Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1931, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.08.1931, Blaðsíða 7
BJARMI 127 vel máli farinn og prjedikar oft í ýmsum kirkjum — þótt hann sje leikmaður. Hann er einn af forkólfum ungmennastarfs hess sem kallað er »Christian Endeavour« (Kristileg viðleitni). Lindsay Glegg sagði meðal annars, að þeir, sem hefðu staðið fyrir þessum vakningarfundum hefðu fengið um 10-—11 þúsund brjef frá körl- um og konum, sem hefðu snúið sjer til Guðs á þessum fundum, — en að það væru sjálfsagt helmingi fleiri, því að margir hugsuóu ekki um að skrifa, eða kæmu sjer ekki að því. Gipsy Smith talaði bæói kvöldin. Jeg hafði ekki heyrt til hans fyr, og fanst svo mikið um, að ekki undrar mig þótt hann sje heimsfrægur. Fyrsta kvöldið byrjaði hann með að segja: »Jég ætla aó syngja nokkur vers fyrir ykkur, áður en jeg byrja ræðu mína«, og svo söng hann: »Let the beauty of Jesus be seen in me«, — og þótt hann sje kominn yfir sjötugt (hann lítur út fyrir að vera fimtugur) hafði hann mikla og fagra söngrödd. Og svo talaði hann til vor um Jesú með svo miklum inni- leika og valdi, að þessar tíu þúsundir hlust- uðu á hann meó svo mikilli hrifningu og athygli, að enginn heyrðist hreyfa sig. »Hið ógöfuga í heiminum og hið fyrir- litna hefir Guð útvalið«, segir postulinn Páll (1. Kor. 1, 28.). Pessi orð eiga við um Gipsy Smith. Foreldrar hans. voru »Zigojnar«, og er það flökkulýður, sem er hafður í mikilli fyrirlitningu (»Zigöjnar« kallast Gipsy’s á ensku). Pegar Gipsy Smith var 16 ára, kunni hann hvorki að lesa eða skrifa og flakkaói eins og aðrir »Zigöjnar«. -— Þennan mann útvaldi Guð og gerði hann að einunm af hinum nafn- kendustu og áhrifamestu prjedikurum kristinnar kirkju. Þegar jeg hlustaði á þennan nafnfræga ræóuskörung, mintist jeg oróa Páls postula til Korintuborgarmanna: »Orðræða mín og prjedikun mín studdist ekki við sannfær- andi vísdómsorö, heldur við sönnun anda og kraftar«. Ræóur Gipsy Smiths eru svo- leiðis úr garói geröar, að hvert barn, sem er oi’ðið dálítið stálpað, getur fylgst með, — þær eru einfaldar eins og sjálfur fagn- aðarboðskapurinn. Mál hans er fagurt og skáldlegt og hann hefir opið auga fyrir fegurð náttúrunnar. Lýsing hans á hvernig almætti og kærleikur Guðs er opinberaður í hinu minsta blómi merkurinnar, verður mjer ógleymanleg. »Lít þú upp sál mín, og lestu þjer nít letrið á mörkinni’ um kærleik og trú«, segir Matthías Jochumsson. Jeg minnist líka þessa vers úr sálmi hans á meðan jeg hlustaði á Gipsy Smith: »Og jeg skyldi’ ei þreifa’ ú þjer himneska hönd! Hjarta mitt elska þig, múttur og önd; jeg skyldi’ ei dást að þjer, lifandi ljós! lifnaðu, hjarta mins titrandi rós!« »Vakningin er aðeins byrjuó«, sagði Gipsy Smith síðasta kvöldið í Albert Hall, »Hún mun vaxa og ganga eins og flóð- bylgja yfir gjörvalt Stóra-Bretland«. Guð gefi að þessi orð rætist, og Guð gefi að vakningin nái til Norðurlanda, — og umfram alt til Islands, fósturjarðarinn- ar ástkæru! Lundúnaborg' í ágúst 1931. Ingibjörg Ölafsson. Samkomuhúsið Betanía. Sunnudaginn 9. þ. m. fór fram vígsla fundarhúss, sem Kristniboðsfjelögin í Reykjavík keyptu í vor. Húsið stendur við Laufásyeg 13, og var reist af ung- mennafjelögunum fyrir nokkrum árum, en hefir síðan verið notað við atvinnurekst- ur. Purfti það mikilla endurbóta, og hefir fengið þær, svo að fundarsalurinn er eink- ar viðkunnanlegur, þótt hann sje ekki stór. Auövitaö reyndist hann of lítill vígslu-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.