Bjarmi - 01.11.1931, Blaðsíða 4
164
BJARMl
Ilann heldur því nefnilega fast fram, að
hann sje Islendingur, og- má það auðvitað
til sanns vegar færa, því að langafi hans,
Gísli Jónsson (sem hafði viðurnefnið
Jakobæus) var bróðir Jóns Espólín Ár-
bókahöfunds. Segir sra Gísli, að ætt sín
hafi ávalt kunnað illa við sig og talið sig
útlendinga í Noregi. Og þótt hann hafi
aldrei til íslands komið og skilji ekki orð
í íslensku, þá segist hann þó miklu fremur
vilja telja Island föðurland sitt heldur en
Noreg. — Sra Gísli starfaði sem Gyðinga-
trúboði um 20 ára skeið í Rúmeníu, en
fluttist síðan til Budapest árið 1922, og
hefir starfað þar síðan.
Enda þótt sra Gísli verði auðvitað að
teljast Norðmaður, þá get jeg þó borið hon-
um það, að hann er í raun og veru hrein-
ræktaður Islendingur. Það fann jeg jafn-
skjótt og hann heilsaði mjer. Innileikinn
og þrótturinn í kveðju hans var sann-ís-
lenskur, enda reyndist hann einnig svo við
nánari viðkynningu. Hann er stórlyndur
að eðlisfari, tilfinninganæmur með af-
brigðum og hefir þó mjög fastmótaða skap-
gerð. Jeg hygg að það sje eins með hann
og aðra skapmikla, höfðinglundaða menn,
að þeir eru dyggir vinir vinum sínum, en
hins vegar eru þeir ekki öfundsverðir, sem
ekki eru sólarmegin hjá þeim, því að þeir
eru harðvítugir og ósáttfúsir, ef því er að
skifta. Tel jeg mjer það mikið happ að
hafa kynst sra Gísla.
Kona hans er ungversk, mjög alúðleg
og viðkunnanleg, en því miður gafst mjer
ekki tækifæri til að kynnast henni nánar,
því að jeg sótti svo illa að, að hún lagðist
veik daginn eftir að jeg kom. Eiga þau
hjónin eina dóttur, 8 ára að aldri, og heit-
ir hún Guðrún Espólín. Það er óneitan-
lega dálítið einkennilegt að rekast á það
nafn suður á Ungverjalandi.
Næsta sumar fer sra Gísli snögga ferð
til Noregs, og þætti mjer þá vel við eiga,
að vjer byðum honum hingað heim, því að
^ennilega munum vjer einhverntíma hafa
boðið ómerkari manni til Tslands. Ifvort
sem vjer teljum hann Islending eða Norð-
mann, þá er það þó víst, að hann er sann-
ur íslands-vinur og vinnur landi voru
áreiðanlega talsvert gagn, þó í kyrþei sje
gjört.
Sra Gísli hefir áreiðanlega fengið sjer-
staka köllun til síns starfs, og hann hefir
skilið köllun sína. Hann hefir kynt sjer
gyðinglegan hugsunarhátt út í æsar, og
hefir því mörg skilyrði til að rækja sitt
starf vel, enda verður maður brátt var
við það, að Gyðingar bera virðingu fyrir
honum.
Jeg spurði hann eitt sinn, hvort Gyðing-
ar fjölmentu á þær samkomur, sem hann
héldi fyrir þá. - »Já, ef jeg hefi vit á að
velja mér nógu stórt og mikilvægt efni
til umræðu, eða ef til vill réttara, ef jeg
get samið nógu kraftmiklar fyrirsagnir«.
Annars er það víst enginn leikur að vera
trúboði meðal Gyðinga, eftir frásögn sra
Gísla að dæma. »Jeg skal segja yður eitt«,
sagði hann einu sinni við mig, »ætli mað-
ur að vinna Gyðinga, þá verður maður að
byrja á því að skilja þá, en það er bæði
torvelt fyrir Norðurlandabúa og seinlegt.
Þjer sjáið t. d. töskuna, sem hangir þarna
á þilinu. Af því að þjer eruð Norðurlanda-
búi, þá hugsið þjer aðeins sem svo: Þarna
hangir taska. En þegar Gyðingur sjer
hana, þá hugsar hann á þessa leið: Þarna
hangir taska. Hvaða efni skyldi vera í
henni? Hvers vegna ætli hún hangi svona,
mætti hún ekki alveg eins hanga hins-
vegar? Ilví ætli hún sje ferhyrnd? Til
hvers skyldi eigandinn nota hana? Hvað
skyldi hún kosta? Þannig- veltir hann þessu
fyrir sjer frá öllum hliðum. Og þannig
er það á öllum sviðum, og ekki síst á
trúarsviðinu. Nú kemur t. d. Gyðingur
til mín og spyr mig einhverrar trúarspurn-
ingar. Jeg svara honum eins skýrt og
greinilega og mjer er unt. Daginn eftir