Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.08.1931, Page 2

Bjarmi - 15.08.1931, Page 2
122 BJARMI getaó þakkað sjer þaö sjálfum« (Ef. 2, 8.). Góðverk vor veita oss ekki inngöngu í Guðs ríki. Ekki heldur það, að vjer sækjum Guðs hús reglulega eða fylgjum vissum kröfum kirkjunnar. Pað er aóeins eitt er veitt get- ur sálinni inngöngu í ríki Guós, og þaö er að vjer þekkjum Jesúm Krist og sjeum þekt af honum. Þekkir þú Jesúm Krist? Jeg spyr ekki hvort þú hafir lesið mikið um hann eða dáðst að kenningu hans eða talað um hann við aóra. Heldur —• þekkir þú hann sem þinn persónulega frelsara og vin; hefir þú helgað honum líf þitt? Ef ekki, þá þekkir þú hann ekki og tilheyrir þá þeim hóp, er heyra mun þessi þungu orð Krists: »Jeg þekki yður ekki. Víkið frá mjer!« Eóa ert þú meðal þeirra, er hugs- unarlaust láta leiðast af heiminum, og heyrir ekki er Jesús kallar til þín. Enn þá kallar hann og býður þjer frelsi og líf. Ef þú heyrir ekki rödd hans, er það vegna þess, að heimurinn hefir gagntekið hug þinn og hjarta. Eða hyggur þú að öðlast frelsi án þess að bera krossinn? Jesús seg- ir: »Vilji einhver fylgja mjer, þá afneiti hann sjálfum sjer, taki upp kross sinn og fylgi mjer«. Vjer erum dýru verði keypt, keypt með blóói Jesú Krists. Á hann því ekki heimting á lífi voru og þjónustu? — Hann þráir líf vort aðeins til þess að hann megi auðga þaó og blessa. Vinur minn! Átt þú þetta líf í Kristi? Eða verður þú í þeim hóp, er Guð verður að neita um inngöngu? I þeim hóp verða bæði ungir og gamlir, er hafa eytt æfi sinni í þjónustu Satans og sintu ei viðvör- un Drottins. Hió þrönga hlið er Jesús Krist- ur. »Jeg er dyrnar; ef einhver gengur ’nn um mig hann mun hólpinn verða«. Jesús er eini vegurinn til föðurins. Þröngar dyr eru takmörkum bundnar. Vjer getum ekki borið stórar byröar í gegn um þröngt hlió. Eins mun vera með hlið eilífa lífsins. Þú kemst ekki með b.yrði syndar þinnar og sektar, ekki heldur með góðverk þín, er þú ætlar að bera fram fyr- ir Guð. Nei, þú veróur að fara tómhentur, treystandi aðeins á blóð Jesú Krists þjer til frelsis. Margir eru þeir, sem hika, jafnvel þó þeir viti þörf sína. Þeir elska heiminn ou' það sem heimsins er og eru því tregir til að snúa sjer til Jesú. Þeir draga það dag frá degi, þar til þaó er orðið of seint, ou hliðinu er lokaö. Komið til Jesú. hikið ekki. Aó vísu munu Guðs börn hafa þrenging í þessu lífi, en heima hjá föðurnum bíður þeirra gleói, friður og eilíf sæla. Ungur maður fór frá foreldrum sínum og lagði af stað út í heiminn. Hann vikli sjá meira af lífinu. Er hann kvaddi móð- ur sína, grátbað hún hann að vanrækja aldrei að lesa Guðs orð daglega. Lengi vel skrifaði hann henni vikulega, en svo fór brjefunum að fækka, þar til loks þau hættu alveg að koma. Heimurinn hafði sigrað hann og tekið frá honum það besta, er hann átti. Gamlir kunningjar hans töldu hann glataóan ræfil, en í hjarta móð- ur hans er enn þá von, að hún fái dreng- inn sinn heim aftur. Mörg ár líða, en loks er það eitt kvöld, aó hann kemur til baka, hungraður, óhreinn, allslaus. Löngunin til að sjá einu sinni enn gömlu foreldrana sína knýr hann til aó nálgast gamla heim- ilið sitt, en hann þorir ekki aó gjöra vart við sig. Hann læðist að glug'ganum og horfir inn. Þar sjer hann föður sinn ald- urhniginn sitja við borð og lesa. Við ofninn stendur móðir hans, harla þreytuleg. Það var afangadagskvöld jóla. Hann sjer hvar búið er að leggja á borð, og er lagt fyrir þrjá. Þá vaknar von í hjarta hans. Þau áttu þá von á drengnum sínum. Hann hik- ar ekki lengur, en hleypur að dyrunum, opnar og kallar: »Mamma, pabbi, jeg er kominn heim, en jeg kem eins og glataði sonurinn«. Fagnandi faðma þau hann að sjer, og' rhóðirin segir: »Við höfum alt.af beðið þín, og sjá, jeg hefi lagt á borð fyrir

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.