Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 8
48 B J ARMI Hvaðanæva. Skírn — Barnaskírn, heitir nýkomið rit eftir dr. Hallesby prófessor, Islenskað af Árna Jó- hannssyni. Það er ágætt rit, sem allir ættu að lesa og Ihuga, sem lagt hafa eyrun við árásum eriendra trúboða gegn barnaskírn. Eitthvað hefi jeg sjeð og heyrt um tvö önnur nýkomin rit gegn barnaskírn, en óllk eru þau riti Hallesbys að lærdómi og rökfestu. Jeg endurtek um þau það, sem jeg hefi oft áður sagt: »Látið helgisiði og sakramenti íslenskrar kirkju I friði, allir þjer, sem unnið lifandi krist- indómi. Árásir yðar á þau atriði styðja hringl- andaháttinn og sundrungina, og eru engum til ánægju öðrum en sameiginlegum trúmálaand- stæðingum vor allra og húsbónda þeirra«. Myrkur og ljös. Víðkunnur danskur guðfræð- ingur, Alfred Jörgensen, dr. theol., sem bæði er í stjórn sambands lúterskra kirkna og samhjálp bágstaddra safnaða I Evrópu, ritaði nýlega I »Kristilegt dagblað« á þessa leið: »Það er miklu meiri neyð I Rússlandi nú, held- ur en þar hefir nokkru sinni átt sjer stað, og miklu meiri en þegar Friðþjófur Nansen efndi til fjársöfnunar til þess að bjarga fólki frá því að verða hungurmorða eftir stríðið. — Nú er ástandið þannig, að það eru engar ýkjur, þótt eg segi, að ef vjer ekki hjálpum trúbræðrum vor- um (Lúterstrúarmönnum) til þess að fá mat, munu þeir, eftir öllum llkum að dæma, ekki liía af veturinn..... Hinir bágstöddu bræður vorir munu yfirleitt eiga þess kost að kaupa matvör- ur sínar á hinum »frjálsu útsölustöðum«, (en ekki hjá útsölustöðum ríkisins). En verðið er svo geysilega hátt, að efnin leyfa sjaldnast önnur kaup en lltilsháttar brauð, og oft ekki einu sinni það, ef vjer ekki hlaupum undir bagga með þeim. Og 1 viðbót við hungrið, eru þeir of- sóttir á alla vegu«. Alfred Jörgensen segir einnig frá hinni miklu trúarhreyfingu, sem hefir gjört vart við sig I Ukraine (sjerstaklega í þeim hluta Ukraine, sem fylgir Póllandi) I nokkur ár. »1 póska Ukraine hefir komið fram sjerstak- lega eftirtektarverð andleg evangelisk hreyfing á meðal bændanna. Þessari andlegu vakningu yrði helst jafnað saman við það, sem skeði á sið- bótartlmunum. Ungir menn, sem orðið hafa fyr- ir áhrifum fagnaðarerindisins I öðrum löndum, koma heim aftur og fóru að halda guðsþjónust- ur á meðal bændanna. En bændurnir eru ósegj" anlega fátækir. Jeg hefi sjálfur tekið þátt I þess- um guðsþjónustum. Á einum stað fór guðsþjón- usta fram 1 geymsluskúr úti á víðavangi, en þrátt fyrir hin hrörlegu húsakynni, er stundin mjer ógleymanleg. Þar var sungið eins og slav- neskar þjóðir einar syngja, lofsöngvar Guði til dýrðar. — Trúarvakningin berst úr einni bygð- inni I aðra« Elnstein og trúarbrögðlu. Hinn nafntogaði þýski vísindamaður, Albert Einstein, er á ferð í Ameríku um þessar mundir. Hann hefir látið uppi við blaðamann álit sitt um gildi trúarinn- ar, og komist meðal annars þannig að orði: »Jeg trúi á persónulegan Guð, og get sagt það með góðri samvisku, að eg hefi ekki hneigst að guðsafneitun. Þegar jeg var ungur stúdent varp- aði jeg frá mjer vísindalegum niðurstöðum frá 1880, og nú állt jeg kenningar þeirra Darwins, Halkels og Huxleys úreltar með öllu. Jeg veit ekki betur en að allflestir fulltrúar hinna sönnu og hollustu vísinda, sjeu sammála um að vísind- in eru engan veginn óvinveitt trúarbrögðunum«. Þegar Einstein var spurður: Hvaða þýðingu hefir trúin fyrir mannkynið? Þá var svar hans á þessa leið: »Jeg er sannfærður um að án trúarinnar stæði mannkynið enn I dag á hinu lægsta villimensku- stigi. Trúin hefir verið aðal aflstöðin I framför- um mannkynsins«. Títvarpið. »Lang vinsælustu útvarpsefnin hjer um slóðir eru guðþjónusturnar«, er alment við- kvæði I bréfum manna til Bjarma. Bóndi úr Skagafirði, sem hjer var á ferð sagði: »Fólk kemur aldrei af öðrum bæjum, til að hlusta á útvarpið til min nema þegar von er á guðsþjónustu, þá er oftast alveg húbfyllir af að- komufólki«. — En þess sakna margir að fá ekki kvöldvers að skilnaði á kvöldin. Hins vegar er bent á I frjettagrein úr Húna- vatnssýslu I Vísi nýlega, að kirkjusókn muni vera minni en ella vegna útvarpsins. — Reynsl- an var svipuð I nágrannalöndunum, meðan út- varpið yar þar nýkomið. — En nú þykir reynsl- an sýna að kirkjusókn aukist aftur. Margir, sem aldrei fóru 1 kirkju, hlustuðu á góðar ræður I útvarpi, og vöknuðu við það til meiri umliugs- unar um eilífðarmál, og sáu þá brátt, að miklu var betra að taka þátt í sameiginlegum guðs- þjónustum, en að hlusta heima. útgefandi: Slgurbjörn Á. Gislason. P'*entsmiðja Jöns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.