Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1931, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.04.1931, Blaðsíða 2
50 BJARMI líf til æzta miós! Sýn þitt sólarauglit! Sjón gef þjóðahag! Með þjer dagur dauða, dró þitt hjartaslag: Hel er yfirunnið! eilífð grædd í dag! — 3. mars 1931. L. S. Höfundur sálmsins, »páskadagur«, hjet fullu nafni Venantius H(onorius) C(lementianus) For- tunatus. Hann var uppi frá 530 til 600; fæddur nálægt Treviso (Torvisium) á ílalíu, sem er borg og biskupsdæmi eigi alllangt norðvestur af Fen- eyjum. Hann stundaöi nám í Ravenna; ferðaöist síðan um Þjóðverjaland og Frakkland. Settist að lokum að 1 Poitiers. Varð hann vinur Rallegund- ar drotningar og Gregoriusar biskups 1 Tours. Skömmu fyrir andlát sitt varð hann biskup í Poitiers. Hann var höfuðlatínuskáld sinnar tíð- ar. Liggja eftir hann lofkvæði, harmkvæði, Ijóðabrjef og sálmar. Lýsir hann vel í kvæöum sínum aldaranda og siðum og hátturp þeirrar tíð- ar, er hann lifði á. -----<-> <~—--- Páskaupprisan til nýs lífs. Loks var vorið komið um land alt. Vet- urinn var nógu lengi búinn að leika bygð- ina (Norrland í Svíþjóð) hart; en nú fór sá tími í hönd, að valdi hans skyldi bráð- lega lokið vera. Vorið hafði, ef til vill, aðra þýðingu fyr- ir »Norðlendingana« 'heldur en fyrir mig, sem þetta rita, þar sem jeg hafði ekki búið nema einn vetur í Norðlandi. »Sunnlendingarnir« (í Suður-Svíþjóð) eiga erfitt með að gjöra sjer ljósa hug- mynd um, hvað veturinn er hjer á norð- urslóðum, nema þeir reyni það sjálfir. Og nú var jeg búinn að því. Nú eru liðin meira en tíu ár síðan, svo að jeg hefi tíu ára reynslu að baki sem »Norðlendingur«. Nú birtist mjer þetta fyrsta vor, sem jeg var hjer, í sjerstökum dýróarljóma. Það getur verió að yfir því sje nokkuð hlýlegri blair og fegurri ljómi, en í raun og veru var, vegna þess að svo langt er um liðið. Getur því verið, að sá atburóur, sem jeg ætla að skýra frá verði nokkuð fegurri mjer fyr- ir hugskotssjónum, en hann var í raun og veru. Já, vorið var komið og leió að páskum. Jeg var þá búinn að dvelja missiri í smá- bæ einum upp til fjalla sunnarlega í Norð- landsbygóum. Landió þar var með alt öðrum svip, en jeg átti áður að venjast og fólkið alt öðru- vísi en það fólk, sem jeg hafði áður hitt fyrir mjer. Hættir og siðir og tunga og áhugamál þess var alt sem nýung fyrir mig, og mjer ókunnugt að öllu. Jeg var með- al þeirra eins og gestur og útlendingur, forvitinn og fróðleiksfús og gætti grand- gæfilega að hverju einu, sem fyrir bar, þar sem jeg gæti lært eitthvað af öllum þessum nýungum. Og jeg varð hluttakandi í hugsanahætti fólksins stig af stigi, alveg ómerkjanlega og landinu, náttúrunni, and- rúmsloftinu og öllu öðru. Hin djúpa, magn- aða þögn heióa geimsins gagntók hjarta mitt og mjer fór að skiljast, að enginn getur átt heima í þessu landi að staðaldri svo, að það hafi ekki mikil áhrif á hann; skóg- arnir voru alt um kring, svo mílum skifti, magnþrungnir og dularfullir, og var sem þeir biðu eftir mjer, aó jeg kæmi að kanna þá. Hver.su sem rokviðrin þutu í þeim, þá var altaf eins og eitthvað heillandi og angurblítt byggi í hinum sívakandi þyt í furutrjánum. Og fjöllin gnæfðu hátign- arfull fyrir augum mjer og vöktu hjá mjer lotningu fyrir sjer, en þó eigi svo djúpa eins og nyrsí í Norðlandi og efst uppi. En þau voru þó nógu há til þess, að á snjó sæi í þeim norðanverðum árið um kring. Og í dölunum milli þeirra fjellu árnar dynjandi eins og þær höfðu fallið öldum saman. Norðlensk elfa er sem lifandi sýnishorn góós og ills; hún getur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.