Bjarmi - 01.07.1932, Blaðsíða 2
98
B J A-RMI
að hún væri nú orðin sem úr steihi. -
Ný prestsseturshús hcifðu verið reist á
Mosfelli í Mosfellssveit, á Skinnastað og
á Vatnsenda í Ljósavatnsskarði.
Loks mintist biskup bókagjörðar kristi-
legs og' kirkjulegs efnis, tímarita, sem
hætt væru að koma út (Strauma og Lind-
in) og þeirra sem enn kæmu út (Presta-
fjelag'srits og ifjarma o. f.). Þá drap hann
að endingu á endurskoðun Helgisiðabók-
arinnar, sem nú mætti fullger heita af
hendi þeirra vígslúbisups Sig. Sívertsen
og docents Ásmundar Guðmundssonar,
sem falið hafði verið það verk á síðustu
prestastefnu. Og mundi það verk þeirra
verða lagt fyrir prestastefnu þessa og
nefndir kosnar til að yfirfara það.
Þá fór fram úthlutun styrktarfjár til
52 prestsekkna og 4 uppgjafápresta. Var
alls úthlutað kr. 9590,00. Ennfremur var
lagður fram reikningur Prestsekknásjóðs,
sem við nýár var orðinn kr. 02480,43.
Voru að endingu kosnar 3 nefndir til
að yfirfara tillögur helgisiðabókarnefndar,
og að því búnu fundi slitið.
Kl. 9 um kvöldið flutti vígslubiskup Sig.
P. Sívertsen erindi i dómkirkjunni um
starfshætti kirkjunnar.
Föstudag 24. júní kl. 9 árd. var aftur
settur fun'dur. Flutti sr. Guðmundur Ein-
arsson stutta bænargjörð í byrjun fund-
ar. Þá gerði dcent Ásmundur Guðmunds-
son grein fyrir störfum barnaheimilis-
nefndar á liðnu ári og lagði fram endur-
skoðaða reikninga fyrir þeirri starfsemi.
Gat .hann þess meðal annars, að nú væri
ungfrú Friðþóra Stefánsdóttir við nám í
Lundúnum til undirbúnings barnaheimil-
isstarfsemi á Siglufirði (dagheimili). Að-
alstarfið hefði verið að Hverakoti í Gríms-
nesi, sem nefndin hefði keypt í ])ví skyni.
Hefði það heimili verið vel sótt undir
ágætri forstöðu Sesselju Sigmundsdóttur.
Ritlaun sín fyrir »Kveldræður« - kr.
1000 — hefir sr. Magnús Helgason gef-
ið þessari mannúðarstarfsemi. Loks var
nefndin endurkosin í einu hljóði.
Eftir stutt fundarhlje flutti dómkirkju-
prestur Bjarni Jónsson erindi um afstöðu
kirkjunnar til nýungastefnu, sem tekið
væri að bótla á méðal vor. Óskaði fund-
urinn mjög eindreg'ið, að þetta erindi
mætti sem fyrst koma fyrir almennings-
sjónir.
Sr. Fr. Hallgrímsson skýrði frá starfi
Utvarpsráðs, að því er snertir ýms kirkju-
máj, og bar sú skýrsla með sjer, að kalt
hafði andað frá útvarpsstjóra í garð kirkj-
unnar.
Þá var endurkosinn í Útvarpsráð sr.
Friðrik Ilallgrímsson, í einu hljóði. Og í
bókanefnd prestakalla þeir, vígslubiskup
Sig. P. Sívertsen og Ásmundur Guðmunds-
son, docent. En varaformaður var kósinn
sv. Bjarni Jónsson.
Kl. A', síðdegis gaf biskup skýrslu um .
messugjörðir á liðnu ári. Höfðu messur
orðið als 3G47, innan Þjóðkirkjunnar, og
kæmu þá að meðaltali 37,3 messur á hvern
prest (en 9 prestaköll höfðu prestlaus ver-
io og orðið að hlíta þjónustu nágranna-
presta). Tala altarisgesta hafði orðið 5023.
Fermdir höfðu verið c. 1800. Fæðst höfðu
á öllu landinu næstliðið ár 2768 (en þar
af 62 andvana). Láltist höfðu als 1252
(603 karlar, 649 konur) og 675 hjón ver-
ið samangefin, þar af 60 með borgaralegri
hjónavígslu.
Þá var tekið að ræða tiliögur helgisiða-
nefndar og lengst af rætt hið fyrirhugaða
nýja guðsþjónustuform, eins og nefndin
hafði gengið frá því. Ósk kom fram þess
efnis að tillögurnar yrðu fjölritaðar, svo
að prestar gætu sem best áttað sig á þeim
nýmælum, sem vgeru á ferðinni, og var
tillaga í þá átt samþykt.
Kl. 9 um kvöldið flutti bískup erin'di
í dómkirkjunni: Ilvað er heilög ritning
fyrir voi-a tíma?
Laugardag 25. kl. 9 árdegis hófst fund-