Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 5
BJARMI 45 uppi og njóta helgra stunda daglega á heimilunum. Síst ættu þeir menn sem hugsa og tala á þá leió, aó útvarpió geti aó nokkru eða mestu leyti leyst prestana af hólmi, aó vera því hlyntir aó svo fari. Þessvegna eru það tilmæli mín til út- varpsráósins, að þaó yfirvegi hvort ekki muni tiltækilegt og æskilegt, aó síóustu 10 mínútur útvarpstímans á hverju kvöldi, — helst alt árið, en aó minsta kosti aó vetrinum — sje ýrnist varpað út leik eóa söng sálma, eöa lesnir vald- ir kaflar úr ritningunni og stöku sinn- um fluttar hugvekjur. Kemur þetta út- varp þá í staó húslestra hjá heim er þaó láta sjer nægja, en verður ánægjuleg við- bót hjá þeim, er sjá sjer fært að lesa auk þess lesturinn. Margt mætti skrifa til rökstuónings þessari tillögu, en hjer skal fátt talió annaó en það, sem á hefur verið bent. Pó er rjett aó nefna að sú mótbára verð- ur eigi með rjettu færó gegn þessari til- lögu, aó hún sje gagnstæð hlutleysisstefnu útvarpsins. Því meðan evangelisk-lúthersk kirkja er þjóðkirkja hjer á landi er sjálf- sagt að ríkisútvarpið gefi almenningi kost á aó heyra tíóaflutning. Enda er það gert alla helga daga. En þaö er þá aðeins legra skref, að farið sje með eitthvert »gott orð« á hverju kvöldi. 1 öðru lagi viróist einsætt að meóan þjóðin er þeirrar sannfæringar, sem þjóð- kirkjufyrirkomulagið er sönnun fyirir. að trú og guðrækni sje öllum landslýó þörf og heillavænleg, beri ráðendum út- varpsins að styðja viöhald og aukning þeirra hluta, svo sem möguleikar leyfa og sanngjarnt verður talið. Loks má þess geta að í Svíþjóð að minsta kosti hefur útvarpið annast svip- aó hlutverk og hjer ræóir um. Hefir þar verið varpað út morgunbænum, eða með öórum oröum morgunguóþjónustum, og veit jeg ekki annað en að þeim tilraun- um hafi verið vel fagnað. Mig langar til að sem flestir húgsi þetta mál. Og mjer finst ekkert mæla gegn því, að útvarpsráðió reyni eitthvaö í þá átt sem hjer er stungió upp á. Þaö sjest þá hvernig því verður tekið. Hæg- ast að hætta ef almenningur vill ekki hlusta á slíkt. En hinu trúi jeg frekar að fáar útvarpsstundir verði meó tíman- um betur þakkaóar, meira metnar og gagnlegri taldar en þessar, ef þær tak- ast vel. Gwnnar Ámason, frá Skútustöóum. Straumar. Af því að svo fáir lesendur Bjarma sjá trúmálaritið Strauma, er sanngjarnt aó seg'ja þeim þau tíóindi, aó það sálaóist ekki árió sem leið, heldur hvíldi sig rúmt misseri. Ritstjórarnir tólf, ung'ir áhuga- menn, svo sem kunnugt er, gátu komió út síðari helming árgangsins 1930 í febrúar 1931. Ekkert hefi jeg sjeð þar um áfram- haldió, en sjálfsagt geta 12 guófræóingar komið út 12 örkum á ári, ef áhuginn er meira en orðin tóm. Menn bjuggust við að Gunnar í Saurbæ mundi skrifa rækilega grein í riti þessu til aó svara fyrir sig. Grein er og' eftir hann, — en hún er ársgömul að kalla og svar við tveggja ára gömlum fyrirspurn- um Strauma! - Kalli þeir þaó »að fylgj- ast með tímanum« og »tímabæra blaða- mensku«, sem treysta sjer! — Ökunnugum mundi bregða í brún vió ýmislegt, sem Gunnar skrifar í þessari grein. Hjer eru fáein sýnishorn: »R.jett er að taka það fram að jeg trúi engu«. Vel og- viturlega mælt af presti eða hitt heldur!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.