Bjarmi - 01.07.1932, Blaðsíða 1
XXVI. árg.
13.—14. tbl.
Prestastefnan 1932.
Hún hófst 23. júní með gúðsþjónustu í
dómkirkjunni. Bisknp vígði þar kandidat-
ana Garðar Þorsteinsson, að Garðapresta-
kalli, Jón Jakobsson, settan prest að
Bíldudal og' Jón Þorvarðarson, er verður
aðstoðarprestur föður síns í Vík í Mýrdal.
Sr. Eiríkur á Hesti flutti synodus ræðu.
Kl. 5 var prestastefnan sett af biskupi
í samkomusal K.F.U.M. og .hófst með ba n-
arflutningi og sálmasöng. Voru þar þá
mættir 38 andlegrar stjettar menn (meðal
þeirra 6 uppgjafaprestar) og 4 kandidat-
ar í guðfræði.
Biskup gaf síðan ítarlegt yfirlit yfir við-
burði næstliðins fardagaárs. Mintist hann
fyrst látinna presta og látinnar prests-
ekkju (Ragnhildar Gísladóttur, frá Ey-
vindarhólum) og gat um ýmsar aðrar
breytingar. Sr. Einar Thorlacius hafði
fengið lausn frá prestsskap. Prófastar
höfðu verið skjþaðir, sr. Björn Stefáns-
son á Auðkúlu fyrir Húnavatnsprófasts-
dæmi og sr. Þorsteinn Briem fyrir Borg-
arfjarðarprófastsdæmi. Settir höfðu ver-
ið prófastar, sr. Bjarni Jónsson fyrir
Kjalarnes- og sr. Þorv. Þorvarðarson fyr-
ir V.-Skaftafellsprófastsdæmi. Prestaköll
höfðu verið veitt 5 að tölu (Eyrapresta-
kall sr. Einari Sturlaugssyni, Grenjaðar-
staðir sr. Þorgr. V. Sigurðssyni, Höskulds-
staðir sr. Helga Konráðssyni, Breiðabóls-
staður á Skógaströnd sr. Bergi Björns-
syni og Garðar á Álftanesi kand. Garðari
Þoi'steinssyni). En í þessi prestaköll höfðu
verið settir prestar: t Kirkjubæjarklaust-
nrsprestakall kand. Öskar Þorláksson, ■ í
Bíldudalsprestakall kand. Jón Jakobsson
og í Saurbæjarprestakall á IJvalfjarðar-
strönd srJ Sigurjón Guðjónsson. Vígslu
höfðu tekið á árinu: Prófessor S. P. Sívert-
sen, sem vígslubiskup, en 5 kandidatar
hlotið prestvígslu (að þremur síðastvígð-
um meötöldum).
Þá mintist biskup nýrra kirkjulegra
lagaboða frá sumarþinginu 1931 og frá
síðasta þingi, skýrði frá kosningu í kirkju-
ráð af hálfu prestastjettar (kosnir höfðu
verið þeir Þoilt. próf. Briem og vígslu-
biskup S. P. Sívertsen). Nýjar kirkjur
höfðu vei'ið reistar í Vallanesi og Skarði
á Landi, endurreistar í Gröf í Skaftár-
tungu og á Lágafelli, og væri þær að skoða
sem nýjar. Lágafellskirkju hafði biskup
vígt, svo og kirkjurnar í Vallanesi og
á Skarði. Einnig hafði hann lagt hyrn-
ingarstein hinnar nýju kirkju Siglufjarð-
ar, sem enn væri í smíðum. Einnig væri
í smíðum ný kirkja í Tjörn á Vatnsnesi.
Loks hefði Skútustaðakirkja fengið þá
einkennilegu viðgerð, að steypt hefði ver-
ið utan um hana alla sementssteypu, svo