Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1931, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.02.1931, Blaðsíða 8
32 B J ARMI Paó er stæróarbók um Björnstjerne Björn- son og ritverk hans. Engberg ei- áhuga- mesti maóur K. F. U. M. hjá Dönum síóan Ricard dó, og snjall rithöfundur. Helligaanden og vor Slœgt (»The Christ of every road«) heitir dönsk þýóing heimsfrægrar bókar eftir Stanley Jones, sem heldur kaus aó halda áfram kristm- boósstarfi og- farandprjedikunum á Ind- landi en taka vió biskupsembætti hjá trú- bræðrum sínum, Metodistum í Bandaríkj- unum. »Kristur á vegum Indlands«, »Kristur vió kringlótta boróió« og »Krist- ur á hverjum vegi«, heita þær á frum- málinu bækurnar þrjár, er vakið hafa eft- irtekt á þessum kristniboóa um allan heim undanfarin ár, og finst mjer vel megi um þær segja: »góó, betri, best«. Mánaóar- blaóió hans, »The Fellowship of the friends of Jesus«, er ekki eins kunnugt, enda aó- allega ætlaó trúhneigðum Indverjum. — En er afar lærdómsríkt fyrir hvern þann er kynnast vill hvernig Indverjar standa nú á vegamótum í trúarlegu tilliti. Fyrir eitthvaó þremur árum fór Stanley Jones fyrirlestraferó um borgir Suón.r- Ameríku og skrifaði ágætlega um trúmál þar syóra. Eru ýmsar endurminningar frá þeirri för í þessari bók, lærdómsríkar fyr- jr hverja áhugalitla þjóó. — Bókin er ágæt, en lesandinn nýtur hennar ekki nema hann sje jafn fús til kyrlátra stunda í dölum auðmýktar, sem gleðisöngva á sig- urhæóum trúarinnar. Kerneord af Olf. Ricard, snyrtileg lítil bók með mörgum gullkornum. Röverli'óvdmgen Raj, eftir B. Nylund, er sönn saga frá Indlandi, og má þar sjá hvernig ljós og myrkur skiftast á við landamæri kristni og heiðni. Raj ræir ingjaforingi var um hríð nokkurs konar Hrói Höttur Suóur-Indverja. Det förjœttede Land og Længslernes Land heita tvær sögur eftir Hilja Haahti er segja frá Gyóingum og flutningi þeirra til Gyðingalands undanfarin ár. Daiíblaðið »Drtísd(>iiei' Nachricliten« getur þess 8. f. mán., að um hrlð hafi verið einir tvoir lúterskir prestar í Hvíta-Rússlandi, en í sept- ember hafi annar þeirra, sra Schwalbe, verið skotinn, sakaður um »pólitískan andróður«, eins °g venja er Bolchevikka, þegar trúmálafrömuðir eru myrtir i Rússlandi, og hinn presturinn hafi verið rekinn úr landi. — I desember f. á. myrtu Bolchevikkar ungan, lútherskan prest, Kaufmarm að nafni, I Norður-Kákasus. Lútherskt kirkjublað þýskra safnaða í Lett- landi Evangel.-lúth.-Kirchenblatt —, sein Bjarma er sent, flytur ýms átakanleg brjef frá evangelisku safnaðarfólki í Rússlandi, sem verið er að reka til Síberíu eða smámyrða úr hungri heima fyrir. —- 17. október liðið haust stóð þar þessi fregn: Blaðið »Reichsbote« skýrir svo frá 10. þ. m. eftir ábyggilegum heimildum frá Len- ingrad: »Prestarnir og safnaðarfólkið, sem varpað var í fangelsi í janúar liðinn vetur, hefir loks hlot- ið dóm eftir 9 mánuði. Prestarnir Hansen og Musz voru dæmdir í tíu ára fangelsi og allar eigur þeirra gjörðar upptækar; frú Hansen, prestskonan, og ein dóttir Freifeldts heitins bisk- ups, hlutu 5 ár, en tvær systur hennar og frú Musz prestskona 3 ár. Safnaðarfólk þessara presta, um 80, hlaut flest þriggja ára fangelsi, en fáeinir þriggja ára útlegð til Austur-Síberiu. Barnaprjcdlkanir eftir hr. Johan Lunde, biskup í Osló — sem getið var i síðasta tbl. Bjarma f. á., bls. 219 -— hafa hlotið hinar allra bestu viðtökur þar í landi. Norsku blöðin flytja hvern ritdómi-nn öðrum betri um þá bók og velja höf- undinum hin lofsamlegustu ummæli, svo sem þessi: »Geti nokkur i þessu landi talað fyrir börnin, þá er það Lunde biskup. Hann er barnavinurinn mikli. Hann skilur börnin, og þau skilja hann. Barnaprjedikanir hans eru framúrskarandi ágæt- ar. I raun og veru prjedikar hann ekki yfir börn- unum. Hann stöðvar þau, brosir til þeirra, klapp- ar á kollinn á þeinr og hjalar við þau. Hann kemur með sögur úr daglega lifinu — lífi barn- anna sjálfra. Hann segir þeim um barnavininn mesta Drottin Jesú'. Og þau hlusta«. »Vafalaust á ekkert land aðrar eins barna- prjedikanir til að bjóða börnum sínum«. Ein af þessum prjedikununr birtist nú hjer i blaðinu: »Farið og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum«, I þýðingu Árna Jdhannssonar. önnur birtist í Ljósberanum, 2. tbl. þ. á. útgefandi: Slgurbjiirn Á. Gíslason. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.