Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 6
46 B J A R MI »11 fyrstu spurningarnar (hjá Straumum) eru um guð og djöfulinn. Um þær get jeg verið fá- orður. Á þá hefi jeg ekki eytt hugsanaþreki minu slðustu árin. Guð er eitt þeirra orða, sem jeg hefi lítið notað í ræðum mínum nú í seinni tíð«. »Jön biskup Vidalin hefir verið lesinn um full 200 ár fyrir svo strákslegan og snjallan rithátt að Laxness og Þórbergur eru þar báðir börn til samanburðar«. — Gunnar vill ekki aó kirkjan íslenska sje kölluð kristin, enda hverfur þaó nafn af sjálfu sjer, ef þeim fjölgar mjög prestun- um, sem »engu trúa«. — Ennfremur læt- ur hann þess getió að skoðanir sínar »um ýms trúfræóileg efni« hafi verió alt aórar í ýmsum greinum fyrir ári síóan« og bæt- ir við: »og aó ári liónu tel jeg víst að ein- hverjar þeirra verói komnar í ruslakistu úreltra hugmynda«. — Þessi grein hans er dagsett »í mars 1930«, og er þaó meiri en lítil »gletni ör- !aganna« eða ritstjóra Strauma, að hún skuli ekki hafa verið birt fyr en nú. Því að samkvæmt þessari játningu Gunnars sjálfs, er ekki auóió að giska á hvaða skoó- anir hann kunni aó hafa í mars 1931. Hver veit nema hann sje sem stendur heittrúaður Mormóni, verði Búddhatrúar- maóur að ári og ramkaþólskur árið 1933. Iívaó sem þá tekur við. Vonandi tekur hann þó ekki upp á því að verða Bjarma- maóur árió 1934, því aó mig langar ekki til samvinnu við svo breytingagjarnan mann. Ef jeg vildi taka upp »kurteislegan« rithátt Strauma mundi jeg kalla þessa ritgjöró Gunnars þaó sama og Straumar kalla ályktanir sóknarnefndafundarins i játningamálinu — »þvaóur«! Annars er ekki eyðandi oróum við hann um trúmál. Og ekki minkar vió þessa ritgeró sú hneisa, sem þjóókirkjan hefir af þessum »starfs- manni« sínum. Sumir þeirra, er rita í þetta Straum- hefti, finna að grein Gunnars frá í fyrra- vor, en bók hans er góð í augum Einars Magnússonar og árás sr. Jakobs á trúar- játninguna góó og rjettmæt hjá Þorgeiri Jónssyni. Eftirtektarveró grein er eftir Einar Magnússon, sem heitir Trúarjátningin og stjórnmálin. Þykir höf. það meir en lítið ískyggilegt að Guðrún Lárusdóttir í Ási skyldi komast á Alþing á lista Sjálfstæð- ismanna, og telur þaó eitt hió snjallasta herbragó, sem íslenskur auðvaldsflokkur hafi enn fundiö upp, »til að tryggja sjcr enn bet-ur aðstoð kirkjunnar«. En mjer er spurn: Hver meinar hinum flokkunum aó kjósa einhverja góðkunna konu eóa þá góóan prest á þing? — Æt!i það væri ekki besta svariö fyrir þá, sem ímynda sjer aó þetta hafi verið »her- bragð«? Þótt Bjarmi sje nákominn Guðrúnu í Ási, er hann ekki »pólitískari« en það, aó honum mundi þykja vænt um að allir flokkarnir ættu áhugasama og samvisku- sama presta á Alþingi. Og í hreinskilni sagt er þaó eina, sem jeg virói vió Strauma, að sumir ritstjórarnir leitast við í alvöru að forða jafnaðarmannflokknurn sem þeir eru sjálfir í, frá því aó villast út í trúmálahatur. Láti þeir Straumamenn nú til sín talca í fleiru en tómum aðfinningum vió þá, sem eitthvaó nenna aó starfa. Þeir eru jafnaóarmenn margir og eiga því hægan aðgang að flokksleiótogunum. Ætti að vera hægurinn hjá að fá þá til að hafa einhverja trúaða jafnaóarmenn, presta eóa leikmenn, í kjöri, og einhvern þeirra þar sem líkur væru til sigurs. Þá kann að vakna traust hjá kirkjuræknu fólki til jafnaðarstefnunnar, traust, sem leiðtogar líkir Gunnari í Saurbæ hafa stórspilt und- anfarið, og vafalaust yrði þaó hagur bæði þingi og þjóð að prestar væru fleiri á Alþingi en nú er. S. Á. Gíslason. -----»><•><«---

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.