Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1931, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1931, Blaðsíða 8
168 BJARMI Hvaðanæva. I’rc.stflfjclngsritið, 13. ár, er nýlega komið og i'lytur auk ýmsra erinda óvenjulega mörg æfi- ágrip og minningarorð með myndum. Er þar minnst sr. Stefáns . Thorarensens, sr. Kjai tans Helgasonar, sr. Einars Jónssonar, sr. Pórðar Tómassonar, Söderbloms erkibiskups og beggja vígslubiskupanna. Þýðingar úr fundarskýrslum Lambeth-fundarins og frásögnin um hann er alt harla eftirtektarvert að ýmsu leyti. Ber bæði þar og víðar í ritinu á góðri viðleitni á að kynna þjóðinni ensk kirkjumál og er ekkert nema gott um það að segja, enda þótt stórborgahættir og fjölmenni þar t landi valdi, að strjálbýli vort og fámenni geti fátt af því hagnýtt sjer. Einir tveir ungir guðfræðingar skrifa minn- ingar frá utanför sinni. Bendir Þórarinn Þórar- insson i góðri en örstuttri grein: »Andleg bú- hyggindi« prestum á ritsöfn með spaklegum setn- ingum og smásögum, en óskar Þorláksson skrifar nokkru lengra um kristilegu stddentahreyfing- una. Jeg átti von á að sjá erindi sr. Þorgrims á Grenjaðarstað um nútíma og aldamótaguöfræðina, sem hann flutti hjer í fyrra haust, eða m. k. ein- hverja ritgjörð um hin miklu straumhvörf, sem Barths-stefnan hefir valdiö 1 guðfræði vorra tíma, — en það brást. Er það varla vansalaust, að guðfræðiskennarar vorir skuli ekki einu sinni segja alþjóö frá henni, eöa fá einhverja unga suðurgöngu-menn til þess. Ungu guöfræðingarnir fara þó nú orðið árlega til háskóla meginlandsins og hljóta að kynnast henni eitthvað.----- Iiaunar leyfi jeg mjer að skjóta því hjer að, að jeg llt svo á, að ungir menn, sem ætla að verða prestar á íslandi, mundu að jafnaði fá meiri og betri forða til æfistarfsins við að dvelj- ast hjá áhugasömum prestum í starfsömum söfn- uðum í erlendum sveitum, þar sem ytri staðhætt- ii væru ekki gjörólíkir vorum, heldur en að stað- næmast 1 stórborgum, þar sem bæði er margfalt seinlegra að kynnast öðru en yfirborði kirkju- mála og öll aðstaða er gjörólík vorri. Auðvitað er bæði »gagn og gaman« námfúsum guðfræðing að hlusta ái fræga guðfræðiskennara og kynnast »stefnum« þeirra, en mjer hefir altaf fundist mest um vert að kynnast hvernig »stefn- an« reyndist utan háskólans — í lífi og starfi lærisveinanna. »Af ávöxtunum skuluð þjer þekkja þá«. — Jörð heitir nýja tímaritið, sem sr. Björn O. Björnsson í Ásum gefur út. Er fyrsta ■ heftið (88 bls.) nýl. komið og flytur margs konar ritgjörðir, flestar eftir ritstjórann, nokkrar þýddar sögur o. fl. Tímaritið ætlar að ræða fyrst um sinn »einkum uppeldismál, skólamál, likamsraíkt, úti- líf, heimili, ástir, þjóðerni, nýja tímann alment og trúmál (í þrengri merkingu þess orðs)« »alt frá sjónarmiði trúar«. Dáist jeg að því áræði, að prestur austur í Skaftafellssýslu tekur í öðru eins útliti og nú; er að gefa út stórt tíma- rit norður á Akureyri með öðru eins risavöxnu hlutverki. Er öðru nær en Bjarmi vilji að áslæðu- lausu auka erfiðleikana, sem hljóta að verða á slíkri útgáfu. En þess er ekki að dyljast, að jeg varð alveg forviða, er jeg las I boðsbrjefi um þetta tímarit liðið vor, að því væri ætlað að flytja meðal ann- ars þýðingar á hinni ágætu bók, »Kristur á veg- um Indlands«, og alræmdustu klámsögum Norður- alfunnar, »Deka meron« eða »Tídægru«. — Fyrir nokkrum árum fóru ógætnir piltar að gefa þá bók út 1 heftum á íslensku, en hættu brátt, því ao bóksalar vildu ekki selja þennan óþverra. •— Þvi var það meira en lltið ótrúlegt, að vandaður prestur færi að prenta þær sögur innan um góðar trúmálagreinar! Nú er 1. heftið komið, og flyt- ur nokkrar velviljaðar, en fremur þokukendar trúmálahugleiðingar, ekkert úr góðu bókinni frá Indlandi, en eina sögu úr »Tídægru«, ógnarlega ósennilega, og í lauslætis átt, þött ekki sje hún úr ljótasfa hópnum í fyrnefndri bók. Von- andi verður það fyrsta og — síðasta sagan úr »Tídægru«, sem þetta tímarit flytur. útgefandi mun fljótlega reka sig á, að tlmariti, sem kveðst vera stofnað I trú á það, að I Jesú Kristi sje fylling alls lifs að finna«, sæmir ekki að flytja lauslætis sögur; og önnur eins öviðjafnanleg smekkleysa verður ekki til þess að afla ritinu vinsælda nje útbreiðslu. S. Á. 'Gíslason. Gjafli'. Bjarma hefir verið afhent: 1 Jóla- kveðjusjóð 30 kr. 35 aura frá börnum við Austur- eyjafjöll. — Til Kristniboðssjóðs 100 kr. frá kvenfjelaginu á Akranesi, og 18 kr. frá S. B. Siglufirði, þaðan komið og 50 kr. »til ólafs kristniboða persónulega« og 10 kr. til »barna I Kína. - Til Hallgrlmskirkju 5 kr. frá konu við Hvalfjörð. Þetta blað er prentað snemma í október vegna pósta. Minnist þess, sem sagt er um útbreiðslu og framtíð Bjarma I slðasta tölublaði. Ritstjóri: S. Á. Gíslason, Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.