Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.02.1932, Page 1

Bjarmi - 15.02.1932, Page 1
XXVI. árjr. 15. febrúar 1932. 4. tbl. Æskuminningar. i. Jeg fæddist undir fjalli, er freri nísti svörð, og kalt í koti á palli, og- kingisnjór á jörð, og- næturgjóstur napur og nætur- löng var -þraut, en dagur líka dapur, því dagsól var á braut. f átján vikur var hún á vakki bak við fjöll; en bjarma engan bar hún í bæinn heim á völl; en þó að nepjan næddi og nísti mannaból og' inn um gættir æddi, var inni hlýjmt sól. I faðmi minnar móður og mýkst við hennar brjóst mig vermdi ástar-óður, og ylur lífs mjer bjóst. Við sól þá ól jeg aldur og óx við hennar glóð, mín fró var hennar faldur mín fæða hennar ljóð. Pað mjer er æ í minni, í muna hlýjust sól, í hjartans auðnu-inni mitt yndisríka ból. Þar hefir títt minn hugur á helg'istundum áð. Mjer aukist dáð og dugur þar Drottins fyrir náð. II. í átján vikur ei sájst til sólar sunnanverðu, í frægu skarði. Skug'gavalda þá hæðir og hólar háðir voru; hann ríkið varði. En sólin hulin þó blessuð brosti - í brún á fjallinu hinum megin. Ei henni Skuggi með fönn nje frosti, nje feig'ðaræði gat bannað veginn. Því brosið hýra sjer braut á fjalli fjekk búið niður með áning-hægri, og' bjarminn dýri á stall af stalli, þó stilt, sig færði á hverju dægri. En er hann titraði túns á fæti, við til hans hoppuðum glöð þann daginn. ] æðum funuðu feg'inlæti. - Við flytja vildum hann heim í bæinn.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.