Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1931, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1931, Blaðsíða 4
52 B J ARMI sem jeg þekti þá eigi, eða hitt aó sjer- stakur maður skyldi vera nafngreindur svona opinberlega; mjer fanst hann vera eins og ofurseldur öllum þessum áheyr- endum. Þegar allir voru hættir að biðja, stóð Sjöland upp, þótt honum væri erfitt um það og hjelt stutta ræóu. Hann sagði með- al annars: »Þegar jeg lá þarna undir hlassinu og fann að það þrýsti mjer altaf fastar og fastar að jörðu, þá fann jeg- það í fyrsta skifti á æfi minni, að jeg gat eigi bjarg- aó mjer af eigin mætti. Og þegar mjer tók að sortna fyrir sjónum og jeg fann, að dauðinn var 'aó strjúka sinni köldu hendi um andlit mjer, þá var sem alt mitt liðna líf stæði fyrir augum mjer alt í einu, fult af synd og hverskonar vonsku. Rann mjer þá í hug eitt orð frá skólaárum mínum. »Ákalla mig í neyó- inni og jeg mun hjálpa þjer«. Og þetta gjörði jegv Jeg ákallaði Guó, hrópaði til hans, eins og sá maður, sem er kominn að druknun. Og þegar jeg að lokum hugði, að mín síðasta stund væri komin, þá var timburhlassinu lyft upp af sterkum hönd^ um og' jeg var dreginn fram undan því. Og nú stend jeg hjer og þakka Guði fyrir að vorið er komió, færðin orðin slæm og hlassið valt yfir mig. Og jeg þakka honum fyrir það, að hann minti mig svona kröftuglega á návist sína. Og jeg þakka fyrir þaó, að jeg fjekk nú, á sjálfan páska- daginn að heyra orðið um hinn eilífa, ó- hagganlega mátt hans. Og það vil jeg segja ykkur, sem sitjió hjer, að þótt jeg þakki Guði fyrir að hann bjargaði lífi mínu, þá þakka jeg' honum miklu frem- ur fyrir það, að hann gaf mjer að skilja, að til er líf, sem er enn dýrmætara«. Jeg veit ekki, hvernig á því stóð, en þegar hann var búinn að segja þetta, þá varð honum litió á mig, og í því augna- tilliti var fólgin einhver undursamleg, þakklát gleði, þaó var eins og- augnatil- lit barns, sem hefir fengið sína heitustu hjartans ósk uppfylta. Það var svo hljótt þarna inni, þegar hann lauk máli sínu, svo undarlega þög- ult og hljótt. Þaó er orðtak manna, að engill gangi um, þegar svo hljótt verður inni. Nú, löngu, löngu seinna stendur það mjer lifandi fyrir hugskotssjónum, að þetta kom ekki af öðru en því, að marg- ir englar voru þarna inni hjá hópnum smáa. Og þegar jeg hugsa í fullri alvöru um þetta, þá er jeg viss um, að það var Drottinn sjálfur, sem stóð þarna mitt á meðal vor. Það var komið kvöld, þegar samkoman var úti. Þegar jeg kom út, andaði um mig vornætursvalinn. Himininn var heið- ur og stjörnurnar tindruðu efst uppi á dimmblárri himinhvelfingunni. Jeg nam staðar á dyraþrepinu og hóf upp augu mín og í sálu minni vaknaði bæn, sem var öllu fremur hugsun ein, en skýr orð: »Guð, menn ákalla þig og þakka þjer! Láttu líka geisla af ljósi sannleika þíns falla á veg minn!« B. J. ísl. Trú og játning. Erindi flutt í byrjwn súknarnefndafund- arins í Reykjavík 15. okt. 1930 af ritstjóra Bjarma. Niðurlag. III. Aó hvaóa leyti eru nú þessar játningar bindandi eða í hverju er sönn játningar- festa fólgin? Jeg' skal reyna að seg'ja mína skoðun á því í sem fæstum oróum, en vænti þess að um það tali margir aðrir á þessum fundi. Kristnar játningar eru reistar á ritning-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.