Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1931, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1931, Blaðsíða 2
162 BJARMI handa, þrátt fyrir skilningsleysi og andúð alþjóðar. Frumherjar Hjálpræðishersins, K. F. U. M. og innratrúboðsins, eiga því óskifta virðingu alli'a trúaðra manna hjer á landi. Víðast hvar út um land er enginn skort- ur á samkomustöðum. Kirkjuhúsin eru til valin. Þau standa ónotuð alla virka daga ársins. Hve mörg kirkjuhús standa ónotuð á helgum dögum, er mjer ókunnugt um, en þau munu skifta hundruðum. Gefur því að skilja að prestar og söfnuðir eru þakk- látir fyrir heimsóknir leikra prjedikara jafnt sem lærðra, sem óhætt er að bera traust til. Það skiftir þó mestu máli, að búið er að stofna fjelagsskap í þeim tilgangi að kalla og senda menn til starfs í Guðs ríki, bæði á meðal heiðing'ja og heima fyrir. Sje fje- lögum okkar gefin sú djörfung af Guði, þá skal þá hvorki skorta menn nje fje. Aðstæðurnar eru nú betri einnig að því leyti en áður, að menn eru fúsari til að styrkja kristilega starfsviðleitni fjárhags- lega, og starfshæfum mönnum er sífelt að fjölga. Hversvegna hafa svo fá kristileg fjelög verið stofnuð á Islandi? Og eru nokkrir möguleikar fyrir að þeim geti fjölgað? Eflaust stafar framkvæmdaleysi okkar í trúmálum fyrst og fremst af trúardeyfð, — trúardeyfð, semi er alveg eðlileg', sje fult tillit tekið til kringumstæðanna. ls_ lendingar eru trúhneigðir ekki síður en hinar Norðurlandaþjóðirnar. En þeir hafa öðrum fremur vanrækt trúargáfuna, enda höfum við ekki að öllu leyti verið undir sömu trúarlegu áhrifunum og flestar aðr- ar þjóðir evangeliskrar kristni. Við höfum goldið einangrunarinnar og oft og einatt farið á mis við hollar trúarhreyfingar, en máttum þó síst við því. Aðalfundur kristniboðssambandsins hvet- ur nú trúað folk til að taka nýtt land til yrkingar, hefja trúboð og stofna fjelög. Kristniboðsvinir óska einskis annars frem- ur, en að geta orðið við þeim tilmælum. Og ef við ekki finnum ástæðu til að efast um að það sje Guðs vilji, þá getum við ver- ið vongóð um árangurinn. Af ókunnugleik gerir almenningur sjer eðlilega rangar hugmyndir um skipun og vinnubrögð kristilegra fjelaga. Er því mjög æskilegt, að fjelög, sem unnið hafa um lengri eða skemri tíma, láti heyra frá sjer öðru hvoru. Þið getið naumast með öðru móti betur stutt að því, að fjelögum fjölgi út um land. Það er skiljanlegt að sárafáar manneskj- ur hiki við að stofna með sjer kristniboðs- fjelag. Þarf mikla djörfung til þess, því að svo er það óvenjulegt, að það mundi vekja almenna eftirtekt. En það ætti þó öllum að vera ljóst, að skorti ókkur kjark og trú- ardjörfung til að byrja slíkan fjelagsskap, í smáum stíl og fáliðaðir, þá er líti] von um að hjer verði stofnuð fleiri fjelög. Enda er þess að gæta, að flest kristni- boðsfjelög, bæði hjer og erlendis, hafa byrjað með sárfáum meðlimum. Aðalatriðið er að kjarni fjelagsskapar- ins sje heilbrigður; er framtíð hans algjör- lega undir trúareinlægni meðlimanna kominn. Áhuga sinn í þessu máli geta kristni- boðsvinir sýnt með ýmsu móti. I svipinn koma mjer eftirfarandi atriði í hug: 1. Að við segjum öðru hvoru frá vinnu- brögðum fjeiaganna, og fræðum jafnframt einstaklinga og almenning um kristniboð. 2. Að bjóða utanfjelagsfólki á fundi og' reyna að koma á smásamkomum á sem allra flestum heimilum. 3. Að heimsækja fólk í nágrenninu, sem líklegt þykir til að vilja sinna þessu mál- efni. Reynum að uppörfa það til að mynda smáfjelög, og veitum allar nauðsynlegar upplýsingar. T. d. væri ágætt ef einhver byðist til að stjórna fyrstu fundunum, eða vera jafnan hjálplegur með fundarefni.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.