Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 2
42 BJARMI að persónulegri játningu einstaklinganna, 2. þátturinn er trúarreynsla einstakling- anna, mótuó af sjerstæði hvers einsíaks lærisveins, 3. þátturinn er trúarreynsla hverrar einstakrar kirkjudeildar mótuð af sögu hennar, umhverfi og sjerstæói. Játning kirkjunnar á samkvæmt því aó: 1. Opna fjárhirslur himnaríkis hjer á jörðu til að sýna himnesku kraftana, er skapa trú einstaklinga, eóa aðal hjálp- ræóisstaðhafnirnar, 2. Opna hjörtu trú- aðra til að sýna oss trúarreynslu og trúar- hugsanir þeirra, eða sýna hvernig trúaó- ir menn liöinna alda hafa gjört sjer grein fyrir hjálpræðisstaóhöfnum, 3. Opna hlið frágreindra kirkjudeilda til aó sýna oss hvaó þeim er sameiginlegt og hvað aöai- lega aðgreinir þær hverja frá annari, og sýna þá um leið hverjum einstakling, hvar hann á heima andlega talað, eða með hverjum hann á fulla samleió í trúarefm um. En er þá nauósynlegt fyrir kristna söfn- uói eða kirkjur alment að hafa nokkra slíka játningu? Sumir neita því og vilja aó einhver bæn og þá sjerstaklega »Faöir vor« komi í stað játningar. Rren sýnir þrá mannsins ettir Ouði og traust á þvi að aiheims Drottinn láti oss jaróarbörn ekki afskiftalaus, en það tvent er ekki sjerkenni kristinnar trúar einnar. »Faðir vor« var í fyrstu lærisveinabæn og var lengi vel eitt af því, sem aögreindi guðsdýrkun lærisveina Krists frá heiðn- um helgisiðum, en á vorum dögum segjast margir trúhneigóir menn utan kristninn- ar eða menn, sem ekki vilja játa neina trú á Krist, geta haft það um hönd, enda er þar ekkert um hverju menn trúa um Jesúm Krist sjálfan, og hvort likindi sjeu til að allir þeir sem þá bæn hafa um hönd, sjeu svo líkrar skoðunar um megin- atriði kristinnar trúar, aó samvinna að safnaðarmálum geti komið til mála. Heilög ritning getur heldur ekki komið í staö trúarjátninga, þótt hún sje grund- völlur þeirra. Ritningin er bæði saga um hjálpræðisráðstafanir Guðs og frásögn um skilning spámanna og postula á þeim. En margra alda reynsla sýnir jafnframt, að kristnir menn fyr og síóar útskýra þar sumt á svo ólíka vegu, að árekstur verð- ur í safnaðarstarfi, þarf ekki annað í því sambandi en að minna á ágreininginn um barnaskírnina. I öðru lagi hefir fastheldni við ritninguna hvergi útilokaó játningar kristinna safnaöa, þvert á móti sannar reynslan að þau fáu kirkjufjelög, sem enga ákveðna játningu vildu hafa, þau hafa jafnframt gengið öórum lengra fram í því að vefengja margt í ritningunni. Þau hafa sannarlega ekki tekið undir orð Lúters: »Ritningin bindur mig, samviska mín harófjötrar mig við Guós orð«. Og þegar sagt er að trúarjátningin sie óþörf, eóa jafnvel skaðlegt »tjóðurband«, má minna á að kirkjusagan sýnir að því er eins farið um kirkjufjelög og önnur fjelög, að sje stefnuskráin óákveóin og ólíkar skoðanir innan fjelags um grundvöll fjelagsskaparins, þá verða menn heldur ekki samtaka um neinar framkvæmdir og standa varnarlausir gegn allri utan að komandi ágengni. Mjer vitanlega er annað »lúterska« kirkjufjelagið í Hollandi eina kirkjufjo- lagið í heimi, sem kennir sig við Lúter, og hefir þó engar ákveónar trúarjátningar. En þar eru sífækkandi skírnir, altaris- gestir og kirkjugestir og framkvæmdir allar sárlitlar, svo að fáir munu telja fjelagið eftirbreytnisvert. Það sannar heldur ekkert í þessu sam- bandi, þótt söfnuöir þeir, er klofnaó hafa undanfariö frá rómv.-kaþólskukirkjunni í Czeckoslóvakíu, hafi vaxið og' fjölgað, enda þótt enga ákveðna játningu hafi'15). *) Kirkjufjelagið, sem þeir hafa myndað, heit- ir »Czechoslovakiska, þjóðlega, endurhættn, ka- þólska kirkjan«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.