Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.1931, Page 4

Bjarmi - 01.06.1931, Page 4
84 BJARMI f>ví eru vaxnir, hvar í heimi sem er. En vjer höf- um jafnan haft ýmugust íi því, þá fáfróðir menn, sem engin skilyrði hafa til vitsmunalegrar íhug- unar, hálf-tryllast af hjátrú, og telja sjálfum sjer trú um yfirnáttúrleg undur og opinberanir, sem allir sjá, að ekki er annað en hugarburður þeirra sjálfra, hvað sem öllum hjólum og horð- fótum líður. Vjer höfum litið svo á, að í flestum tilfeilum væri andatrúargutl þetta fremur ósaknæmt og gæti enda verið dægrastytting gömlum konum og móðursjúkum mönnum. En þegar svo langt gengur leikaraskapur fáfræðinnar, að velsæmis- vitund heilbrigðra manna er misboðið, þá mega ekki allir þegja við því, heldur opinbera hneyksi- ið, öðrum til viðvörunar. 1 Winnipeg er handfylli íslensks fólks, sem samtök hefir um anda-særingar. Heitir þaö »Stöðin Vörn«, og eiga þangað að berast skeyti frá framliðnum mönnum og öndum annars heims, og nú síðast opinberanir frá Guði almáttugum sjálfum. Eru svo skeytin send víðsvegar. Reil bók hefir prentuð verið með ljóðum og ræðum eftir framliðna menn, og borin út um borgina skeyti frá dauðum mönnum frá »Stöð« þessari eins og frá sjálfri slmastöðinni. Alt þetta hefði fengið að ganga óátalið svo sem annar barnaskapur, hefði nú ekki um hátíða- leytið, boðskapur verið látinn út ganga frá »Stöðinni Vörn«, sem ekki getur annað en vakið hneyksli hjá öllum mönnum, hvað sem trúarskoð- unum líður. Sumpart er boðskapur þessi látinn vera frá Þórhalli biskupi Bjarnarsyni, en sumpart frá Guði almáttugum sjálfum. Skeytið er langt og gnægð er þar óþarfra orða og mállýta, enda rit- að »ósjálfrátt« á »Stöðinni Vörn«. Það er i sjnlfu sjer ail-mjög særandi fyrir velsæmi rjetthugs- andi manna, að bendla nafni jafn ágæts manns sem Þórhalls biskups við slíkan hjegóma. Og hann, sem allra manna ritaði kjarnyrðasta ís- lensku og svo sjerkennilega, að um hans fingrn- för var aldrei að villast, er nú svo illa að sjer í móðurmáli sínu, að vansæmd væri busa í fyrsta bekk að láta slíkt frá sjer fara, og þó er hann látinn vera að öðru leyti svo fullkominn að þekk- ingu, þar í öðrum heimi, að hann er til þ?su kjörinn, að flytja jarðarbúum mikilsvarðandi boö- skap — þann boðskap, að reiða sig ekki á Krist! En út yfir tekur þar sem Guð almáttugur er látinn tala og gefa út á þenna hátt yfirlýsingu gegn Jesú Kristi. Tilkynningin frá Guði almáttugum, dagsett cg formleg, kemur á »Stöðina Vörn« og er á þessa leið: »Enginn maður hefir áður verið settur af mjer til að frelsa menn frá illum gerðum þeirra. Jeg er höfundur þess alls, sem til er. Vita læt jog alla, er sjón og heyrn hafa, að eftir þetta opin* beraða orð frá mér, hefir enginn rétt lil að leila nokkurs, sem friðþægt geti fyrir syndir þeirra, því ekkert vald hefi jeg gefið til þess«, Fylgja svo ummæli um yfirlýsing þessa til heimsins, og skilst oss að þau vera eftir Þórhall biskup og staðfestir þau Steingrímur skáld Þor- steinsson, sem krefst þess- að föðurnafn sitt sje ritað með »Þ«, en ekki »Th« eins og i lifenda lifi. Og ummælin eru á þessa leið: »Hinn viðurkendi endurlausnari er með þessarí opinberun leystur frá því, sem hin kunna land- stjórn hans fann upp á til að afla sjer strerri virðingar, en allir aðrir höfðu í heiminum. Ofan á þá undirstöðu var svo bygt. Nú fyrst vita menn sannleikann um þetta, sem heiminum var áður hulið, og fellur sú kenning fyrir opinberaninni. Um franr alt verða menn að festa sjer í minni, að endurlausnarkenningin er skáldskapur einn«. Það, sem mestri furðu gegnir er það, að þeir, sem mjög erfitt eiga nreð að sætta sig við venju- legar kenningar um guðlega opinberun, gleypa við öðrum eins bábiljum og þessi »ósjálfráðu« skrif eru. öskiljanlegast af öllu er þó það, að góðar og guðhræddar manneskjur skuli reynast svo ístöðulausar í trú sinni, að þær varpi frá sjer í sorpið því, sem þeirn frá barnæsku hefir verið heilagt, óðar en einhver vantrúaður maður telur sig fá vísbendingar, ýmist frá dauðum mönnum eða verum úr öðrum heimum. Aldrei bregst að boðskapurinn »handan að« er í samræmi við lífc- skoðanir þess manns, er ræður hugarburðinurn á hverri sjerstakri »stöð«. Enda eru það næsta ðlik skilaboð sem koma, eftir því á hvaða »stöð« þau verða til. Undrun sætir, þá aldraðar rnann- eskjur, komnar á grafarbarm, láta svo blekkjast af hjegóma þessum, að þær strika út kristindórn- inn sinn, snúa baki við krossi Krists og fðrnar- dauða hans, láta guðspjöll nýja testamentisins þoka fyrir skrifum þessum við hjólborðin, og týna niður hverju versi úr Passíusálmunum sín- um gömlu vegna dálætis á slíkum afneitunar opinberunum. Við þessu þarf að vara gott og heilbrigt fólk, og til þess er þetta ritað, með fullri velvild til þeirra, sem ýmiskonar atvika og ístöðuleysis vegna hafa leiðst út i þessar ömurlegu ógöngur. Vitanlega getur þessi hjegómi ekki lengi staðist. Svona bólur eru altaf að rísa og springa jafnóð- um. En það er til hneykslis, þegar ósköpin ganga svo langt, að sjálfur Guð á hæðum er látinn tala ósæmileg orð og afneita Jesú Kristi,

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.