónum, nje fólk ver til fara og' ruddalegra í framkomu. Ljó heitir yfirmaður borgarliósins í Jóns- þorpi. Það var sjálfsögð kurteisisskylda að heilsa upp á hann manna fyrstan. Har.n tók mjer afarvel og fór fögrum orðum um starf mitt, bauðst hann jafnvel til að gefa okkur húsnæði ef við vildum setjast þar að og stofna skóla. .Ekki gat hann neitaó sjer um ópíumspípuna á meðan á samtal- inu stóð. Hann er alræmdur ræning'jafor- ingi, en er nú úttaugaður ópíumsnautn- armaður. Ránsferðum er hann hættur að mestu leyti og ræður nú yfir þrettán þorp- um. Nýverió ljet hann reisa minnisvaróa sjálfum sjer til »ævarandi heiðurs«. Þess mun hafa gerst full þörf. Engum sarntíð- armanna hans nje eftirkomenda hefði hug'- kvæmst aó tileinka honum allan þann fjölda frægóarverka, sem nú standa skýru letri skráð á þessum mikla minnisvarða! Er nú eftir að vita hvort má sín meira orðrómurinn eða bautinn. Þi-jár samkomur hjeldum við daglega, enda var aðsóknin óvenjulega mikil til að byrja meö. Seinna breyttum við til: Fór- um fyrri hluta dags til þorpanna hinna í grendinni, töluðum á strætum og' gatna- mótum, seldum biblíurit og útbýttum smáritum. En í Jónsþorpi hjeldum við samkomur í tjaldinu síðari hluta dags og að kvöldinu. Þrjár stundir árdegis veitti jeg nokkrum ungum mönnum tilsögn i kristnum fræðum, en ekki var það fyrir- hafnaidaust, því sárfáir kunnu að lesa. Jang heitir maður einn í Jónsþorpi. Þær spurnir höfóu kristniboðarnir fyrstar af honum, að hann væri ópíumsnautnarnvað- ur mikill og orðinn, af þeirri ástæóu, vesal- menni og blásnauður. En í því áttu þorps- búar flestir skylt við hann. —- Nú eru lið- in tíu ár síóan Jang tók kristna trú. Með mikilli sjálfsafneitun og einbeitni tókst honum að hætta vió aö neyta ópíums. Vakti það nokkra eftirtekt og mörgum var það spurn hvaðan honurn hefði komið slíkur þróttur, og hvaó honum gengi til að láta af fyrri hegðun. Nú er öllum orðið ljóst, að Jang er maóur gjörbreyttur. Hefir hann komist í góð efni og er í miklu áliti. Hann hefir sýnt kristindóm sinn í verki. Þess vegna má búast við varanlegunv árangri af kristniboðsviðleitni okkar í Jang-jing-djæ. Tengchow, 12. jan. 1931. Ólafur Ölafsson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.