Bjarmi - 01.07.1931, Page 4
100
BJARMI
r
fyrir hönd fundarmanna sra Friðriki
Hallgrímssyni starf hans í útvarpsráðinu.
Kl. flutti sra Ásm. Guðmundsson er-
indi fyrir almenning, í dómkirkjunni, um
lcirkjuna og verkamannahreyfinguna.
Laugardagsmorgun 20. júní kl. 9 var
aftur gengið til fundarhalds og hófst fund-
ur sem áður með sálmasöng og bænar-
flutningi.
Biskup skýrði frá því hvað liði sálma-
bókar-endurskoðuninni, sem áformuð hefði
verið, að nefnd hefði enn ekki fengist
sett til að vina það verk og þá ekki held-
ur loforð fyrir neinu fje í því skyni, sem
óhjákvæmilegt skilyrði væri fyrir, aó koma
slíku verki í framkvæmd. Verk eins og
endurskoðun sálmabókarinnar væri meira
vandaverk en svo, að hrapa mætti að því,
yrði vel að vanda það er lengi ætti að
standa. Hinsvegar taldi biskup vandhæfi
á því að fá endurskoðunarnefnd skipaða
öðru eins mannvali og nefnd sú var skip-
uð, sem vann að sálmabókinni 1886, og
naumast verði unnió svo að íslenskum
sálmakveðskap síóan, að úr miklu væri
aó velja. Ilitt leiddi af sjálfu sjer, að senn
50 ára gömul sálmabók fullnægði ekki
sem skyldi trúarþörf einstaklinga á ''Tor-
um dögum, þótt hún þætti afbragð á s'n-
um tíma og væri álitin það enn af mörg-
um, bæði innan lands og utan. Pess vegna
yrði það aó teljast tímabært mál að far-
ið yrði aó vinna að endurskoðun hennar
eða safna til viðbcetis vió hana, sem ein-
att væri fyrsta sporió til gagngerðrar
endurskoðunar. Umræður urðu ekki um
þetta mál.
Pá skýrði biskup frá tilhögun áform-
aórar biskupsvígslu næsta dag og þátt-
töku synoduspresta og annara andlegr-
ar stjettar manna i þeirri athöfn. Og
vegna undirbúningsins undir þá athöfn
óskaði biskup að prestastefnunni yrói lok-
ið með þessum fundi, enda væri dagskrá
lokið og fundarmenn hefði ekki hreyft
við neinum málum, sem þeir óskuðu að
hreyfa á prestastefnu þessari.
Las forseti prestastefnunnar aó fund-
arlokum 23. sálm Davíós, flutti bæn og
árnaði kirkju og þjóó allrar blessunar.
Var þá sungió versið »Son Guós ertu með
sanni« og því næst prestastefnunni slitið.
---------------
AíaMir Prestafjelap íslais
var haldinn á Laugarvatni 22.—24. júní
að aflokinni preststefnu í Reykjavík 18.
—20. júní og biskupsvígslu 21. s. m.
Fundurinn var óvenjulega vel sóttur.
Komu á hann 53 menn alls, þar af 47
prestvígóir, 4 guðfræðikandidatar og 1
trúboði (Pjetur Sigurðsson).
Aðalverkefni fundarins, auk venjulegra
fundarmála, var:
Eining kirkjmvnar og áhrif hennar á
þjóðlífið.
Var það rætt sem hjer segir og þessir
framsögumenn:
1. Eining kirkjunnar og einingargrund-
völlur (Sig. P. Sívertsen).
2. Eining og margbreytni: a) í skoðun-
um (Porsteinn Briem), b) í störfum (Ei-
ríkur Albertsson), c) i helgisiðum (Björn
Magnússon).
3. Meiri starfsþróttur (Bjarni Jónsson).
4. Kirkjan og æskan (Guðm. Einarsson).
5. Kirkjan og verkamannamálin (Ásm.
Guðmundsson og Gunnar Árnason).
Um öll þessi mál urðu miklar umræð-
ur, en ályktanir engar samþyktar, nema
þessar tvær, út af síðasta málinu:
I. »Aðalfundur Prestafjelags Islands
óskar þess, að samvinna megi verða milli
prestastjettarinnar og þeirra, sem vinna í
þjóðmálum að bótum á kjörum fátæíkra
manna og bágstaddra og að jafnrjetti
allra. Kýs fundurinn fimm manna nefnd