Bjarmi - 01.04.1931, Blaðsíða 15
BJ-ARMl
63
reynslu fyrir fjremur árum kostar förin
frá Kaupmannahöfn til Búdapest rúmar
100 kr. ísl. aö meðtaldri gistingu í Berlín
og- Prag. Fara mátti alla leiö í einum 36
stunda áfanga fyrir talsvert minna., en
haö er auðvitaó ekki ráólegt fyrir þá, sem
ókunnugir eru og langar til aó sjá sig um.*)
Menn njóta sín ekki á slíkum þingum
nema heir sjeu sæmilega aó sjer í ensku
og þýsku. Allir mentaóir Búdapestbúar
tala þýsku og margir frönsku, þótt ung-
verska sje þeim kærust, en Noróurlanda-
mál skilja sárfáir. En fari málaþekking
og á.hugi á kristindómsmálum saman, er
óhætt að búast við ágætum minningum
eftir þingið.
S. Á. Gíslason.
Hvaðanæva.
AðnlíuiHliii' Sambands kristniboðsfjelaganna
verður að forfallalusu 2. og 3. júní i vor í
Reykjavík.
Sr. Árni Björnsson prófastur i Hafnarfirði
prjedikar í fundarbyrjun og væntanlega verða
fluttir fyrirlestrar fyrir almenning um kristni-
boðsmál í sambandi við fundinn.
A fundinum sjálfum verða rædd ýms starfs-
mál, og auk þess verða þar umræður um leik-
mannastarfsemi. Annars verður dagskráin birt
síðar.
Samkvæmt lögum Sambandsins geta deildir
þess sent 1 fulltrúa i'yrir hverja 20 eða færri
meðlimi og »stuðningsfjelaga«, sem árlega gefa
í kristniboðssjóð, geta sent 2 fulltrúa hvert.
i i' lirjefi frá 6. f. m.: Bestu þökk fyrir Bjarma.
Hann flutti mjer eins og æfinlega margt, sem
jeg las mjer til gagns og gleði. Pó þótti mjer
*) Langdýrasti hluti ferðarinnar tiltölulega ei
að komast frá fslandi til meginlands Norðurálfu.
Pað má. komast frá t. d. Bergen eða Leith til
þingsins, fara aukaferð til Rómaborgar á eftir
og til baka aftur fyrir svipað fje.
sjerstaklega vænt um greinina »Stækkun blaðs-
ins«. Ekkert getur verið eins nauðsynlegt eins og
aukið ákveðið kristindómsstarf, og er jeg sann-
færður um að Guð muni blessa áræði þeirra, sem
treysta málefni hans til að bera sigur út býtum,
þrátt fyrir ait sem hindrar. Jeg vona að marglr
bregðist vel við þeirri málaleitun þinni, að
senda greinar í blaðið ......
i r brjefi að norðan 16. febr. þ. á.: »Það gladdi
mig mikið er jeg las í nýkomnum Bjarmablöðum
að blaðið stækkar. Við kaupendur þess og vinir
út um land verðum nú að gjöra öflug samxök
með oss, að styðja blaðið, bæði peningalega og
með því að rita í það. Einnig fjölga kaupend-
um svo sem hægt er. Að þvf er hið síðasttalda
snertir eru ný-guðfræðisprestarnir I mínum aug-
um versta hindrunin. Svo finst mjer það vera
hjer. Því þar sem þeir ná sjer niðri, þar er fyr
en varir áhugaleysi og jafnvel andúð gegn biblíu-
legum kristindómi búin að hertaka sálirnar. --
Annars kvíði jeg engu. Herra kirkjunnar hefir
sýnt það svo oft á liðnum öldum, að eftir þoku
og kulda kemur sól og sumar, einnig í andlegu
tilliti, og þá verður Bjarma þakkað, sem hefir
nú um 25 ár flutt þúsundum heimila skilaboð
frá góðum Guði og verið kærasti gestur margra
trúrækinna manna, sem enga leiðbeiningu fengu
góða hjá prestinum sínum«.
Frá starfinu. Bjarmi hefir mælst til aö fá
fregnir af kristilegu starfi víðsvegar um land,
og birtir nú brjef um það efni frá öðru trúboðs-
fjelaginu á Akureyri:
Samkvæmt beiðni yðar, herra ritstjóri, sendi
jeg hjer með lauslegt ágrip af störfum Kristni-
boðsfjelags karla og kvenna á Akureyri á síðast-
liðnu ári.
Eins og yður mun kunnugt, var fjelagið stoi’n-
að veturinn 1929, að tilhlutun ólafs kristniboða
ólafssonar. Fjelagið hefir 13 meðlimi, 11 karl-
menn og 3 konur. Hver karlmaður greiðir árs-
tillag 5 kr., en kvenmaðurinn kr. 2.50. Fjelaginu
var það ljóst, að tillögin einsömul mundu litlu
orka til styrktar trúboðsstarfi ólafs, það ráð var
[iví tekið að nota svo nefnda samskotabauka, bæði
á fundum fjelagsins og heima fyrir. Alls hefir
safnast innan fjelagsins kr. 265.00 s.l. ár, sem
gjaldkeri þess hefir lagt I útibú Landsbankans
hjer til vaxtadráttar. Snemma á árinu lagði fje-
lagið kr. 250,00 I sambandssjóð íslenskra kristni-
boðsfjelaga, sem þjer, herra ritstjöri, veittuð
móttöku. Nokkrir fjelagsmenn skutu saman og
keyptu Nýjatesetamenti og kristileg smárit.