Bjarmi - 01.11.1931, Blaðsíða 5
BJARMÍ
165
kemur hann aftur og spyr mig um það
sama, aðeins frá dálítið öðru sjónarmiði.
Og þannig fer einnig þriðja og fjórða
daginn. Og það getur gengið svo langt,
ao þolinmæði mín þrjóti. Þetta er bæði
vegna þess, að Gyðingar eru heilabrota-
menn að eðlisfari og svo einnig vegna
hins — og það e. t. v. ekki síður — að
þeir gera sitt ítrasta til að koma aftan
að mjer, að koma mjer í einhvern bobba
og að fella mig, ef jeg skyldi verða tví-
saga. Þess vegna fjölmenna þeir ávalt í
kirkju, þegar jeg prjedika á frönsku (sr.
Gísli er prestur frönsku mælandi manna
í B.P.), til þess að vita, hvort jeg kenni
það sama þar og þegar jeg tala við þá!«
Jeg spurði sr. Gisla um samlyndið milli
Ungverjanna og Gyðinga. — »Það er af-
leitt. En það þarf reyndar ekki Ungverja
til, því að einnig þeir útlendingar, sem
hjer búa, gera sig seka í Gyðingahatri og
ofsóknum. Og það sem kemur manni und-
arlegast fyrir sjónir er það, að mönnum
virðist þetta Gyðingahatur sitt ekkert vera
í ósamræmi við sína kristnu trú. Jeg átti
t. d. tal við lútherskan prest hjer í borg-
inni fyrir nokkru, sem jeg tel sanntrúað-
an mann. Hann spurði mig: Iivað er það
eiginlega, sem þjer viljið gera við Gyð-
ingana? Jeg svaraði með gagnspui-ningu:
Hvað viljið þið gera við þá? Við vilj-
um alls ekkert við þá eða fyrir þá gera.
Hver er þá tilgangur ykkar með þess-
um ofsóknum? Þá sat hann hugsi
nokkra stund. Síðan sagði hann: Heyrið
þjer, sr. Gísli! Nú er jeg búinn að finna
lausn á þessu vandamáli með Gyðingana.
- Jeg vil láta gefa út lög, sem fyrir-
skipi, að skíra skuli all’a Gyðinga í ein-
hverju fljóti, hinn sama dag og á sömu
stundu. En bætti hann við - það á
að halda höfðinu hálftíma niðri í vatn-
inu!« — Þetta sagði sr. Gísli að flestir
Ungverjar mundu fallast á a. m. k.
þangað til ætti að fara að framkvæma
það. —
Áður en jeg skil alveg við Gyðingana,
ætla .jeg þó að segja lesendum »Bjarma«
frá Gyðinga-guðsþjónustu þeirri, er jeg
var viðstaddur í stærsta samkunduhúsi
þeirra í borginni.
Sra Gísli fór þangað með mjer, og gat
jeg sjeð á ýmsum smáatvikum, að hann
nýtur mikils álits meðal Gyðinga.
»Munið nú eftir að taka ekki ofan«, hvísl-
aði sr. Gísli, þegar við komum að dyr-
um hins veglega samkunduhúss. Jeg vafð
nú ekki hissa á þeirri leiðbeiningu, því að
jeg var búinn að koma áður inn í sam-
komuhús Gyðinga í Prag, sem jeg mun
síðar segja frá. Síðan fórum við inn. Hús-
ið var veglegt mjög, og það; sem vjer köll-
um i kirkj.um vorum kór, var framúr-
skarandi skrautlegt, enda skortir Gyðinga
ekki fje fremur til þess en annars. Um leið
og við komum inn, kom á móti okkur ein-
hvers konar meðhjálpari, með silkihatt á
höfði, og' vildi óðfús draga okk,ur sr; Gísla
innar í húsiðj, En einhverra oi'saka vegna
vildi sr. Gísli standa úti við dyr, sennilega
vegna hitans, sem var nærri óþolandi. En
»meohjálparinn« togaði svo fast í handlegg
hans, að hann sá sitt ráð vænna að gefa
honum peninga, til þess að losna við hann.
»En þarna er íslendingur«, sagði hann,
»farið með hann framar«. Gyðingurinn
Ijet ekki segja sjer það tvisvar og dró mig
alveg innundir »kór«. Þar rak hann mann
upp úr sæti og tróð mjer svo inn í bekk-
inn. IJöfðum við komið svo seint, að við
sáum ekki .upphafið, sem sr. Gísli sag'ði
vera mjög hátíðleg't. Tekur þá rabbíninn
lögmáls-bókfellið og kyssir það og les síð-
an upp úr því. Er bókfellið geymt bak við
afaríburðarmikið flauelsklæði í »kórnum«.
Að lögmálslestrinum loknum hefst svo
söngur og víxlsöngur. Eru það fræðimenn-
irnir eða rabbínarnir þrír, sem standa í