Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1932, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.07.1932, Blaðsíða 14
110 BJARMI þá á sitt mál — og hefir orðið of mikið ágeng’t hjerlendis. — I »stafrofskveri« kommúnismans segir Bucharin: »Hlutverk vort er ekki að um- bæta, heldur að rífa niður trú og siðferði.« Trúarhatrið gjörir þá; steinblinda, eða rjettara sagt hatrið gegn Guði, því að sjálfir eru þeir ofsatrúarmenn á kreddur kommúnismans. Boðorðunum er þar öll- um öfugt snúið, eins og sannað skal í næsta blaði, með tilvitnunum úr ritum leiðtog- anna. »Siðferðislegt er það eitt, sem kommúnistaflokknum er gagnlegt,« sagði Lenin, og því er skylda kommúnista að spilla hverju fyrirtæki, smáu eða stóru, í »borgararíkjum«, sem þeir geta. Heiðvirðir húsbændur vísa guðlastandi angurgöpum á dyr og þó einkanlega úr barnahóp, og það nær engri átt, að þeir taki slíka menn fyrir barnakennara, og óeðlilegt að nokkurt »borgaralegt« þjóð- fjelag, sem ekki vill fremja sjálfsmorð, veiti kommúnistum nokkrar trúnaðarstöð- ur, og allra síst kenslustörf. Það er raunalegt, að barnakennarastjett vor skuli ekki hafa þegar í stað tekið í taumana í þessu efni. Hún er ung og þarí aðhlynningar borgaranna á ýmsan hátt, en hún má þá ekki með lítt hugsuðum yfirlýsingum draga taum kommúnistanna, sem illu heilli hafa komist í þá stjett. Og vita mega kristnir kennarar og raun- ar allir kennarar, sem ekki eru kommún- istar, að þeim yrði fljótlega sparkað frá öllu fræðslustarfi, ef stjettarbræður þeirra, kommúnistarnir, færu með völd í þessu landi. Framh. l’restnfundui'inii íí Þingvöllum, 27. -28. júni, tókst vel og samþykti fjölda af tillögum, sem sagt verður nánar frá nœst. Mæður og barnakennarar. Okkur, sem fjarri búum, fanst lands- fundarsamþvkt kvenna í Rvík eins og' heið- ur og bjartur sunnudagur, með gróðurilm og sól yfir sundum. Vel sje þeim fyrir hina drengilegu og viturlegu ályktun um skyldu kennara að annast kristindómsfræðslu æskulýðsins með lífi og sál — ella láta af starfinu. Vfirlýsing kennarafundarins fanst okkur aftur á. móti líkust því, sem þeir væru að hella krapahríð með veðurhæðinni 12 yfir gróðui'ilminn frá landsfundi kvenna. Jeg er sannfærður um, að fundarvfir- lýsingar þessar vekja mikla athygli hjá þjóðinni, og að yfirlýsing kennarafundar- ins vekur sorg og gremju á meðal fjölda landsins barna. Og jeg held, að þeir átti sig á þessu, þegar frá líður. Jeg trúi ekki öðru, en að þeir skilji sín takmörk og sjái skyldu sína. Myndin er svo skýr og á- kveðin. — Jesús frá Nazaret hefir verið á ferð á meðal íslensku þjóðarinnar um 1000 ár. Allan þann tíma hafa íslenskar mæður ver- ið að bera börn sín til Jesú, til þess að hann skyldi blessa þau. Og þjónar Jesú Krists - prestarnir hafa skilið það svo, að |>að ætti að hjálpa mæðrunum í þessu stai'fi - að bera börn til Jesú. En nú er komin upp ný stefna í landinu, fjölmennur flokkur kennara, sem, að minsta kosti flestir, hafa verið bornir til Jesú í heilagri skírn. Og skírnin og síðan fermingin var unaðslegasta stundin í lífi þeirra og foreldra þeirra. Og síðan hafa þeir notið kristilegs uppeldis og fræðslu í kennaraskóla, hjá einum hinum mest virta manni þjóðarinnar. Þjóðin hefir ekki sparað til þess, að uppeldi þeirra og ment- un gæti orðið sem best og fullkomnust. Og þjóðin og þá, einnig íslenskar mæð- ur hefir lagt alt þetta á sig, fús og viljug’, og alt í þeim tilgangi, að börn þjóð- arinnar væru leidd og borin inn í hina

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.