Bjarmi - 01.11.1931, Blaðsíða 1
XXV. árg.
1. nóvember 1ÍJ31.
Ferðaprjedikun
og' fjelagsstarf.
Pegar þetta er ritað hefi jeg fr.jett þad
eitt frá aðalfundi Sambands ísl. kristni-
boðsfjelaga, að tvær tillögur hafi verið
samþyktar þess efnis, að skora á fjelögir.
að »hefjast handa með reglubundið trúboð
hjer innanlands, svo fljótt sem auðið er«,
og því’næst að hvetja aðra trúaða menn
til að »stofna með sjer fjelög«. - Ókunn-
ugt er mjer um hverjar umræður tillögur
þessar hafa vakið, eða á hvaða rökum þær
voru bygðar í erindi framsögumanns.
Eflaust fagna krisniboðsvinir alment
yfir þessum samþyktum aðalfundar, ræða
þær við til valin tækifæri og gera sitt
ítrasta til þess, að þær komist í fram-
kvæmd. Athugasemdir þessar eru
sprottnar af einlægri löngun eftir að svo
geti orðið.
Petta tvent, trúboð innanlands og
myndun smáfjelaga, eru aðalþættir þeirr-
ar starfsemi leikmanna að kristindómsmál-
um, sem mjer er kunnugt um, í hvaða
landi sem er. Pessi tvenskonar starfsemi
hefir oft og einatt átt rót sína að rekja til
vakandi áhuga fyrir kristniboði.
Okkur er öllum ljóst, að aðaltilgangur
21. tbl.
Sambands íslenskra kristniboðsfjelaga er
að reka kristniboð meðal heiðingja, eins og
tekið er fram í grundvallarreglunum, 1.
grein. Þeim tilgangi verður ekki náð
með fjársöfnuin einungis. Af reynslu ann-
ara, sem mjög hafa látið kristniboð til sín
taka í marga tugi ára, má ráða, að eina
leiöin til að ná, slíkum tilgangi er ferða-
prjedikun og fjelagsstarf, trúboð og mynd-
un smáfjelaga innanlands.
Að íslenskum kristniboðsvinum sje þetta
fullljóst ræð jeg af því m. a., að þegar hafa
verið stofnuð nokkur slík fjelög og að í 9.
gr. laga Sambandsins er stjórn þess heim-
ilað að ráða menn »til kristilegrar starf-
semi innanlands«.
Þessar nýju samþyktir aðalfundar fá
því ekki mikla raunverulega þýðingu nema
því aðeins, að þær gætu orðið okkur hvöt
til að biðja Guð um verkamenn, og til að
sameina dreifða starfskrafta. Búast má
við að það fyrst og fremst hafi verið til-
ætlun aðalfundar.
Aldrei hafa verið meiri möguleikar fyr-
ir, að byrjað gæti »reglubundið trúboð hjer
innanlands«, en einmitt nú.
Bæði pestar og alþýða líta nú alt öðrum
augum á starf leikmanna að kristindóms-
málum, en átti sjer stað fyrir nokkrum ár-
um. Eigum við það fyrst og fremst að
þakka þeim, sem brutu ísinn og hófust