Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1931, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.02.1931, Blaðsíða 4
28 B J A R M I Lindin. 2. ár. 1930. Þaó er góós viti, aó þetta ársrit frá prestafjelagi Vestfiróinga viróist ætla aó halda áfram, skila útgáfukostnaói og flytja ýmislegt gott bæði frá prestum og leikmönnum. Ræóur, greinar, ritdómar og ljóð eru þar nálægt 30, en sumt, því mióur, fremur bragódauft, óákveóió mas um trú- mál. Jólaræóa sra Jóns Ölafssonar í Holti, sem ritió byrjar á, flytur alveg ókristnar únítaraskoóanir á hlutverki Krists. Sra J. Ó. kallar Krist aó vísu frelsara, en seg- ir þó: »Hann kendi mönnunum aó vinna aó því aó frelsa sig sjálfir,. meó j>ví aó hætta aó vilja j>aó sem rangt er og ástunda þaó sem gott er og fagurt«. — Geta allir sjeó að sú staóhæfing kemur hvorki heim vió Nýjatestamentió nje Passíusálmana nje ýmsar ritgeróir í Lindinni. Sra Böóvar á Rafnseyri skrifar ritgevó er hann nefnir: »Hvaó kennir Jesús um framhald lífsins?« Þar segir hann, er har.n hefir talió upp ýms harmkvæli jarólífsins: »Hinn sorglegi sannleiki í öllu þessu er sá, aó mestallar, ef ekki allar þessar þján- ingar, líóur mannkynió sakir heimskunn- ar. Frá hendi Guós er lífió inndælt og fagurt, en heimskan hefir gert þaó aó kvöl fyrir svo sorglega mörgum, ýmist heimska sjálfra vor eða annara«. En slík fullyróing er í meira lagi grunn- færnisleg og raunalegt aó roskinn prest- ur skuli ekki muna eftir aó syndin er þyngsta böl og þjóóamein og aó hún er spilt viljastefna en ekki tóm »heimska«. Gáfur og göfuglyndi fara ekki jafnan saman, heldur ekki heimska og illgirni. Og mjer liggur vió aó segja að það sje hættulegt bæói í trúarlegu og siðferóilegu tilliti aó blanda saman heimsku og synd. Jeg kæri mig ekki um aó telja fleira upp af rangmælum í bókinni, en vil held- ur benda á hitt, sem vel er sagt. — Ræóa Sra Sigtryggs prófasts á Núpi vió minn- ingarhátíóina 1 Dýrafirói lióió sumar er góó hátíóaræða og erindi sra Jónmundar Halldórssonar um »Kraft fagnaóarerind- isins og. kröfur nútímans« er ágætt, eig- inlega þaó besta í bókinni, aó mínum dómi. Hann er ekki hræddur vió aó kalla synd- ina rjettu nafni og segir meóal annars: »Þaó er því fráleit hugsun aó reynandi sje aó vinna:;:) manneskjur nútímans fyr- ir Guós ríki á alt annan hátt en mann- eskjur eldri tíma, og aó fagnaóarerindi Jesú Krists eigi aó tylla sjer á tær vió aldarandann og tískuna, Nei, manneskjur nútímans bera í brjósti sjer alveg sama þvermóóskufulla og óhlýóna leitandi og spyrjandi mannshjartaó og manneskjur eldri tma - - og þeim er engu síóur þörf á syndafyrirgefningu og endurlausn«. Er þaó vel sagt og ekki er áframhaldió lakara; og vert aó eignast ritiö vegna þess- arar ritgeróar einnar, þótt ekki væri meira, Sra Helgi Konráósson skrifar skorin- oróan ritdóm um bók sra Gunnars í Sáui’- ba^ um Jesúm Krist, og þar sem sra H. K. er einn af yngstu prestum landsins, og því enginn »gamal-guófræðingur«, er vel vió eigandi aó birta nokkuð af ritdómin- um í Bjarma. Hann segir: »Sjáió vióurstygó eyóileggingarinnar standa á helgum staó. (Matt. 24, 15.). Þeir sem búa á afskektum stöóum, þekkja fögnuó þess aó fá nýja bók í hend- ur. Maóur tekur á móti henni eins og gesti, sem beióist næturgistingar, og hugsar sjer aó greiða eitthvaö fyrir honum, þegar hann leggur á staó aftur. En ef hann notar kveldstundina til aó ljúga einhverju aó manni, og reynir síóan að stela ein- hverjum dýrmætum hlut, áóur en hann fer, þá má hann þakka fyrir aó sleppa óumtalaó. Mjer fanst sem slíkur gestur hefói kom- ió, er jeg lagói frá mjer aó loknum lestri Frh. á bls. 30. *) f bókinni, bls. 119, stendur minna, en mun vera prentvilla.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.