Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.03.1931, Blaðsíða 4
44 BJARMI tíma játa þessar þrjár játningar. en þar við bætast svo þær játningar, aöallega frá 16. öld, sem taka sjerstaklega fram hvað einkenni þær kirkjudeildir, sem þá voru að myndast eða mótast, og er Agsborgar- játning lúterskra safnaða langmerkust þeirra allra. ---—•> <-> <•-- Tilaga um útvarp. títvarpið er að leggja undir sig land- ið. Sennilega verða viðtæki komin á flest heimili innan fárra ára. Eflaust er það alment talað mikið gleði og þakkarefni. Þar með er ekki sagt, aó útvarpinu þurfi endilega að vera hælandi að öllu leytí nú þegar, hvað þá að það sje svo full- komió að engra umbóta á því sje að vænta. Þvert á móti er vonandi að það standi til bóta svo aó segja á öllum sviðum, eins og alt sem er í bernsku. Næstu ár verða reynsluár þess og lærdómstími. Al- menningur áttar sig betur og betur á því hverju hann vill fá útvarpaó, og ráó- endum þess veróur æ ljósara hvaða kröf- um þeim ber að verða við. Er líklegt að þeir verði mjög hlustnæmir á allar breyt- ingartillögur, og fúsir til að sinna hverju því nýmæli er telja veröur æskilegt og framkvæmanlegt. Að sinni skal aöeins nefndur einn ann- marki, sem þegar er kominn í ljós við- víkjandi útvarpinu og borin fram um- bótatillaga að því er hann snertir. Er það gert í þeirri von að útvarpsráðió at- ugi máliö og taki tillöguna til greina, finnist því málió nokkurs vert og sjái sjer fært að verða við óskum um lagfær- ing á því. Eins og sakir standa starfar útvarps- stöóin aðallega aó kvöldinu frá kl. 7,25 —9. Verður svo sjálfsagt líka í framííö- inni, því að þann tímann gefast flestum tómstundir til þess að færa sjer útvarp- ið í nyt. Á það ekki síóur við um sveit- irnar. Þar er klukkan víða látin vera klukkustund eða meira á undan síma- klukku, og er því öllum útistörfum, nema mjöltum, lokið að öllum jafnaði aó vetr- inum, þegar svo er hallað degi. En mjölt- um má haga svo, að þær sjeu fram- kvæmdar, þegar þau efni eru á dag- skránni, sem síst draga huga alls þorr- ans, svo sem kensla og fleira. En einmitt vegna þessa, að útvarpið verður að starfa á þessum tíma, er sá galli á gjöf Njarð- ar, aó þar sem húslestrar eru um hönd hafðir, og þrátt fyrir alt er þaó allvíða þann dag í dag, virðist útvarpið ætla að gerast þeim nálega ósigrandi þrándur í götu. Svo fáment er nú á sveitaheimil- unum, að allir eru þrælbundnir við margs- konar störf frá morgni til kvölds, og hafa því ekkert færi á, að njóta guðrækn- isstundar aó deginum. Enda hefur sú venja tíókast að lesa lesturinn rjett áð- ur en gengió er til náða og margt, sem með henni mælir. Enginn getur þjónað tveimur herrum. Eins og sagt hefur verió, er ekki unt aö lesa lesturinn á útvarpstímanum, þvi mjaltir og annað kallar að, þegar það er á dagskrá, sem fjöldann fýsir ekki að hlusta á. En eftir útvarpstímann er svo áliðið á »sveitaklukku«, að mönnum er mál á að komast í rúmið. Nú vil jeg allra manna síst gera lít- ið úr útvarpinu, en eigi get jeg ætlað, að alt sem það býður sje betra en hús- lesturinn, nje að hann megi hverfa úr sögunni fyrir þessar sakir. Er það líka talsvert öndvert, að nú þegar unnið er að endurvakning húslestranna, með út- gáfu nýrra lestrabóka, hvatningarrits um heimilisguðrækni og' ýmsum áskorun- um lærðra og leikra og talsvert hefur unnist á því sviði, þá verói útvarpið til þess að bægja mönnum frá aó halda

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.